Ótæpilegt magn af kaffi og fólk á gangi með ryksugur Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. október 2020 10:00 Kristján Hjálmarsson. Vísir/Vilhelm „Hver veit nema ég haldi samt einhvern tímann sýningu og bjóði þá lattesugunum öllum á opnunina,“ segir Kristján Hjálmarson sem stundar það óvenulega áhugamál að mynda fólk sem gengur um með ryksugur. Sem Kristján segir að fólk geri á ótrúlegustu stöðum. Kristján er framkæmdastjóri H:N Markaðssamskipta. Fyrir skipulagið finnst honum gott að skrifa verkefnin sín niður á blað og forgangsraða þeim. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Á virkum dögum stilli ég klukkuna á sjö og snúsa síðan eins lengi og ég mögulega get. Það er samt í raun algjör óþarfi því yngsti sonur minn, sem er alveg að verða þriggja ára, vekur mig yfirleitt upp úr sjö. Hann hefur ekki mikla þolinmæði fyrir sofandi foreldrum sínum og er fljótur að láta í sér heyra eftir að hann vaknar, það er engin miskun á þeim bænum.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það fyrsta sem ég geri á morgnana er að sækja litla drenginn í rúmið sitt, fara með hann fram og gefa honum að borða. Yfirleitt sýð ég svo egg fyrir mig og eldri drenginn ef hann kemur fram úr á svipuðum tíma. Ég reyni að borða staðgóðan morgunmat því ég á það því miður til að gleyma því að borða hádegismat. Ég drekk svo ótæpilega mikið af alltof sterku kaffi en ég er meðvitaður um það en er að reyna að minnka koffínneysluna. Ég hef lengi gengið með þann draum að vakna snemma á morgnana og gera æfingar eða hugleiða en til að svo megi verða þarf ég víst að fara fyrr í háttinn. Fjölskyldumeðlimir berjast svo um aðgang að hinni takmörkuðu auðlind sem baðherbergið er og yfirleitt verð ég undir í þeim slag. Við feðgar trítlum svo yfir götuna á leikskólann Hlíð, þar sem drengurinn dvelur í góðu yfirlæti hjá Dísu, Lindu og öllu hinu dásamlega starfsfólkinu þar, áður en ég bruna í vinnuna og tekst á við verkefni dagsins.“ Heyrst hefur að þú eigir það til að birta myndir á samfélagsmiðlum af fólki með ryksugur í miðborginni. Getur þú skýrt þetta aðeins út fyrir okkur? „Ég bjó eitt sinn á Vitastíg í miðbæ Reykjavíkur og sá þá mann draga ryksugu á eftir sér, eins og hann væri úti að viðra hana. Mér fannst þetta nokkuð spaugilegt, smellti af honum mynd og í einhverju gríni setti ég hana á samfélagsmiðla með þeim orðum að fólkið í 101 væri svo svalt að það færi ekki út að ganga með hundana sína heldur ryksugurnar og setti myllumerkið #lattesugan101 við. Þetta vakti mikla kátínu meðal vina minna. Svo ótrúlega vildi til að daginn eftir sá ég annan mann koma gangandi niður Skólavörðustíginn með ryksugu í fanginu, eins og hann héldi á smáhundi. Ég stóðst ekki mátið og tók mynd sem ég birti aftur með lattesugu myllumerkinu. Eftir þetta fór ég að sjá fólk á með ryksugur ótrúlegustu stöðum og myndirnar eru nú orðnar fleiri en tuttugu talsins. Ég hef líka fengið fjölda mynda senda frá vinum og ættingjum og það er óhætt að segja að lattesugurnar leynist víða; í kirkjum, strætisvögnum og svo mætti lengi telja. Myndirnar gætu verið mun fleiri en ég hef verið heldur latur við að vinna að þessu „listaverki“ mínu síðustu mánuði, ég tek þetta svona í skorpum. Hver veit nema ég haldi samt einhvern tímann sýningu og bjóði þá lattesugunum öllum á opnunina.“ Fyrsta myndin sem Kristján tók og varð upphafið af #lattesugan101 á samfélagsmiðlum. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Verkefnin hjá okkur á H:N Markaðassamskiptum eru ansi fjölbreytt þessa dagana sem og aðra daga. Við erum svo heppin að fá að vinna með ótrúlegum fjölda ólíkra viðskiptavina, þar á meðal Atlantsolíu, Happdrætti Háskóla Íslands, Samkaupum, Kviku banka og Auði, SÍBS, HS Orku, Nox Medicalog svo mætti áfram telja. Verkefnin mín eru ansi fjölbreytt allt frá því að stýra stofunni, yfir í almannatengsl sem ég hef sérhæft mig í, hugmyndavinnu, textagerð og svo mætti áfram telja. Við erum samstilltur hópur á stofunni og leitum aðstoðar hjá hvert öðru. Það er afar mikilvægt og gott að geta leitað til fólks sem maður treystir.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Við höldum skipulagsfundi alla morgna til að fara yfir verkefni dagsins eða vikunnar. Það eru ansi mörg verkefni í gangi hverju sinni svo skipulagið þarf að vera nokkuð gott. Ég skrifa líka niður lista yfir þau verkefni sem liggja hjá mér og reyni að forgangsraða þeim eftir bestu getu. Þetta gengur yfirleitt nokkuð smurt en auglýsingageirinn er þess eðlis að verkefnin gera ekki alltaf boð á undan sér. Stundum þarf að bregðast hratt við nýjum verkefnum sem getur riðlað skipulaginu sem var lagt upp með. Ég þarf oft að klára einhver verkefni á kvöldin. Þá gefst meiri ró og næði til að hugsa. Konan mín er skiljanlega ekkert alltaf hress með það en hún hefur sýnt mér mikið langlundargeð. Eftir fimmtán ár í blaðamennsku þrífst ég sennilega best í svona umhverfi þar sem þarf að halda mörgum boltum á lofti í einu. Síðustu vikur hafa samt verið heldur óvenjulegar út af kórónuveirufaraldrinum og margir á stofunni vinna að heiman. Við förum því oftar yfir verkefnin í gegnum fjarskiptafundi og þess háttar en það hefur í raun gengið ótrúlega vel þótt dagarnir gangi eðlilega misjafnlega fyrir sig.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég hef alltaf verið mikill nátthrafn og fór yfirleitt alltof seint að sofa, oftast ekki fyrr en eftir miðnætti. Síðustu ár hef ég þó verið að reyna að koma mér fyrr í háttinn. Þetta eru oft ansi annasamir dagar hjá mér í vinnu og heima fyrir. Svo æfi ég reglulega með ótrúlega skemmtilegum hóp í Víkingaþrekinu í Mjölni. Ég þarf því að passa upp á svefninn svo ég fúnkeri betur á öllum vígstöðvum. Ingvar bróðir minn, sem starfar hjá hinu stórmerkilega svefnrannsóknarfyrirtæki Nox Medical, hefur líka ausið yfir mig, úr sínum ofurstóra haus, fróðleik um mikilvægi svefns. Og það virðist vera farið að skila sér að einhverju leyti. Ég reyni alla vega að fara fyrr sofa, þó það takist ekki alltaf.“ Kaffispjallið Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir „Hunskastu framúr kona!“ og í samningaviðræðum við sjálfan sig Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún viðurkennir að vera alveg agaleg á morgnana sem hefjast á samningaviðræðum við hana sjálfa. 10. október 2020 10:00 Stelpupabbi, skugginn Bósi, Sólheimar og mannauðsmálin Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Sigurjón segir fjölskylduna dvelja á Sólheimum flestar helgar. 3. október 2020 10:00 120 fjallstoppar, Landvættir og fjögur börn á sjö árum Lífið er í Outlook segir viðmælandi kaffispjallsins þessa helgina, Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica. 26. september 2020 10:00 Rómarveldi til forna og samningaviðræður við eiginkonuna um ketti Gestur kaffispjallsins þessa helgina er alltaf á hlaupum og mikill kattakarl: Gísli Þorsteinsson markaðsstjóri Origo. 19. september 2020 10:00 Heimabökuð pizza húsbóndans vinsæl og fjármögnun fyrirtækisins framundan Gestur kaffispjallsins þessa helgina er Kolbrún Hrafnkelsdóttir stofnandi Florealis. 12. september 2020 10:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Hver veit nema ég haldi samt einhvern tímann sýningu og bjóði þá lattesugunum öllum á opnunina,“ segir Kristján Hjálmarson sem stundar það óvenulega áhugamál að mynda fólk sem gengur um með ryksugur. Sem Kristján segir að fólk geri á ótrúlegustu stöðum. Kristján er framkæmdastjóri H:N Markaðssamskipta. Fyrir skipulagið finnst honum gott að skrifa verkefnin sín niður á blað og forgangsraða þeim. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Á virkum dögum stilli ég klukkuna á sjö og snúsa síðan eins lengi og ég mögulega get. Það er samt í raun algjör óþarfi því yngsti sonur minn, sem er alveg að verða þriggja ára, vekur mig yfirleitt upp úr sjö. Hann hefur ekki mikla þolinmæði fyrir sofandi foreldrum sínum og er fljótur að láta í sér heyra eftir að hann vaknar, það er engin miskun á þeim bænum.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það fyrsta sem ég geri á morgnana er að sækja litla drenginn í rúmið sitt, fara með hann fram og gefa honum að borða. Yfirleitt sýð ég svo egg fyrir mig og eldri drenginn ef hann kemur fram úr á svipuðum tíma. Ég reyni að borða staðgóðan morgunmat því ég á það því miður til að gleyma því að borða hádegismat. Ég drekk svo ótæpilega mikið af alltof sterku kaffi en ég er meðvitaður um það en er að reyna að minnka koffínneysluna. Ég hef lengi gengið með þann draum að vakna snemma á morgnana og gera æfingar eða hugleiða en til að svo megi verða þarf ég víst að fara fyrr í háttinn. Fjölskyldumeðlimir berjast svo um aðgang að hinni takmörkuðu auðlind sem baðherbergið er og yfirleitt verð ég undir í þeim slag. Við feðgar trítlum svo yfir götuna á leikskólann Hlíð, þar sem drengurinn dvelur í góðu yfirlæti hjá Dísu, Lindu og öllu hinu dásamlega starfsfólkinu þar, áður en ég bruna í vinnuna og tekst á við verkefni dagsins.“ Heyrst hefur að þú eigir það til að birta myndir á samfélagsmiðlum af fólki með ryksugur í miðborginni. Getur þú skýrt þetta aðeins út fyrir okkur? „Ég bjó eitt sinn á Vitastíg í miðbæ Reykjavíkur og sá þá mann draga ryksugu á eftir sér, eins og hann væri úti að viðra hana. Mér fannst þetta nokkuð spaugilegt, smellti af honum mynd og í einhverju gríni setti ég hana á samfélagsmiðla með þeim orðum að fólkið í 101 væri svo svalt að það færi ekki út að ganga með hundana sína heldur ryksugurnar og setti myllumerkið #lattesugan101 við. Þetta vakti mikla kátínu meðal vina minna. Svo ótrúlega vildi til að daginn eftir sá ég annan mann koma gangandi niður Skólavörðustíginn með ryksugu í fanginu, eins og hann héldi á smáhundi. Ég stóðst ekki mátið og tók mynd sem ég birti aftur með lattesugu myllumerkinu. Eftir þetta fór ég að sjá fólk á með ryksugur ótrúlegustu stöðum og myndirnar eru nú orðnar fleiri en tuttugu talsins. Ég hef líka fengið fjölda mynda senda frá vinum og ættingjum og það er óhætt að segja að lattesugurnar leynist víða; í kirkjum, strætisvögnum og svo mætti lengi telja. Myndirnar gætu verið mun fleiri en ég hef verið heldur latur við að vinna að þessu „listaverki“ mínu síðustu mánuði, ég tek þetta svona í skorpum. Hver veit nema ég haldi samt einhvern tímann sýningu og bjóði þá lattesugunum öllum á opnunina.“ Fyrsta myndin sem Kristján tók og varð upphafið af #lattesugan101 á samfélagsmiðlum. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Verkefnin hjá okkur á H:N Markaðassamskiptum eru ansi fjölbreytt þessa dagana sem og aðra daga. Við erum svo heppin að fá að vinna með ótrúlegum fjölda ólíkra viðskiptavina, þar á meðal Atlantsolíu, Happdrætti Háskóla Íslands, Samkaupum, Kviku banka og Auði, SÍBS, HS Orku, Nox Medicalog svo mætti áfram telja. Verkefnin mín eru ansi fjölbreytt allt frá því að stýra stofunni, yfir í almannatengsl sem ég hef sérhæft mig í, hugmyndavinnu, textagerð og svo mætti áfram telja. Við erum samstilltur hópur á stofunni og leitum aðstoðar hjá hvert öðru. Það er afar mikilvægt og gott að geta leitað til fólks sem maður treystir.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Við höldum skipulagsfundi alla morgna til að fara yfir verkefni dagsins eða vikunnar. Það eru ansi mörg verkefni í gangi hverju sinni svo skipulagið þarf að vera nokkuð gott. Ég skrifa líka niður lista yfir þau verkefni sem liggja hjá mér og reyni að forgangsraða þeim eftir bestu getu. Þetta gengur yfirleitt nokkuð smurt en auglýsingageirinn er þess eðlis að verkefnin gera ekki alltaf boð á undan sér. Stundum þarf að bregðast hratt við nýjum verkefnum sem getur riðlað skipulaginu sem var lagt upp með. Ég þarf oft að klára einhver verkefni á kvöldin. Þá gefst meiri ró og næði til að hugsa. Konan mín er skiljanlega ekkert alltaf hress með það en hún hefur sýnt mér mikið langlundargeð. Eftir fimmtán ár í blaðamennsku þrífst ég sennilega best í svona umhverfi þar sem þarf að halda mörgum boltum á lofti í einu. Síðustu vikur hafa samt verið heldur óvenjulegar út af kórónuveirufaraldrinum og margir á stofunni vinna að heiman. Við förum því oftar yfir verkefnin í gegnum fjarskiptafundi og þess háttar en það hefur í raun gengið ótrúlega vel þótt dagarnir gangi eðlilega misjafnlega fyrir sig.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég hef alltaf verið mikill nátthrafn og fór yfirleitt alltof seint að sofa, oftast ekki fyrr en eftir miðnætti. Síðustu ár hef ég þó verið að reyna að koma mér fyrr í háttinn. Þetta eru oft ansi annasamir dagar hjá mér í vinnu og heima fyrir. Svo æfi ég reglulega með ótrúlega skemmtilegum hóp í Víkingaþrekinu í Mjölni. Ég þarf því að passa upp á svefninn svo ég fúnkeri betur á öllum vígstöðvum. Ingvar bróðir minn, sem starfar hjá hinu stórmerkilega svefnrannsóknarfyrirtæki Nox Medical, hefur líka ausið yfir mig, úr sínum ofurstóra haus, fróðleik um mikilvægi svefns. Og það virðist vera farið að skila sér að einhverju leyti. Ég reyni alla vega að fara fyrr sofa, þó það takist ekki alltaf.“
Kaffispjallið Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir „Hunskastu framúr kona!“ og í samningaviðræðum við sjálfan sig Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún viðurkennir að vera alveg agaleg á morgnana sem hefjast á samningaviðræðum við hana sjálfa. 10. október 2020 10:00 Stelpupabbi, skugginn Bósi, Sólheimar og mannauðsmálin Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Sigurjón segir fjölskylduna dvelja á Sólheimum flestar helgar. 3. október 2020 10:00 120 fjallstoppar, Landvættir og fjögur börn á sjö árum Lífið er í Outlook segir viðmælandi kaffispjallsins þessa helgina, Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica. 26. september 2020 10:00 Rómarveldi til forna og samningaviðræður við eiginkonuna um ketti Gestur kaffispjallsins þessa helgina er alltaf á hlaupum og mikill kattakarl: Gísli Þorsteinsson markaðsstjóri Origo. 19. september 2020 10:00 Heimabökuð pizza húsbóndans vinsæl og fjármögnun fyrirtækisins framundan Gestur kaffispjallsins þessa helgina er Kolbrún Hrafnkelsdóttir stofnandi Florealis. 12. september 2020 10:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Hunskastu framúr kona!“ og í samningaviðræðum við sjálfan sig Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún viðurkennir að vera alveg agaleg á morgnana sem hefjast á samningaviðræðum við hana sjálfa. 10. október 2020 10:00
Stelpupabbi, skugginn Bósi, Sólheimar og mannauðsmálin Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Sigurjón segir fjölskylduna dvelja á Sólheimum flestar helgar. 3. október 2020 10:00
120 fjallstoppar, Landvættir og fjögur börn á sjö árum Lífið er í Outlook segir viðmælandi kaffispjallsins þessa helgina, Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica. 26. september 2020 10:00
Rómarveldi til forna og samningaviðræður við eiginkonuna um ketti Gestur kaffispjallsins þessa helgina er alltaf á hlaupum og mikill kattakarl: Gísli Þorsteinsson markaðsstjóri Origo. 19. september 2020 10:00
Heimabökuð pizza húsbóndans vinsæl og fjármögnun fyrirtækisins framundan Gestur kaffispjallsins þessa helgina er Kolbrún Hrafnkelsdóttir stofnandi Florealis. 12. september 2020 10:00