Saka mexíkóska ráðherrann um mútuþægni og stórfellt fíkniefnasmygl Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2020 23:19 Salvador Cienfuegos Zepeda (t.v.) með Enrique Peña Nieto, þáverandi forseta Mexíkó, árið 2016. Cienfuegos er sagður hafa gætt þess að herinn beitti sér ekki gegn fíkniefnagengi sem greiddi honum mútur en beindi þess í stað spjótum sínum að keppinautum þess. AP/Rebecca Blackwell Bandarískir saksóknarar saka fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um að hafa aðstoðað við smygl á þúsundum kílóa af fíkniefnum til Bandaríkjanna gegn mútum. Hann hafi tryggt að herinn beitti sér ekki gegn fíkniefnahring sem greiddi honum á laun og herjaði frekar á keppinauta hans. Salvador Cienfuegos Zepeda, fyrrverandi varnarmálaráðherra og hershöfðingi, var handtekinn í Los Angeles þegar hann kom til Bandaríkjanna í gær. Hann er sagður hafa unnið með H-2-fíkniefnahringnum á meðan hann var ráðherra í ríkisstjórn Enrique Peña Nieto forseta frá 2012 til 2018. Í skjölum sem voru lögð fyrir dómara í Kaliforníu í dag kemur fram að þúsundir símaskilaboða sem voru hleruð sýni að Cienfuegos hafi haldið hlífiskildi yfir glæpagenginu og kynnt leiðtoga þess fyrir öðrum spilltum stjórnmálamönnum, að sögn AP-fréttastofunnar. Cienfuegos hafi einnig varað leiðtoga gengisins við rannsókn bandarískra löggæslustofnana á umsvifum þess sem byggðist meðal annars á uppljóstrurum og vitnum. Það hafi orðið til þess að félagar í genginu hafi verið myrtir vegna þess að leiðtogar þess hafi trúað því ranglega að þeir ynnu með bandarísku lögreglunni. Ákærudómstóll í New York gaf út ákæru á hendur Cienfuegos fyrir aðild að samsæri um dreifingu á heróíni, kókaíni, metamfetamíni og maríjúana. Hann gætti átt yfir höfði sér að minnsta kosti tíu ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Cienfuegos er 72 ára gamall. Saksóknarar krefjast þess að honum verði neitað um lausn gegn tryggingu þar sem mikil hætta sér á að hann flýi landið. Mexíkó Bandaríkin Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Bandarískir saksóknarar saka fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um að hafa aðstoðað við smygl á þúsundum kílóa af fíkniefnum til Bandaríkjanna gegn mútum. Hann hafi tryggt að herinn beitti sér ekki gegn fíkniefnahring sem greiddi honum á laun og herjaði frekar á keppinauta hans. Salvador Cienfuegos Zepeda, fyrrverandi varnarmálaráðherra og hershöfðingi, var handtekinn í Los Angeles þegar hann kom til Bandaríkjanna í gær. Hann er sagður hafa unnið með H-2-fíkniefnahringnum á meðan hann var ráðherra í ríkisstjórn Enrique Peña Nieto forseta frá 2012 til 2018. Í skjölum sem voru lögð fyrir dómara í Kaliforníu í dag kemur fram að þúsundir símaskilaboða sem voru hleruð sýni að Cienfuegos hafi haldið hlífiskildi yfir glæpagenginu og kynnt leiðtoga þess fyrir öðrum spilltum stjórnmálamönnum, að sögn AP-fréttastofunnar. Cienfuegos hafi einnig varað leiðtoga gengisins við rannsókn bandarískra löggæslustofnana á umsvifum þess sem byggðist meðal annars á uppljóstrurum og vitnum. Það hafi orðið til þess að félagar í genginu hafi verið myrtir vegna þess að leiðtogar þess hafi trúað því ranglega að þeir ynnu með bandarísku lögreglunni. Ákærudómstóll í New York gaf út ákæru á hendur Cienfuegos fyrir aðild að samsæri um dreifingu á heróíni, kókaíni, metamfetamíni og maríjúana. Hann gætti átt yfir höfði sér að minnsta kosti tíu ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Cienfuegos er 72 ára gamall. Saksóknarar krefjast þess að honum verði neitað um lausn gegn tryggingu þar sem mikil hætta sér á að hann flýi landið.
Mexíkó Bandaríkin Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira