Jón hafði sigur í löngu og ströngu vatnsstríði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2020 16:04 Jón Ólafsson getur fagnað sigri, í bili að minnsta kosti. Icelandic Water Holdings hf (IWH), vatnsátöppunarfyrirtæki Jóns Ólafssonar í Ölfusi, ber ekki skaðabótaábyrgð vegna ætlaðs tjóns einkahlutafélagsins iGwater, áður Iceland Glacier Wonders, vegna lögbanns sem lagt var á notkun vörumerkisins Iceland Glacier í lok árs 2013. Þetta er niðurstaða fjölskipaðs Héraðsdóms Suðurlands sem kvað upp dóm sinn í dag.Réði mestu að í ljós kom að iGwater hafði ekki starfsleyfi til sölu og dreifingar á vatni innanlands á þeim tíma sem fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir skaða. iGwater hefur fjórar vikur til að áfrýja dómnum til Landsréttar. Kröfur úr 1,3 milljarði í 143 milljónir króna iGwater, sem er í eigu hollenska fjárfestisins Otto Spork og rak átöppunarverksmiðju í Vestmannaeyjum, krafðist 143 milljóna króna í miska- og skaðabætur auk dráttarvaxta frá fyrirtæki Jóns. iGwater fór fram á að dómkvaddir matsmenn yrðu fengnir til að meta meint tjón félagsins. Matsmenn, þeirra á meðal Gylfi Magnússon fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, voru fengnir sem matsmenn fyrir dómi. Þeirra mat hafði lítið að segja þegar uppi stóð. Eldra skaðabótamáli iGwater, þar sem krafist var 1,3 milljarða króna í bætur af Icelandic Water Holdings, var vísað frá dómi í febrúar 2016 vegna þess hversu vanreifaður málatilbúnaður iGwater var. Lögbann árið 2013 Forsaga málsins er sú að IWH fékk í nóvember 2013 lögbann á notkun iGwater, þá Iceland Glacier Wonders, á vörumerkinu „Iceland Glacier“. Fyrirtæki Jóns í Ölfusi selur vatnið Icelandic Glacial. Jón sagði í fjölmiðlum í desember 2013 að honum þættu vörumerkin of lík og stóð lögbannið þangað til í október 2014. Rúmu hálfu ári síðar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að iGwater mætti ekki nota vörumerkið Iceland Glacier í firmaheiti sínu en að því væri heimilt að nota það til markaðssetningar. Stjórnendur félagsins fullyrða að lögbannið hafi spillt lánstrausti og viðskiptahagsmunum þann tíma sem lögbannið varði. iGwater þurfti að við lögbannið að fjarlægja af heimasíðu sinni, starfsstöðvum og verslunum, allar vörur, merkingar, auglýsingar og tilkynningar í hvaða formi sem var, þar sem vörumerkið „Iceland Glacier“ kom fyrir, allt gegn framlagningu viðbótartryggingar. Ekki starfsleyfi innanlands á tíma lögbanns Í niðurstöðu fjölskipaðs Héraðsdóms Suðurlands segir að Jón Ólafsson hafi í vörn sinni byggt á því að lögbannið hafi ekki girt fyrir lögmæta starfsemi iGwater, enda hafi iGwater ekki haft starfsleyfi fyrir átöppun, sölu eða dreifingu vatns innanlands. Í yfirmatsbeiðni IWH, fyrirtækis Jóns, er bent á að iGwater hafi einungis haft starfsleyfi til átöppunar kranavatns úr vatnsveitu Vestmannaeyja til útflutnings í plastpokum eða blöðrum sem yrði sent út til kaupenda í 20 feta gámum. Héraðsdómur segir að iGwater hafi ekki brugðist við þessum fullyrðingum og þá hafi ekki verið gerð athugasemd þegar IWH lagði fram starfsleyfi iGwater á dómþingi þann 2. janúar síðastliðinn. Beiðnin ekki of seint fram komin Ekki verði séð að fyrirtæki Jóns hafi haft vitneskju um að starfsleyfi IWH hafi verið með þessum hætti þegar greinargerð var skilað í málinu af hans hálfu. iGwater hafi við munnlegan flutning málsins mótmælt þessu og sagt yfirmatsbeiðnina með upplýsingum um starfsleyfi iGwater of seint fram komna. Héraðsdómur hafnaði því. Taldi Héraðsdómur Suðurlands að fyrirtæki Jóns gæti ekki borið skaðabótaábyrgð vegna ætlaðs tjóns sem hlotist hefði af því að iGwater hefði látið af sölu og dreifingu vatns innanlands sem var í andstöðu við starfsleyfi hans. Var fyrirtæki Jóns því sýknað af kröfum iGwater. Dóminn í heild má lesa hér. Dómsmál Ölfus Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Icelandic Water Holdings hf (IWH), vatnsátöppunarfyrirtæki Jóns Ólafssonar í Ölfusi, ber ekki skaðabótaábyrgð vegna ætlaðs tjóns einkahlutafélagsins iGwater, áður Iceland Glacier Wonders, vegna lögbanns sem lagt var á notkun vörumerkisins Iceland Glacier í lok árs 2013. Þetta er niðurstaða fjölskipaðs Héraðsdóms Suðurlands sem kvað upp dóm sinn í dag.Réði mestu að í ljós kom að iGwater hafði ekki starfsleyfi til sölu og dreifingar á vatni innanlands á þeim tíma sem fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir skaða. iGwater hefur fjórar vikur til að áfrýja dómnum til Landsréttar. Kröfur úr 1,3 milljarði í 143 milljónir króna iGwater, sem er í eigu hollenska fjárfestisins Otto Spork og rak átöppunarverksmiðju í Vestmannaeyjum, krafðist 143 milljóna króna í miska- og skaðabætur auk dráttarvaxta frá fyrirtæki Jóns. iGwater fór fram á að dómkvaddir matsmenn yrðu fengnir til að meta meint tjón félagsins. Matsmenn, þeirra á meðal Gylfi Magnússon fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, voru fengnir sem matsmenn fyrir dómi. Þeirra mat hafði lítið að segja þegar uppi stóð. Eldra skaðabótamáli iGwater, þar sem krafist var 1,3 milljarða króna í bætur af Icelandic Water Holdings, var vísað frá dómi í febrúar 2016 vegna þess hversu vanreifaður málatilbúnaður iGwater var. Lögbann árið 2013 Forsaga málsins er sú að IWH fékk í nóvember 2013 lögbann á notkun iGwater, þá Iceland Glacier Wonders, á vörumerkinu „Iceland Glacier“. Fyrirtæki Jóns í Ölfusi selur vatnið Icelandic Glacial. Jón sagði í fjölmiðlum í desember 2013 að honum þættu vörumerkin of lík og stóð lögbannið þangað til í október 2014. Rúmu hálfu ári síðar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að iGwater mætti ekki nota vörumerkið Iceland Glacier í firmaheiti sínu en að því væri heimilt að nota það til markaðssetningar. Stjórnendur félagsins fullyrða að lögbannið hafi spillt lánstrausti og viðskiptahagsmunum þann tíma sem lögbannið varði. iGwater þurfti að við lögbannið að fjarlægja af heimasíðu sinni, starfsstöðvum og verslunum, allar vörur, merkingar, auglýsingar og tilkynningar í hvaða formi sem var, þar sem vörumerkið „Iceland Glacier“ kom fyrir, allt gegn framlagningu viðbótartryggingar. Ekki starfsleyfi innanlands á tíma lögbanns Í niðurstöðu fjölskipaðs Héraðsdóms Suðurlands segir að Jón Ólafsson hafi í vörn sinni byggt á því að lögbannið hafi ekki girt fyrir lögmæta starfsemi iGwater, enda hafi iGwater ekki haft starfsleyfi fyrir átöppun, sölu eða dreifingu vatns innanlands. Í yfirmatsbeiðni IWH, fyrirtækis Jóns, er bent á að iGwater hafi einungis haft starfsleyfi til átöppunar kranavatns úr vatnsveitu Vestmannaeyja til útflutnings í plastpokum eða blöðrum sem yrði sent út til kaupenda í 20 feta gámum. Héraðsdómur segir að iGwater hafi ekki brugðist við þessum fullyrðingum og þá hafi ekki verið gerð athugasemd þegar IWH lagði fram starfsleyfi iGwater á dómþingi þann 2. janúar síðastliðinn. Beiðnin ekki of seint fram komin Ekki verði séð að fyrirtæki Jóns hafi haft vitneskju um að starfsleyfi IWH hafi verið með þessum hætti þegar greinargerð var skilað í málinu af hans hálfu. iGwater hafi við munnlegan flutning málsins mótmælt þessu og sagt yfirmatsbeiðnina með upplýsingum um starfsleyfi iGwater of seint fram komna. Héraðsdómur hafnaði því. Taldi Héraðsdómur Suðurlands að fyrirtæki Jóns gæti ekki borið skaðabótaábyrgð vegna ætlaðs tjóns sem hlotist hefði af því að iGwater hefði látið af sölu og dreifingu vatns innanlands sem var í andstöðu við starfsleyfi hans. Var fyrirtæki Jóns því sýknað af kröfum iGwater. Dóminn í heild má lesa hér.
Dómsmál Ölfus Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira