Efling nefnir fyrirtæki á svörtum lista sínum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. október 2020 11:39 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Hún átti í töluverðum útistöðum við Árna Val Sólonsson hótelstjóra þegar á verkfalli félagsmanna Eflingar stóð í fyrra. Árni Valur segir fyrirtæki sitt komið í gjaldþrot en að fólk fái launin sín á endanum. Vísir/Vilhelm 23 starfsmenn Bryggjunnar brugghúss eiga inni laun hjá fyrirtækinu sem farið er í þrot. Sömu sögu er að segja um ellefu starfsmenn City Park Hotels og þrettán starfsmenn Messans en fyrirtækin eru einnig farin í þrot. Þetta kemur fram í nýrri ársfjórðungsskýrslu Eflingar sem stéttarfélagið birtir á vef sínum. Eigandi City Park Hotels segir að fólkið fái launin sín þótt það taki tíma. Til þess greiði fyrirtæki í tryggingarsjóð launa. Rektrarfélag Bryggjunnar brugghús var úrskurðað gjaldþrota í apríl. Um var að ræða veitingastað á Grandanum í vesturbæ Reykjavíkur sem sérhæfði sig í bjór. Engar eignir fundust í þrotabúinu en gjaldþrotaskiptum lauk í júlí. Sólveig Anna Jónsdóttir.Vísir/Vilhelm Árni Valur Sólonsson, sem rak City Park Hotel í Ármúla og Capital-Inn í Suðurhlíð, segir rekstrarfélagið hafa farið í þrot vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég veit ekki til hvers er verið að birta þetta,“ segir Árni Valur. Launakröfurnar hafi komið í kjölfar gjaldþrotsins en fólkið fái launin sín greidd. „Til þess er tryggingarsjóður launa. Fólk fær þetta greitt,“ segir Árni Valur. Það taki bara smá tíma. 42 milljóna króna kröfur á þrjú fyrirtæki Samkvæmt gögnum Eflingar nema launakröfur 23 starfsmenna Bryggjunar rúmlega 27 milljónum króna. Ellefu starfsmenn City Park og Capital inn eru með tæplega tíu milljóna króna kröfu samanlagt. Þá eru þrettán launakröfur á veitingastaðinn Messann upp á rúmlega fimm milljónir króna. Stundin hefur fjallað um erfiða stöðu starfsfólks Messans sem barðist fyrir launum sínum. Efling vekur athygli á því að kjaramálasvið Eflingar hafi fengið vitneskju um nokkra rekstraraðila sem hafi farið í gjaldþrot með vangoldin laun en hafið sams konar starfsemi á nýrri kennitölu. „Algengt er að þessir rekstraraðilar ráði aftur til sín starfsmenn úr gjaldþrota fyrirtækjum sínum án þess að hafa gert upp við þá eldri launakröfur. Oft falla launakröfur á Ábyrgðarsjóð launa sem þýðir að langan tíma getur tekið fyrir starfsmenn að innheimta vangoldin laun fyrir störf sín í fyrra fyrirtæki,“ segir á vef Eflingar. Eru veitingastaðurinn Primo í Þingholtsstræti 1 og þrifafyrirtækið Topp þrif nefnd til sögunnar. „Dæmi um þetta er veitingastaðurinn Primo í Þingholtsstræti 1 sem hefur verið skráður hjá fyrirtækjaskrá undir tveimur heitum sem í dag eru gjaldþrota og með útistandandi launakröfur frá Eflingu (Harrow house ehf. kt. 600511-0840 og Ítalskt ehf. kt. 520912-1260). Í dag er veitingastaðurinn í rekstri sömu aðila en á á nýrri kennitölu (Garda ehf. kt. 490720-1460). Annað dæmi er þrifafyrirtækið Topp þrif sem hefur verið skráð undir nöfnunum Tipp Topp þrif ehf. (kt. 430518-1270) og N 32 þrif ehf. (kt. 560519-0600).Í dag er það í rekstri undir heitinu Topp Þrif ehf. (kt. 491219-0840),“ segir á vef Eflingar. Segist ekkert tengjast fyrri rekstraraðilum Vísir hafði samband við Kristján Nóa Sæmundssson sem opnaði á dögunum veitingastaðinn Primo í Þingholtsstræti 1 á þeirri kennitölu sem Efling nefnir á heimasíðu sinni. Kristján Nói segir nýja rekstur sinn ekkert tengjast fyrri aðilum sem hafi verið með veitingarekstur á staðnum, undir sama nafni. Aðspurður segir hann annað starfsfólk vera hjá sér en hafi verið hjá fyrri eigendum. „Við komum inn í þetta í júlí, eftir lokun í vor. Þá var þessu lokið. Við komum inn, höldum merki Primo en þetta eru allt aðrir aðilar og ekkert tengdir okkur.“ Vinnumarkaður Kjaramál Veitingastaðir Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
23 starfsmenn Bryggjunnar brugghúss eiga inni laun hjá fyrirtækinu sem farið er í þrot. Sömu sögu er að segja um ellefu starfsmenn City Park Hotels og þrettán starfsmenn Messans en fyrirtækin eru einnig farin í þrot. Þetta kemur fram í nýrri ársfjórðungsskýrslu Eflingar sem stéttarfélagið birtir á vef sínum. Eigandi City Park Hotels segir að fólkið fái launin sín þótt það taki tíma. Til þess greiði fyrirtæki í tryggingarsjóð launa. Rektrarfélag Bryggjunnar brugghús var úrskurðað gjaldþrota í apríl. Um var að ræða veitingastað á Grandanum í vesturbæ Reykjavíkur sem sérhæfði sig í bjór. Engar eignir fundust í þrotabúinu en gjaldþrotaskiptum lauk í júlí. Sólveig Anna Jónsdóttir.Vísir/Vilhelm Árni Valur Sólonsson, sem rak City Park Hotel í Ármúla og Capital-Inn í Suðurhlíð, segir rekstrarfélagið hafa farið í þrot vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég veit ekki til hvers er verið að birta þetta,“ segir Árni Valur. Launakröfurnar hafi komið í kjölfar gjaldþrotsins en fólkið fái launin sín greidd. „Til þess er tryggingarsjóður launa. Fólk fær þetta greitt,“ segir Árni Valur. Það taki bara smá tíma. 42 milljóna króna kröfur á þrjú fyrirtæki Samkvæmt gögnum Eflingar nema launakröfur 23 starfsmenna Bryggjunar rúmlega 27 milljónum króna. Ellefu starfsmenn City Park og Capital inn eru með tæplega tíu milljóna króna kröfu samanlagt. Þá eru þrettán launakröfur á veitingastaðinn Messann upp á rúmlega fimm milljónir króna. Stundin hefur fjallað um erfiða stöðu starfsfólks Messans sem barðist fyrir launum sínum. Efling vekur athygli á því að kjaramálasvið Eflingar hafi fengið vitneskju um nokkra rekstraraðila sem hafi farið í gjaldþrot með vangoldin laun en hafið sams konar starfsemi á nýrri kennitölu. „Algengt er að þessir rekstraraðilar ráði aftur til sín starfsmenn úr gjaldþrota fyrirtækjum sínum án þess að hafa gert upp við þá eldri launakröfur. Oft falla launakröfur á Ábyrgðarsjóð launa sem þýðir að langan tíma getur tekið fyrir starfsmenn að innheimta vangoldin laun fyrir störf sín í fyrra fyrirtæki,“ segir á vef Eflingar. Eru veitingastaðurinn Primo í Þingholtsstræti 1 og þrifafyrirtækið Topp þrif nefnd til sögunnar. „Dæmi um þetta er veitingastaðurinn Primo í Þingholtsstræti 1 sem hefur verið skráður hjá fyrirtækjaskrá undir tveimur heitum sem í dag eru gjaldþrota og með útistandandi launakröfur frá Eflingu (Harrow house ehf. kt. 600511-0840 og Ítalskt ehf. kt. 520912-1260). Í dag er veitingastaðurinn í rekstri sömu aðila en á á nýrri kennitölu (Garda ehf. kt. 490720-1460). Annað dæmi er þrifafyrirtækið Topp þrif sem hefur verið skráð undir nöfnunum Tipp Topp þrif ehf. (kt. 430518-1270) og N 32 þrif ehf. (kt. 560519-0600).Í dag er það í rekstri undir heitinu Topp Þrif ehf. (kt. 491219-0840),“ segir á vef Eflingar. Segist ekkert tengjast fyrri rekstraraðilum Vísir hafði samband við Kristján Nóa Sæmundssson sem opnaði á dögunum veitingastaðinn Primo í Þingholtsstræti 1 á þeirri kennitölu sem Efling nefnir á heimasíðu sinni. Kristján Nói segir nýja rekstur sinn ekkert tengjast fyrri aðilum sem hafi verið með veitingarekstur á staðnum, undir sama nafni. Aðspurður segir hann annað starfsfólk vera hjá sér en hafi verið hjá fyrri eigendum. „Við komum inn í þetta í júlí, eftir lokun í vor. Þá var þessu lokið. Við komum inn, höldum merki Primo en þetta eru allt aðrir aðilar og ekkert tengdir okkur.“
Vinnumarkaður Kjaramál Veitingastaðir Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira