Missti föður sinn átta ára sem markaði líf hans: „Dauðinn var orðinn þægileg tilhugsun“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2020 07:00 Vinirnir Snæbjörn og Flosi ræddu saman í yfir fjórar klukkustundir. Flosi Þorgeirsson er gítarleikari í hljómsveitinni HAM, sagnfræðingur að mennt, faðir, leiðsögumaður, rokkstjarna og annar af stjórnendum hlaðvarpsþáttar sem kallast Draugar fortíðar. Hann settist niður með Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og þeir ræddu saman í fjórar klukkustundir. Flosi hefur merkilega sögu að segja en faðir hans lést af slysförum þegar Flosi var 8 ára gamall sem markaði líf hans allt. Hann berst daglega við kvíða og þunglyndi en heldur því í skefjum með skynsemi og aðferðum sem hann hefur lært á lífsleiðinni. Faðir Flosa starfaði á gröfu og þegar sá stuttu var átta ára gamall kvaddi hann pabba sinn í vinnunni, hann ætlaði að fá að vinna örlítið lengur. Allt breyttist Stuttu síðar lenti hann í hruni og dó. Atvik sem átti eftir að hafa áhrif á Flosa alla ævi en hann áttaði sig á því um þrítugt að hann væri bæði þunglyndur og mikill kvíðasjúklingur. Snæbjörn og Flosi eru góðir vinir og rifja þeir upp söguna þegar Snæbjörn skutlaði honum á geðdeild fyrir nokkrum árum. Flosi segist hafa verið kominn gjörsamlega á botninn og á barmi sjálfsmorðs. Snæbjörn skutlaði vini sínum frá Húsavík til Akureyrar á geðdeild á þessum tíma. „Kærastan var þarna búin að gefast upp á mér. Ég var ofboðslega kvíðinn og þunglyndur og vildi bara alltaf vera að drekka og hanga í tölvunni,“ segir Flosi og heldur áfram. „Það nennir enginn til lengdar að vera með þannig manneskju. Mér fannst þetta alveg frábær manneskja en þessi tilfinning og þetta þunglyndi er sterkara en allt. Hún fékk nóg og þá var ég allt í einu aleinn og ofboðslega berskjaldaður, því ég hafði alltaf leitað að einhverjum til að hengja mig á, alveg síðan að ég var barn.“ Hann segist alltaf hafa leitað í akkeri og stöðugleika. Skar sig til að minnka sársaukann „Svona sambönd gengu aldrei neitt hjá mér og ég var bara alltaf mjög dofinn og leiðinlegur. Þarna var ég einn á Húsavík og fór þá að drekka miklu meira. Ég hafði samband við lækninn minn og sagðist vera ógeðslega þunglyndur og að drepast úr kvíða. Þá fékk ég róandi efni uppáskrifuð og drakk síðan bjór með því. Svo hitti ég einhverja vafasama menn sem gátu skaffað mér amfetamíni á Húsavík,“ segir Flosi en þetta er árið 2009. „Þarna voru sjálfsvígshugsanirnar orðnar rosalegar og ég var alltaf að hugsa um dauðann. Ég var farinn að fantasera hvort ég gæti ekki sviðsett dauðann einhvern veginn eins og að detta í klettum, svo þetta gæti litið út eins og slys. Dauðinn var orðin þægileg tilhugsun og var að hlakka til að hann kæmi. Tilhugsunin um börnin mín stöðvaði mig alltaf,“ segir Flosi sem varð á þessum tímapunkti að komast inn á geðdeild. Snæbjörn fékk símtal frá honum og mætti í kjölfarið til hans. „Ég brást þér síðan. Þú varst búinn að eyða tíma og peningum í bensín til að koma mér til Akureyrar en þegar ég mætti vildi ég ekki leggjast inn og við fórum þá til baka. Tveimur dögum hringi ég síðan aftur í þig því mér leið bara hræðilega og þá gaf ég mig alveg og gekk inn á geðdeild,“ segir Flosi sem var þarna farinn að skera sig allan. Flosi lagðist inn á geðdeild og hefur líf verið betra síðan. Hér að neðan má hlusta á samtalið í heild sinni. Tímamót Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Sjá meira
Flosi Þorgeirsson er gítarleikari í hljómsveitinni HAM, sagnfræðingur að mennt, faðir, leiðsögumaður, rokkstjarna og annar af stjórnendum hlaðvarpsþáttar sem kallast Draugar fortíðar. Hann settist niður með Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og þeir ræddu saman í fjórar klukkustundir. Flosi hefur merkilega sögu að segja en faðir hans lést af slysförum þegar Flosi var 8 ára gamall sem markaði líf hans allt. Hann berst daglega við kvíða og þunglyndi en heldur því í skefjum með skynsemi og aðferðum sem hann hefur lært á lífsleiðinni. Faðir Flosa starfaði á gröfu og þegar sá stuttu var átta ára gamall kvaddi hann pabba sinn í vinnunni, hann ætlaði að fá að vinna örlítið lengur. Allt breyttist Stuttu síðar lenti hann í hruni og dó. Atvik sem átti eftir að hafa áhrif á Flosa alla ævi en hann áttaði sig á því um þrítugt að hann væri bæði þunglyndur og mikill kvíðasjúklingur. Snæbjörn og Flosi eru góðir vinir og rifja þeir upp söguna þegar Snæbjörn skutlaði honum á geðdeild fyrir nokkrum árum. Flosi segist hafa verið kominn gjörsamlega á botninn og á barmi sjálfsmorðs. Snæbjörn skutlaði vini sínum frá Húsavík til Akureyrar á geðdeild á þessum tíma. „Kærastan var þarna búin að gefast upp á mér. Ég var ofboðslega kvíðinn og þunglyndur og vildi bara alltaf vera að drekka og hanga í tölvunni,“ segir Flosi og heldur áfram. „Það nennir enginn til lengdar að vera með þannig manneskju. Mér fannst þetta alveg frábær manneskja en þessi tilfinning og þetta þunglyndi er sterkara en allt. Hún fékk nóg og þá var ég allt í einu aleinn og ofboðslega berskjaldaður, því ég hafði alltaf leitað að einhverjum til að hengja mig á, alveg síðan að ég var barn.“ Hann segist alltaf hafa leitað í akkeri og stöðugleika. Skar sig til að minnka sársaukann „Svona sambönd gengu aldrei neitt hjá mér og ég var bara alltaf mjög dofinn og leiðinlegur. Þarna var ég einn á Húsavík og fór þá að drekka miklu meira. Ég hafði samband við lækninn minn og sagðist vera ógeðslega þunglyndur og að drepast úr kvíða. Þá fékk ég róandi efni uppáskrifuð og drakk síðan bjór með því. Svo hitti ég einhverja vafasama menn sem gátu skaffað mér amfetamíni á Húsavík,“ segir Flosi en þetta er árið 2009. „Þarna voru sjálfsvígshugsanirnar orðnar rosalegar og ég var alltaf að hugsa um dauðann. Ég var farinn að fantasera hvort ég gæti ekki sviðsett dauðann einhvern veginn eins og að detta í klettum, svo þetta gæti litið út eins og slys. Dauðinn var orðin þægileg tilhugsun og var að hlakka til að hann kæmi. Tilhugsunin um börnin mín stöðvaði mig alltaf,“ segir Flosi sem varð á þessum tímapunkti að komast inn á geðdeild. Snæbjörn fékk símtal frá honum og mætti í kjölfarið til hans. „Ég brást þér síðan. Þú varst búinn að eyða tíma og peningum í bensín til að koma mér til Akureyrar en þegar ég mætti vildi ég ekki leggjast inn og við fórum þá til baka. Tveimur dögum hringi ég síðan aftur í þig því mér leið bara hræðilega og þá gaf ég mig alveg og gekk inn á geðdeild,“ segir Flosi sem var þarna farinn að skera sig allan. Flosi lagðist inn á geðdeild og hefur líf verið betra síðan. Hér að neðan má hlusta á samtalið í heild sinni.
Tímamót Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Sjá meira