„Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. október 2020 21:00 Margrét Sigríður Guðmundsdóttir fyrrverandi hágreiðslukona hefur ekki í nein húsnæði að venda eftir að dvöl á Droplaugastöðum lýkur. Vísir/ArnarHalldórs Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. Margrét Sigríður Guðmundsdóttir er 57 ára gömul. Hún greindist með taugasjúkdóminn MS árið 2012 og er í dag búin að missa allan mátt í höndum og fótum og þarf að reiða sig á umönnun annarra. Þangað til í janúar bjó hún á heimili sínu ásamt þáverandi eiginmanni og syni og fékk heimaþjónustu frá Kópavogsbæ. Þá veiktist hún og þurfti að leggjast inn á spítala, þegar hún var orðin frísk í lok janúar segir hún að tekin hafi verið ákvörðun án samráðs við hana af sveitarfélaginu og fleirum. „Skilaboð Kópavogsbæjar voru að ekki væri hægt að veita mér áframhaldandi heimaþjónustu og að ég gæti ekki flutt aftur á heimili mitt og mannsins míns. Eftir þennan fund var mér tjáð að ég þyrfti flytja inn á hjúkrunarheimili þar sem ég væri orðin of mikið viðfangsefni og í raun of erfitt verkefni fyrir heimaþjónustu. Ekki væri hægt að bjóða starfsfólki upp á að þjónusta mig allan sólarhringinn,“ segir Margrét. Hún er afar ósátt við þessa afgreiðslu. „Þetta var í raun og veru bara ákveðið fyrir mig, ég varð bara að kyngja þessu. Svo lokast ég náttúrulega bara inni á spítalanum í Covid. Það er verið að sækja um hér og þar á þessum Hrafnistuheimilum en svarið sem kemur er bara alltaf nei og nei, það er höfnun alls staðar,“ segir Margrét. Hún fékk loks vilyrði fyrir að komast í nýtt húsnæði á vegum Hrafnistu en þá kom í ljós að það vantaði fjármagn fyrir þjónustunni við hana. Margrét var því til júlíloka á bráðadeild Landspítalans og lengstum í einangrun vegna Covid-19. Ég var náttúrulega í einangrun í þessu herbergi og þetta er náttúrulega dýrasta úrræði sem til er að liggja þarna sem frískur sjúklingur,“ segir Margrét. Í ágúst komst hún loks í hvíldarinnlögn á Droplaugastaði en henni lýkur eftir mánuð. „Ég á hvergi heima og fer þá bara út á Guð og gaddinn ég veit ekki hvert, kannski leggst ég út á Klambratúni, segir Margrét og kímir. Helst vildi Margrét búa í eigin íbúð og fá þjónustu frá bænum en segir að það sé ekki í boði hjá Kópavogsbæ. „Ég hélt að þetta ár yrði svo dásamlegt en ég labba endalaust á veggi. Ég upplifi eins og öllum sé sama um mig, ég er bara einhver afgangshlutur. Ég er ekkert ein í þessu það er fullt af fólki í minni stöðu,“ segir Margrét að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. Margrét Sigríður Guðmundsdóttir er 57 ára gömul. Hún greindist með taugasjúkdóminn MS árið 2012 og er í dag búin að missa allan mátt í höndum og fótum og þarf að reiða sig á umönnun annarra. Þangað til í janúar bjó hún á heimili sínu ásamt þáverandi eiginmanni og syni og fékk heimaþjónustu frá Kópavogsbæ. Þá veiktist hún og þurfti að leggjast inn á spítala, þegar hún var orðin frísk í lok janúar segir hún að tekin hafi verið ákvörðun án samráðs við hana af sveitarfélaginu og fleirum. „Skilaboð Kópavogsbæjar voru að ekki væri hægt að veita mér áframhaldandi heimaþjónustu og að ég gæti ekki flutt aftur á heimili mitt og mannsins míns. Eftir þennan fund var mér tjáð að ég þyrfti flytja inn á hjúkrunarheimili þar sem ég væri orðin of mikið viðfangsefni og í raun of erfitt verkefni fyrir heimaþjónustu. Ekki væri hægt að bjóða starfsfólki upp á að þjónusta mig allan sólarhringinn,“ segir Margrét. Hún er afar ósátt við þessa afgreiðslu. „Þetta var í raun og veru bara ákveðið fyrir mig, ég varð bara að kyngja þessu. Svo lokast ég náttúrulega bara inni á spítalanum í Covid. Það er verið að sækja um hér og þar á þessum Hrafnistuheimilum en svarið sem kemur er bara alltaf nei og nei, það er höfnun alls staðar,“ segir Margrét. Hún fékk loks vilyrði fyrir að komast í nýtt húsnæði á vegum Hrafnistu en þá kom í ljós að það vantaði fjármagn fyrir þjónustunni við hana. Margrét var því til júlíloka á bráðadeild Landspítalans og lengstum í einangrun vegna Covid-19. Ég var náttúrulega í einangrun í þessu herbergi og þetta er náttúrulega dýrasta úrræði sem til er að liggja þarna sem frískur sjúklingur,“ segir Margrét. Í ágúst komst hún loks í hvíldarinnlögn á Droplaugastaði en henni lýkur eftir mánuð. „Ég á hvergi heima og fer þá bara út á Guð og gaddinn ég veit ekki hvert, kannski leggst ég út á Klambratúni, segir Margrét og kímir. Helst vildi Margrét búa í eigin íbúð og fá þjónustu frá bænum en segir að það sé ekki í boði hjá Kópavogsbæ. „Ég hélt að þetta ár yrði svo dásamlegt en ég labba endalaust á veggi. Ég upplifi eins og öllum sé sama um mig, ég er bara einhver afgangshlutur. Ég er ekkert ein í þessu það er fullt af fólki í minni stöðu,“ segir Margrét að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira