Opna rafræna allsherjargátt vegna ofbeldis Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2020 12:21 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Sameiginleg rafræn gátt fyrir þolendur, gerendur og aðstandendur ofbeldis var formlega tekin í notkun í dag. Vef 112 hefur þar með verið breytt í allsherjar upplýsingatorg um allt sem viðkemur ofbeldi. Ríkislögreglustjóri sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að aukin hætta væri á ofbeldi á tímum áfalla líkt og í kórónuveirufaraldrinum nú. Þá verður einnig opnað á beint samtal við neyðarverði í netspjalli 112. Með þessu er leitast við að einfalda ferli við að leita sér aðstoðar og bjóða upp á úrræði til lausnar. Rafræna gáttin er ein af megintillögunum sem aðgerðateymi gegn ofbeldi, skipað af félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra, setti fram. Teymið var skipað til að stýra og samræma aðgerðir gegn ofbeldi á tímum efnahagsþrenginga og áfalla. Teyminu er stýrt af Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og Eygló Harðardóttur. Jafnframt hefur Neyðarlínunni verið falið að skipuleggja vitundarvakningu um ofbeldi í samfélaginu þar sem fólk er hvatt til að segja frá ofbeldi og leita aðstoðar hjá 112. Verkefninu var hrundið af stað fyrir tíu vikum og mun þróun gáttarinnar halda áfram. Bætt verður við greiningartóli sem hjálpar fólki að átta sig á hvort um ofbeldi sé að ræða og það leitt beint að viðeigandi úrræðum. Unnið er að því að þýða síðuna á ensku og pólsku. Haft er eftir Þórhalli Ólafssyni framkvæmdarstjóra Neyðarlínunnar í tilkynningu að einnig verði þróað áfram döff-smáforrit 112, þannig að 112 verði sem aðgengilegust öllum. Sigríður Björk sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að aukin hætta væri á ofbeldi á tímum áfalla líkt og í kórónuveirufaraldrinum nú. Tilkynningum til barnaverndar hafi fjölgað um 15% og tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgað um 14%, samanborið við meðaltal ársins 2019. Hún sagði að það gætu verið þung skref að leita sér hjálpar vegna heimilisofbeldis. Margir veigri sér við að hringja í 112 nema vegna mikils líkamslegs skaða, sem þó væri bara ein birting ofbeldisins. „Sumir þora ekki að leita sér aðstoðar vegna sinna aðstæðna og enn aðrir telja það kannski of seint að komast út úr aðstæðum sem þeir hafa verið í í mörg ár. Og í þessu sambandi má rifja upp þessi alvarlegu mál sem komu upp á fyrri hluta þessa árs,“ sagði Sigríður Björk, og vísaði þar til tveggja mála þar sem konum var ráðinn bani á heimili sínu, annarri í Sandgerði og hinni í Hafnarfirði. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Sameiginleg rafræn gátt fyrir þolendur, gerendur og aðstandendur ofbeldis var formlega tekin í notkun í dag. Vef 112 hefur þar með verið breytt í allsherjar upplýsingatorg um allt sem viðkemur ofbeldi. Ríkislögreglustjóri sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að aukin hætta væri á ofbeldi á tímum áfalla líkt og í kórónuveirufaraldrinum nú. Þá verður einnig opnað á beint samtal við neyðarverði í netspjalli 112. Með þessu er leitast við að einfalda ferli við að leita sér aðstoðar og bjóða upp á úrræði til lausnar. Rafræna gáttin er ein af megintillögunum sem aðgerðateymi gegn ofbeldi, skipað af félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra, setti fram. Teymið var skipað til að stýra og samræma aðgerðir gegn ofbeldi á tímum efnahagsþrenginga og áfalla. Teyminu er stýrt af Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og Eygló Harðardóttur. Jafnframt hefur Neyðarlínunni verið falið að skipuleggja vitundarvakningu um ofbeldi í samfélaginu þar sem fólk er hvatt til að segja frá ofbeldi og leita aðstoðar hjá 112. Verkefninu var hrundið af stað fyrir tíu vikum og mun þróun gáttarinnar halda áfram. Bætt verður við greiningartóli sem hjálpar fólki að átta sig á hvort um ofbeldi sé að ræða og það leitt beint að viðeigandi úrræðum. Unnið er að því að þýða síðuna á ensku og pólsku. Haft er eftir Þórhalli Ólafssyni framkvæmdarstjóra Neyðarlínunnar í tilkynningu að einnig verði þróað áfram döff-smáforrit 112, þannig að 112 verði sem aðgengilegust öllum. Sigríður Björk sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að aukin hætta væri á ofbeldi á tímum áfalla líkt og í kórónuveirufaraldrinum nú. Tilkynningum til barnaverndar hafi fjölgað um 15% og tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgað um 14%, samanborið við meðaltal ársins 2019. Hún sagði að það gætu verið þung skref að leita sér hjálpar vegna heimilisofbeldis. Margir veigri sér við að hringja í 112 nema vegna mikils líkamslegs skaða, sem þó væri bara ein birting ofbeldisins. „Sumir þora ekki að leita sér aðstoðar vegna sinna aðstæðna og enn aðrir telja það kannski of seint að komast út úr aðstæðum sem þeir hafa verið í í mörg ár. Og í þessu sambandi má rifja upp þessi alvarlegu mál sem komu upp á fyrri hluta þessa árs,“ sagði Sigríður Björk, og vísaði þar til tveggja mála þar sem konum var ráðinn bani á heimili sínu, annarri í Sandgerði og hinni í Hafnarfirði.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira