„Þetta hefur verið áhugaverður sólarhringur hjá honum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2020 12:11 Arnar Þór Viðarsson fylgist með leiknum í gær en við hlið hans eru aðstoðarþjálfarinn Davíð Snorri Jónsson og sjúkraþjálfarinn Ásta Árnadóttir. Vísir/Vilhelm Davíð Þór Viðarsson var sérfræðingur í útsendingu Stöð 2 Sport frá leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni í gær en málin þróuðust óvænt þannig að eldri bróðir hans, Arnar Þór Viðarsson, stýrði íslenska liðinu í leiknum. Allt starfslið A-landsliðs karla þurfti að fara í sóttkví daginn fyrir leikinn og Arnar Þór, þjálfari 21 árs landsliðsins og yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, fékk útkall heiman frá Íslandi þegar hann var staddur erlendis í keppnisferð með 21 árs landsliðinu. Arnar Þór Viðarsson hafði daginn áður stýrt íslenska 21 árs landsliðinu til sigurs á Lúxemborg á útivelli en þurfti síðan að koma sér aftur heim til Íslands í tíma fyrir leikinn í gær. Kjartan Atli Kjartansson spurði Davíð Þór út í ævintýri bróður hans eftir leikinn. Klippa: Davíð Þór um ferðalag bróður síns heim til Íslands „Þetta er búinn að vera heljarinnar sólarhringur hjá bróður þínum Davíð. Hann var í Lúxemborg í gær en hvernig var síðan ferðalagið,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson og Davíð Þór Viðarsson fékk orðið. „Ég held að það hafi verið þannig að hann var í Lúxemborg. Svo þegar það var ákveðið að hann færi heim til að stýra þessum leik þá held ég að hann hafi keyrt heim til sín til Lokeren. Það var stutt stopp þar eftir einn og hálfan tíma í akstri,“ sagði Davíð Þór Viðarsson og hélt áfram: „Svo tók bara við fimm til sex tíma keyrsla til Luton yfir nóttina. Svo var bara flug frá Luton til Íslands klukkan sex um morguninn. Þetta hefur verið áhugaverður sólarhringur hjá honum svo ekki sé meira sagt,“ sagði Davíð Þór. „Ég efast ekki um annað en að hann eigi eftir að horfa til baka til þessa sem skemmtilegs móments á sínum þjálfaraferli,“ sagði Bjarni Guðjónsson sem var hinn sérfræðingur Stöð 2 Sport á leiknum. Hér fyrir ofan má sjá spjallið um ferðalagið en hér fyrir neðan er síðan viðtalið við Arnar Þór sem Henry Birgir Gunnarsson tók eftir leikinn. Klippa: Viðtal við Arnar Þór Það eru um 700 kílómetrar í akstri frá Esch-sur-Alzette í Lúxemborg þar sem 21 árs landsleikurinn fór fram og til flugvallarins til Luton með viðkomu í Lokeren. Það má sjá keyrslu Arnars hér á þessu Google korti hér fyrir neðan. Kort af keyrslu Arnars Þórs Viðarssonar samkvæmt lýsingu bróður hans.Google Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða en Ísland er fallið Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 21:10 Þetta er ákveðin reynsla sem við setjum í bakpokann Arnar Þór Viðarsson var aðalþjálfari íslenska landsliðsins er liðið tapaði 2-1 fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann var nokkuð sáttur með frammistöðu kvöldsins gegn liðinu sem trónir á toppi heimslista FIFA. Hann hefði þó viljað sjá liðið jafna metin undir lok leiks. 14. október 2020 21:15 Twitter eftir tapið: „Ekki í milljón ár var Mignolet líklegur að verja“ Ísland náði ekki að krækja í sitt fyrsta stig í Þjóðadeildinni í kvöld er liðið mætti Belgíu á Laugardalsvelli. 14. október 2020 20:45 Birkir Már áfram í markagírnum: Því miður eru engir leikir fram undan Birkir Már Sævarsson gerir ekki kröfu um að fá að byrja Ungverjaleikinn en er klár í að hjálpa Guðlaugi Victori Pálssyni og setja smá pressu á hann líka. 14. október 2020 21:29 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira
Davíð Þór Viðarsson var sérfræðingur í útsendingu Stöð 2 Sport frá leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni í gær en málin þróuðust óvænt þannig að eldri bróðir hans, Arnar Þór Viðarsson, stýrði íslenska liðinu í leiknum. Allt starfslið A-landsliðs karla þurfti að fara í sóttkví daginn fyrir leikinn og Arnar Þór, þjálfari 21 árs landsliðsins og yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, fékk útkall heiman frá Íslandi þegar hann var staddur erlendis í keppnisferð með 21 árs landsliðinu. Arnar Þór Viðarsson hafði daginn áður stýrt íslenska 21 árs landsliðinu til sigurs á Lúxemborg á útivelli en þurfti síðan að koma sér aftur heim til Íslands í tíma fyrir leikinn í gær. Kjartan Atli Kjartansson spurði Davíð Þór út í ævintýri bróður hans eftir leikinn. Klippa: Davíð Þór um ferðalag bróður síns heim til Íslands „Þetta er búinn að vera heljarinnar sólarhringur hjá bróður þínum Davíð. Hann var í Lúxemborg í gær en hvernig var síðan ferðalagið,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson og Davíð Þór Viðarsson fékk orðið. „Ég held að það hafi verið þannig að hann var í Lúxemborg. Svo þegar það var ákveðið að hann færi heim til að stýra þessum leik þá held ég að hann hafi keyrt heim til sín til Lokeren. Það var stutt stopp þar eftir einn og hálfan tíma í akstri,“ sagði Davíð Þór Viðarsson og hélt áfram: „Svo tók bara við fimm til sex tíma keyrsla til Luton yfir nóttina. Svo var bara flug frá Luton til Íslands klukkan sex um morguninn. Þetta hefur verið áhugaverður sólarhringur hjá honum svo ekki sé meira sagt,“ sagði Davíð Þór. „Ég efast ekki um annað en að hann eigi eftir að horfa til baka til þessa sem skemmtilegs móments á sínum þjálfaraferli,“ sagði Bjarni Guðjónsson sem var hinn sérfræðingur Stöð 2 Sport á leiknum. Hér fyrir ofan má sjá spjallið um ferðalagið en hér fyrir neðan er síðan viðtalið við Arnar Þór sem Henry Birgir Gunnarsson tók eftir leikinn. Klippa: Viðtal við Arnar Þór Það eru um 700 kílómetrar í akstri frá Esch-sur-Alzette í Lúxemborg þar sem 21 árs landsleikurinn fór fram og til flugvallarins til Luton með viðkomu í Lokeren. Það má sjá keyrslu Arnars hér á þessu Google korti hér fyrir neðan. Kort af keyrslu Arnars Þórs Viðarssonar samkvæmt lýsingu bróður hans.Google
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða en Ísland er fallið Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 21:10 Þetta er ákveðin reynsla sem við setjum í bakpokann Arnar Þór Viðarsson var aðalþjálfari íslenska landsliðsins er liðið tapaði 2-1 fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann var nokkuð sáttur með frammistöðu kvöldsins gegn liðinu sem trónir á toppi heimslista FIFA. Hann hefði þó viljað sjá liðið jafna metin undir lok leiks. 14. október 2020 21:15 Twitter eftir tapið: „Ekki í milljón ár var Mignolet líklegur að verja“ Ísland náði ekki að krækja í sitt fyrsta stig í Þjóðadeildinni í kvöld er liðið mætti Belgíu á Laugardalsvelli. 14. október 2020 20:45 Birkir Már áfram í markagírnum: Því miður eru engir leikir fram undan Birkir Már Sævarsson gerir ekki kröfu um að fá að byrja Ungverjaleikinn en er klár í að hjálpa Guðlaugi Victori Pálssyni og setja smá pressu á hann líka. 14. október 2020 21:29 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða en Ísland er fallið Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 21:10
Þetta er ákveðin reynsla sem við setjum í bakpokann Arnar Þór Viðarsson var aðalþjálfari íslenska landsliðsins er liðið tapaði 2-1 fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann var nokkuð sáttur með frammistöðu kvöldsins gegn liðinu sem trónir á toppi heimslista FIFA. Hann hefði þó viljað sjá liðið jafna metin undir lok leiks. 14. október 2020 21:15
Twitter eftir tapið: „Ekki í milljón ár var Mignolet líklegur að verja“ Ísland náði ekki að krækja í sitt fyrsta stig í Þjóðadeildinni í kvöld er liðið mætti Belgíu á Laugardalsvelli. 14. október 2020 20:45
Birkir Már áfram í markagírnum: Því miður eru engir leikir fram undan Birkir Már Sævarsson gerir ekki kröfu um að fá að byrja Ungverjaleikinn en er klár í að hjálpa Guðlaugi Victori Pálssyni og setja smá pressu á hann líka. 14. október 2020 21:29