Bara Guðjohnsen feðgarnir og Kári Árna voru eldri en Birkir Már Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2020 09:30 Arnór Guðjohnsen, Birkir Már Sævarsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru þrír af fjórum elstu markaskorurum íslenska landsliðsins frá upphafi. Samsett Það styttist í 36 ára afmælisdaginn hans Birkis Más Sævarssonar en Vindurinn sýndi það á móti toppliði heimslistans í gær að hann hefur ennþá mikið af gefa íslenska landsliðinu. Birkir Már var á skotskónum í 93. landsleiknum sínum og tók með því mikið stökk á einum lista. Birkir Már Sævarsson skoraði mark Íslands í 2-1 tapinu á móti Belgíu og náði hann þar að jafna leikinn. Romelu Lukaku tryggði Belgum hins vegar sigurinn með marki úr vítaspyrnu sem var jafnfram hans annað mark í leiknum. Birkir Már Sævarsson var að skora sitt fyrsta landsliðsmark í rúm fjögur ár eða síðan hann skoraði á móti Liechtenstein 6. júní 2016. Þá var Birkir Már 31 árs, 6 mánaða og 26 daga og var fyrir leikinn í gær fjórtándi elsti markaskorari íslenska landsliðsins frá upphafi. Birkir hoppaði aftur á móti upp um tíu sæti á listanum með markinu sínu á móti Belgum í gær. Hann var 35 ára, 11 mánaða og 3 daga í gær. Klippa: Jöfnunarmark Birkis Más á móti Belgum Það eru aðeins þrír leikmenn sem hafa verið eldri þegar þeir skoruðu fyrir íslenska landsliðið en það eru feðgarnir Eiður Smári Guðjohnsen og Arnór Guðjohnsen og svo Kári Árnason. Eiður Smári Guðjohnsen sló met föður síns þegar hann skoraði sitt næstsíðasta landsliðsmark í 3-0 sigri út í Kasakstan í mars 2015. Arnór hafði sett það þegar hann skoraði í sínum síðasta landsleik í október 1997 en sá leikur var á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum. Metið var áður í eigu manna eins og Ríkharðs Jónssonar, Teits Þórðarsonar og Atla Eðvaldssonar. Líkt og með mörg önnur markamet íslenska landsliðsins þá átti Ríkharður Jónsson metið í margra áratugi. Eiður Smári átti síðan eftir að bæta metið um rúmt ár þegar hann skoraði í fyrrnefndum sigri á Liechtenstein rétt fyrir EM 2016 sem var um leið síðasti heimaleikur íslenska liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck. Kári Árnason komst upp í þriðja sæti listans þegar hann skoraði síðast fyrir landsliðið í 2-2 jafntefli á móti heimsmeisturum Frakka 11. október 2018. Það er ljóst að Kári myndi bæta metið skori hann aftur fyrir íslenska landsliðið. Elstu markaskorarar íslenska landsliðsins frá upphafi: 1. Eiður Smári Guðjohnsen 37 ára, 8 mánaða og 22 daga (2016) 2. Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) 3. Kári Árnason 35 ára, 11 mánaða og 28 daga (2018) 4. Birkir Már Sævarsson 35 ára, 11 mánaða og 3 daga (2020) 5. Tryggvi Guðmundsson 33 ára, 7 mánaða og 16 daga (2008) 6. Atli Eðvaldsson 33 ára. 6 mánaða og 2 daga (1990) 7. Teitur Þórðarson 33 ára, 4 mánaða og 29 daga (1985) 8. Heiðar Helguson 33 ára, 1 mánaða og 20 daga (2010) 9. Eyjólfur Sverrisson 33 ára og 29 daga (2001) 10. Ragnar Sigurðsson 32 ára, 11 mánaða og 23 daga (2019) Þjóðadeild UEFA Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjá meira
Það styttist í 36 ára afmælisdaginn hans Birkis Más Sævarssonar en Vindurinn sýndi það á móti toppliði heimslistans í gær að hann hefur ennþá mikið af gefa íslenska landsliðinu. Birkir Már var á skotskónum í 93. landsleiknum sínum og tók með því mikið stökk á einum lista. Birkir Már Sævarsson skoraði mark Íslands í 2-1 tapinu á móti Belgíu og náði hann þar að jafna leikinn. Romelu Lukaku tryggði Belgum hins vegar sigurinn með marki úr vítaspyrnu sem var jafnfram hans annað mark í leiknum. Birkir Már Sævarsson var að skora sitt fyrsta landsliðsmark í rúm fjögur ár eða síðan hann skoraði á móti Liechtenstein 6. júní 2016. Þá var Birkir Már 31 árs, 6 mánaða og 26 daga og var fyrir leikinn í gær fjórtándi elsti markaskorari íslenska landsliðsins frá upphafi. Birkir hoppaði aftur á móti upp um tíu sæti á listanum með markinu sínu á móti Belgum í gær. Hann var 35 ára, 11 mánaða og 3 daga í gær. Klippa: Jöfnunarmark Birkis Más á móti Belgum Það eru aðeins þrír leikmenn sem hafa verið eldri þegar þeir skoruðu fyrir íslenska landsliðið en það eru feðgarnir Eiður Smári Guðjohnsen og Arnór Guðjohnsen og svo Kári Árnason. Eiður Smári Guðjohnsen sló met föður síns þegar hann skoraði sitt næstsíðasta landsliðsmark í 3-0 sigri út í Kasakstan í mars 2015. Arnór hafði sett það þegar hann skoraði í sínum síðasta landsleik í október 1997 en sá leikur var á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum. Metið var áður í eigu manna eins og Ríkharðs Jónssonar, Teits Þórðarsonar og Atla Eðvaldssonar. Líkt og með mörg önnur markamet íslenska landsliðsins þá átti Ríkharður Jónsson metið í margra áratugi. Eiður Smári átti síðan eftir að bæta metið um rúmt ár þegar hann skoraði í fyrrnefndum sigri á Liechtenstein rétt fyrir EM 2016 sem var um leið síðasti heimaleikur íslenska liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck. Kári Árnason komst upp í þriðja sæti listans þegar hann skoraði síðast fyrir landsliðið í 2-2 jafntefli á móti heimsmeisturum Frakka 11. október 2018. Það er ljóst að Kári myndi bæta metið skori hann aftur fyrir íslenska landsliðið. Elstu markaskorarar íslenska landsliðsins frá upphafi: 1. Eiður Smári Guðjohnsen 37 ára, 8 mánaða og 22 daga (2016) 2. Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) 3. Kári Árnason 35 ára, 11 mánaða og 28 daga (2018) 4. Birkir Már Sævarsson 35 ára, 11 mánaða og 3 daga (2020) 5. Tryggvi Guðmundsson 33 ára, 7 mánaða og 16 daga (2008) 6. Atli Eðvaldsson 33 ára. 6 mánaða og 2 daga (1990) 7. Teitur Þórðarson 33 ára, 4 mánaða og 29 daga (1985) 8. Heiðar Helguson 33 ára, 1 mánaða og 20 daga (2010) 9. Eyjólfur Sverrisson 33 ára og 29 daga (2001) 10. Ragnar Sigurðsson 32 ára, 11 mánaða og 23 daga (2019)
Elstu markaskorarar íslenska landsliðsins frá upphafi: 1. Eiður Smári Guðjohnsen 37 ára, 8 mánaða og 22 daga (2016) 2. Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) 3. Kári Árnason 35 ára, 11 mánaða og 28 daga (2018) 4. Birkir Már Sævarsson 35 ára, 11 mánaða og 3 daga (2020) 5. Tryggvi Guðmundsson 33 ára, 7 mánaða og 16 daga (2008) 6. Atli Eðvaldsson 33 ára. 6 mánaða og 2 daga (1990) 7. Teitur Þórðarson 33 ára, 4 mánaða og 29 daga (1985) 8. Heiðar Helguson 33 ára, 1 mánaða og 20 daga (2010) 9. Eyjólfur Sverrisson 33 ára og 29 daga (2001) 10. Ragnar Sigurðsson 32 ára, 11 mánaða og 23 daga (2019)
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjá meira