Einkunnir Íslands: Vindurinn bestur gegn Belgum Íþróttadeild Vísis skrifar 14. október 2020 20:54 Íslenska liðið fagnar Birki Má Sævarssyni sem skoraði mark liðsins gegn Belgum í kvöld. AP/Brynjar Gunnarsson Birkir Már Sævarsson, eða „Vindurinn“, fékk hæstu einkunn íslensku leikmannanna í 2-1 tapinu gegn Belgíu í kvöld. Íslenska liðið réði illa við markamaskínuna Romelu Lukaku sem skoraði bæði mörk Belga en það var Birkir sem að jafnaði metin í fyrri hálfleiknum. Ísland var án margra fastamanna í kvöld vegna meiðsla og af öðrum ástæðum en þar með gafst tækifæri fyrir aðra til að láta ljós sitt skína, í síðasta leiknum fyrir úrslitaleikinn við Ungverjaland 12. nóvember, um sæti á EM. Að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna vegna leiksins við Belgíu. Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 6 Átti ekki möguleika í skot Lukaku í fyrsta marki leiksins og giskaði á rangt horn í vítinu. Fékk annars ekki mörg tækifæri til að verja en greip vel inn í fyrirgjafir og var öruggur þegar hann þurfti að taka við sendingum. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 8 Mikið á ferðinni í vængbakvarðarstöðunni og skoraði laglegt mark eftir að hafa geyst eins og vindurinn í gegnum vörn Belga. Varðist sjálfur vel og engin tilviljun að Belgar komust lítt áleiðis á vinstri kantinum. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 7 Greip vel inn í þegar boltinn kom inn á hans svæði og virtist helst geta ráðið við Lukaku. Komst best frá sínu af miðvörðunum þremur í nýja kerfinu og veikti að minnsta kosti ekki stöðu sína í baráttunni um byrjunarliðssæti. Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður 4 Átti í miklum erfiðleikum gegn hinum nautsterka Lukaku í fyrri hálfleik. Náði ekkert að trufla hann í fyrsta marki leiksins og renndi sér klaufalega í hann þegar vítið var dæmt sem Lukaku skoraði úr. Stóð sig ágætlega í seinni hálfleiknum. Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður 5 Fékk boltann óheppilega í sig í fyrsta marki leiksins. Virtist ekki tengja nægilega vel saman við Ara og Hólmar, og naut sín ekki sérlega vel þrátt fyrir að vera í hlutverki sem hann er þaulvanur í Rússlandi. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Komst lítið í takt við leikinn í vængbakvarðarstöðunni, sem þó hefði mátt ætla að hentaði Ara og hans sendingagetu vel. Skilaði varnarvinnunni ágætlega en Belgar komust betur áleiðis á hægri kantinum. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 7 Harður í návígum, með mikla yfirferð og mjög baráttuglaður sem fyrr en hefði stundum mátt staðsetja sig betur og binda varnarleikinn betur saman. Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 6 Eldfljótur að hugsa og átti magnaða stoðsendingu þegar Ísland jafnaði í 1-1. Tók annars lítinn þátt í spilinu hjá íslenska liðinu en hljóp mikið og sinnti sínu varnarhlutverki. Birkir Bjarnason (Fyrirliði), miðjumaður 6 Hæfilega afslappaður, reyndi alltaf að halda í boltann og koma honum skynsamlega frá sér, og gerði það vel. Minna sjáanlegur í seinni hálfleiknum í sínum þriðja leik á einni viku. Albert Guðmundsson, framherji 6 Óhræddur við að halda boltanum, gerði það mjög vel og skilaði honum oftast vel frá sér. Náði þó lítið að búa til á fremsta þriðjungi vallarins enda fá tækifæri til þess. Jón Daði Böðvarsson, framherji 5 Vinnusamur sem fyrr og tók virkan þátt í varnarleiknum en náði lítið sem ekkert að ógna fram á við. Hraðinn dugði skammt gegn fljótum varnarmönnum Belgíu. Varamenn: Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Rúnar Má Sigurjónsson á 69. mínútu 4 Náði ekki að stimpla sig inn í leikinn að ráði. Hleypti Belgum í hættulegt færi undir lokin. Viðar Örn Kjartansson kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 69. mínútu 5 Sást lítið og náði ekki að nýta þann stutta tíma sem hann fékk í þessari landsleikjatörn. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 82. mínútu - Spilaði of lítið til að fá einkunn. Hjörtur Hermannsson kom inn á fyrir Guðlaug Victor Pálsson á 82. mínútu - Spilaði of lítið til að fá einkunn. Arnór Ingvi Traustason kom inn á fyrir Hörð Björgvin Magnússon á 86. mínútu - Spilaði of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Twitter eftir tapið: „Ekki í milljón ár var Mignolet líklegur að verja“ Ísland náði ekki að krækja í sitt fyrsta stig í Þjóðadeildinni í kvöld er liðið mætti Belgíu á Laugardalsvelli. 14. október 2020 20:45 Sjáðu mörkin sem Lukaku skoraði í fyrri hálfleik í Laugardalnum Romelu Lukaku heldur áfram að raða inn mörkum á móti íslenska landsliðinu í Laugardalnum. 14. október 2020 19:40 Sjáðu jöfnunarmark „Vindsins“ í Dalnum: Birkir Már getur ekki hætt að skora Birkir Már Sævarsson skoraði sitt annað landsliðsmark í sínum 93. landsleik á móti Belgíu í kvöld. 14. október 2020 19:14 Leik lokið: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða gegn besta landsliði heims Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 21:10 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Birkir Már Sævarsson, eða „Vindurinn“, fékk hæstu einkunn íslensku leikmannanna í 2-1 tapinu gegn Belgíu í kvöld. Íslenska liðið réði illa við markamaskínuna Romelu Lukaku sem skoraði bæði mörk Belga en það var Birkir sem að jafnaði metin í fyrri hálfleiknum. Ísland var án margra fastamanna í kvöld vegna meiðsla og af öðrum ástæðum en þar með gafst tækifæri fyrir aðra til að láta ljós sitt skína, í síðasta leiknum fyrir úrslitaleikinn við Ungverjaland 12. nóvember, um sæti á EM. Að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna vegna leiksins við Belgíu. Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 6 Átti ekki möguleika í skot Lukaku í fyrsta marki leiksins og giskaði á rangt horn í vítinu. Fékk annars ekki mörg tækifæri til að verja en greip vel inn í fyrirgjafir og var öruggur þegar hann þurfti að taka við sendingum. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 8 Mikið á ferðinni í vængbakvarðarstöðunni og skoraði laglegt mark eftir að hafa geyst eins og vindurinn í gegnum vörn Belga. Varðist sjálfur vel og engin tilviljun að Belgar komust lítt áleiðis á vinstri kantinum. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 7 Greip vel inn í þegar boltinn kom inn á hans svæði og virtist helst geta ráðið við Lukaku. Komst best frá sínu af miðvörðunum þremur í nýja kerfinu og veikti að minnsta kosti ekki stöðu sína í baráttunni um byrjunarliðssæti. Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður 4 Átti í miklum erfiðleikum gegn hinum nautsterka Lukaku í fyrri hálfleik. Náði ekkert að trufla hann í fyrsta marki leiksins og renndi sér klaufalega í hann þegar vítið var dæmt sem Lukaku skoraði úr. Stóð sig ágætlega í seinni hálfleiknum. Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður 5 Fékk boltann óheppilega í sig í fyrsta marki leiksins. Virtist ekki tengja nægilega vel saman við Ara og Hólmar, og naut sín ekki sérlega vel þrátt fyrir að vera í hlutverki sem hann er þaulvanur í Rússlandi. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Komst lítið í takt við leikinn í vængbakvarðarstöðunni, sem þó hefði mátt ætla að hentaði Ara og hans sendingagetu vel. Skilaði varnarvinnunni ágætlega en Belgar komust betur áleiðis á hægri kantinum. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 7 Harður í návígum, með mikla yfirferð og mjög baráttuglaður sem fyrr en hefði stundum mátt staðsetja sig betur og binda varnarleikinn betur saman. Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 6 Eldfljótur að hugsa og átti magnaða stoðsendingu þegar Ísland jafnaði í 1-1. Tók annars lítinn þátt í spilinu hjá íslenska liðinu en hljóp mikið og sinnti sínu varnarhlutverki. Birkir Bjarnason (Fyrirliði), miðjumaður 6 Hæfilega afslappaður, reyndi alltaf að halda í boltann og koma honum skynsamlega frá sér, og gerði það vel. Minna sjáanlegur í seinni hálfleiknum í sínum þriðja leik á einni viku. Albert Guðmundsson, framherji 6 Óhræddur við að halda boltanum, gerði það mjög vel og skilaði honum oftast vel frá sér. Náði þó lítið að búa til á fremsta þriðjungi vallarins enda fá tækifæri til þess. Jón Daði Böðvarsson, framherji 5 Vinnusamur sem fyrr og tók virkan þátt í varnarleiknum en náði lítið sem ekkert að ógna fram á við. Hraðinn dugði skammt gegn fljótum varnarmönnum Belgíu. Varamenn: Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Rúnar Má Sigurjónsson á 69. mínútu 4 Náði ekki að stimpla sig inn í leikinn að ráði. Hleypti Belgum í hættulegt færi undir lokin. Viðar Örn Kjartansson kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 69. mínútu 5 Sást lítið og náði ekki að nýta þann stutta tíma sem hann fékk í þessari landsleikjatörn. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 82. mínútu - Spilaði of lítið til að fá einkunn. Hjörtur Hermannsson kom inn á fyrir Guðlaug Victor Pálsson á 82. mínútu - Spilaði of lítið til að fá einkunn. Arnór Ingvi Traustason kom inn á fyrir Hörð Björgvin Magnússon á 86. mínútu - Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Twitter eftir tapið: „Ekki í milljón ár var Mignolet líklegur að verja“ Ísland náði ekki að krækja í sitt fyrsta stig í Þjóðadeildinni í kvöld er liðið mætti Belgíu á Laugardalsvelli. 14. október 2020 20:45 Sjáðu mörkin sem Lukaku skoraði í fyrri hálfleik í Laugardalnum Romelu Lukaku heldur áfram að raða inn mörkum á móti íslenska landsliðinu í Laugardalnum. 14. október 2020 19:40 Sjáðu jöfnunarmark „Vindsins“ í Dalnum: Birkir Már getur ekki hætt að skora Birkir Már Sævarsson skoraði sitt annað landsliðsmark í sínum 93. landsleik á móti Belgíu í kvöld. 14. október 2020 19:14 Leik lokið: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða gegn besta landsliði heims Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 21:10 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Twitter eftir tapið: „Ekki í milljón ár var Mignolet líklegur að verja“ Ísland náði ekki að krækja í sitt fyrsta stig í Þjóðadeildinni í kvöld er liðið mætti Belgíu á Laugardalsvelli. 14. október 2020 20:45
Sjáðu mörkin sem Lukaku skoraði í fyrri hálfleik í Laugardalnum Romelu Lukaku heldur áfram að raða inn mörkum á móti íslenska landsliðinu í Laugardalnum. 14. október 2020 19:40
Sjáðu jöfnunarmark „Vindsins“ í Dalnum: Birkir Már getur ekki hætt að skora Birkir Már Sævarsson skoraði sitt annað landsliðsmark í sínum 93. landsleik á móti Belgíu í kvöld. 14. október 2020 19:14
Leik lokið: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða gegn besta landsliði heims Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 21:10