Innlent

Stór hópur greindist með veiruna eftir ferðalag erlendis

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ferðalangar sem koma til Íslands í gegnum Keflavíkurflugvöll eru skimaðir fyrir veirunni. 
Ferðalangar sem koma til Íslands í gegnum Keflavíkurflugvöll eru skimaðir fyrir veirunni.  Vísir/vilhelm

Stór hópur ferðalanga, sem búsettir eru hér á landi, greindist með kórónuveiruna á landamærum í gær. Beðið er eftir mótefnamælingu hjá fólkinu en alls greindust átján með veiruna við landamæraskimun, sem eru óvenjumargir. 

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 

Hópurinn var að koma heim til Íslands eftir að hafa verið á ferðalagi erlendis. Með mótefnamælingu fæst úr því skorið hvort um gamalt eða nýtt smit sé að ræða. Þá kunni smitrakning að leiða í ljós fleiri sem hafi smitast, að sögn Þórólfs.

Óvenjumargir greindust á landamærunum í gær en síðustu vikur hafa smitin yfirleitt verið teljandi á fingrum annarrar handar. Þórólfur sagði þessa aukningu ef til vill vísbendingu um vöxt faraldursins erlendis, sem sýni jafnframt fram á mikilvægi skimunar á landamærum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×