Albert í hlutverki Gylfa og fékk hrós frá sérfræðingunum: Látið Albert fá boltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2020 14:01 Albert Guðmundsson á ferðinni í leiknum á móti Belgíu í gær. Vísir/Vilhelm Albert Guðmundsson fékk stórt hlutverk í íslenska landsliðinu í leiknum á móti Belgíu og hann fékk líka mikið hrós eftir leikinn frá þeim Bjarna Guðjónssyni og Davíð Þór Viðarssyni. Í uppgjöri á leik Íslands og Belgíu á Stöð 2 Sport þá fóru þeir Bjarni og Davíð Þór vel yfir frammistöðu Alberts í leiknum og hvað hann gerði vel. „Hann var frábær og ég hefði bara viljað fá meira af honum á boltanum. Miðað við það hvernig leikurinn þróaðist þá hefði Albert átt að fá meira af boltanum á síðasta þriðjungum. Skilaboðin í hálfleik áttu að vera látið Albert fá boltann á síðasta þriðjungnum,“ sagði Bjarni Guðjónsson og hélt áfram: „Hann er klókur og kemur líkamanum á milli boltans og varnarmannsins sem er á móti honum. Hann hélt boltanum vel og hér hleypur hann aftur fyrir vörnina og skynjar plássið sem var var fyrir aftan. Albert leysir ofboðslega vel úr þeim stöðum sem hann fær,“ sagði Bjarni en um leið voru sýndar sóknir þar sem Albert var að gera mjög góða hluti. „Það er svo gott fyrir okkur að geta fundið mann í fæturna og spilað aðeins boltanum. Hann má vera mjög ánægður með leikinn sinn því hann lagði sig líka fram varnarlega og hljóp og barðist með liðsfélögunum sínum,“ sagði Bjarni. „Það má að einhverju leyti segja það að hann hafi komið inn í það hlutverk sem Gylfi Sigurðsson er með hjá þessu landsliði. Hann skilar því mjög vel í þessum leik eins og við erum búnir að vera að tala um. Ég kallaði eftir því fyrir leikinn að hann myndi sýna alvöru frammistöðu til að sýna að hann ætti heima þarna. Hann gerði það klárlega,“ sagði Davíð Þór en bætti við: „Í framhaldinu vildi maður sjá hann verða ennþá hættulegri og að hann gæti oftar komið sér í stöður þar sem hann gæti látið vaða á markið eða búið til eitthvað meira. Út á vellinum var hann bara frábær og sá leikmaður sem heillaði mig mest,“ sagði Davíð Þór Viðarsson um Albert Guðmundsson. Hér fyrir neðan má sjá sérfræðingana tala um frammistöðu Alberts Guðmundssonar á móti Belgum. Klippa: Sérfræðingarnir ánægðir með Albert Guðmundsson Þjóðadeild UEFA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Albert Guðmundsson fékk stórt hlutverk í íslenska landsliðinu í leiknum á móti Belgíu og hann fékk líka mikið hrós eftir leikinn frá þeim Bjarna Guðjónssyni og Davíð Þór Viðarssyni. Í uppgjöri á leik Íslands og Belgíu á Stöð 2 Sport þá fóru þeir Bjarni og Davíð Þór vel yfir frammistöðu Alberts í leiknum og hvað hann gerði vel. „Hann var frábær og ég hefði bara viljað fá meira af honum á boltanum. Miðað við það hvernig leikurinn þróaðist þá hefði Albert átt að fá meira af boltanum á síðasta þriðjungum. Skilaboðin í hálfleik áttu að vera látið Albert fá boltann á síðasta þriðjungnum,“ sagði Bjarni Guðjónsson og hélt áfram: „Hann er klókur og kemur líkamanum á milli boltans og varnarmannsins sem er á móti honum. Hann hélt boltanum vel og hér hleypur hann aftur fyrir vörnina og skynjar plássið sem var var fyrir aftan. Albert leysir ofboðslega vel úr þeim stöðum sem hann fær,“ sagði Bjarni en um leið voru sýndar sóknir þar sem Albert var að gera mjög góða hluti. „Það er svo gott fyrir okkur að geta fundið mann í fæturna og spilað aðeins boltanum. Hann má vera mjög ánægður með leikinn sinn því hann lagði sig líka fram varnarlega og hljóp og barðist með liðsfélögunum sínum,“ sagði Bjarni. „Það má að einhverju leyti segja það að hann hafi komið inn í það hlutverk sem Gylfi Sigurðsson er með hjá þessu landsliði. Hann skilar því mjög vel í þessum leik eins og við erum búnir að vera að tala um. Ég kallaði eftir því fyrir leikinn að hann myndi sýna alvöru frammistöðu til að sýna að hann ætti heima þarna. Hann gerði það klárlega,“ sagði Davíð Þór en bætti við: „Í framhaldinu vildi maður sjá hann verða ennþá hættulegri og að hann gæti oftar komið sér í stöður þar sem hann gæti látið vaða á markið eða búið til eitthvað meira. Út á vellinum var hann bara frábær og sá leikmaður sem heillaði mig mest,“ sagði Davíð Þór Viðarsson um Albert Guðmundsson. Hér fyrir neðan má sjá sérfræðingana tala um frammistöðu Alberts Guðmundssonar á móti Belgum. Klippa: Sérfræðingarnir ánægðir með Albert Guðmundsson
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira