„Aldrei verið eins mikilvægt fyrir hreyfinguna að vera sameinuð“ Sylvía Hall skrifar 17. október 2020 12:28 Ragnar Þór mun bjóða sig fram til embættis varaforseta ASÍ. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir framboð sitt til embættis varaforseta Alþýðusambandsins fyrst og fremst vera til þess fallið að auka samstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. Undanfarið ár innan Alþýðusambandsins hafi einkennst af togstreitu en nú þurfi allir að stefna í sömu átt. „Við teljum að það hafi aldrei verið eins mikilvægt og núna að hreyfingin standi þétt saman í þeim verkefnum sem fram undan eru, varðandi heimilin og einstaklinga, þegar fer að kreppa að,“ segir Ragnar Þór í samtali við fréttastofu. Framboðið sýni vilja hans til þess að leggja sitt af mörkum. „Þetta er fyrst og fremst leið til þess að þétta raðirnar eftir litríkt ár innan Alþýðusambandsins.“ Allt gert í góðri sátt Aðspurður hvort hann bjóði sig fram vegna óánægju með núverandi forystu segir hann svo alls ekki vera. „Þetta er allt gert í góðri sátt og ég er mjög sáttur við það upplegg sem við ætlum að reyna að byggja á eftir ASÍ þingið.“ Tvö varaforsetaembætti eru innan Alþýðusambandsins. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, er 1. varaforseti ASÍ og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er 2. varaforseti. Þó liggur fyrir tillaga um að fjölga varaforsetum og býst Ragnar við því að bæði Kristján og Sólveig bjóði sig aftur fram. „Það er hluti af því að stækka forsetateymið, og þar af leiðandi fá öll samböndin og stærstu aðilana innan Alþýðusambandsins saman í eitt öflugt forsetateymi til þess að stýra okkur áfram í þeim málum sem fram undan eru.“ Hann segir nauðsynlegt á óvissutímum sem þessum að verkalýðshreyfingin standi sterk. Það eigi við nú sem áður. „Það hefur aldrei verið eins mikilvægt fyrir hreyfinguna að vera sameinuð og sterk.“ Kristján Þórður Snæbjarnarson og Sólveig Anna Jónsdóttir eru varaforsetar ASÍ. Ragnar býst við því að þau bjóði sig fram aftur.Vísir/Vilhelm Stærsta málið að bregðast við tekjufalli Þrátt fyrir krepputímar blasi við segir Ragnar veturinn leggjast ágætlega í sig. Nú þegar sé hafin mikil vinna við tillögur um hvernig eigi að bregðast við tekjufalli heimila og einstaklinga og er verið að setja þær tillögur saman. „Vonandi náum við árangri þar, það er forgangsmálið núna. Við þurfum að grípa fólkið sem er að taka ákvörðun um hvort það eigi að borga reikningana eða kaupa í matinn. Við verðum núna að leggjast öll á eitt og bregðast við vanda þessa hóps,“ segir Ragnar, sem vonar að stjórnvöld taki vel í tillögurnar. Heildaratvinnuleysi var 9 prósent í september og spáir Vinnumálastofnun að almennt atvinnuleysi aukist nokkuð í október og nóvember. Alls voru 18.443 einstaklingar atvinnulausir í almenna bótakerfinu í lok septembermánaðar og 3.319 í minnkuðu starfshlutfalli. Staðan er verst á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi fór upp í 19,6 prósent í september. Ragnar segir sjá svipaða þróun meðal félagsmanna VR. „Við erum að sjá miklu meira atvinnuleysi á Suðurnesjunum en á höfuðborgarsvæðinu.“ Vinnumarkaður Kjaramál Félagasamtök Tengdar fréttir Býður sig fram til varaforseta ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til embættis varaforseta á þingi Alþýðusambands Íslands í næstu viku. 17. október 2020 08:12 Óttast að atvinnuleysi í Reykjanesbæ verði komið í 25% fyrir jól Spár Vinnumálastofnunar gera ráð fyrir því að í Reykjanesbæ verði atvinnuleysi komið í 25% fyrir jól. 14. október 2020 07:40 Erlendir borgarar og ungt fólk tekið þungt högg í faraldrinum Erlendir ríkisborgarar og ungt fólk hefur tekið þyngsta efnahagslega höggið vegna kórónuveirufaraldursins. Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir þörf á sértækum vinnumarkaðsaðgerðum til þess að mæta þeim hópum. 15. október 2020 19:26 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir framboð sitt til embættis varaforseta Alþýðusambandsins fyrst og fremst vera til þess fallið að auka samstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. Undanfarið ár innan Alþýðusambandsins hafi einkennst af togstreitu en nú þurfi allir að stefna í sömu átt. „Við teljum að það hafi aldrei verið eins mikilvægt og núna að hreyfingin standi þétt saman í þeim verkefnum sem fram undan eru, varðandi heimilin og einstaklinga, þegar fer að kreppa að,“ segir Ragnar Þór í samtali við fréttastofu. Framboðið sýni vilja hans til þess að leggja sitt af mörkum. „Þetta er fyrst og fremst leið til þess að þétta raðirnar eftir litríkt ár innan Alþýðusambandsins.“ Allt gert í góðri sátt Aðspurður hvort hann bjóði sig fram vegna óánægju með núverandi forystu segir hann svo alls ekki vera. „Þetta er allt gert í góðri sátt og ég er mjög sáttur við það upplegg sem við ætlum að reyna að byggja á eftir ASÍ þingið.“ Tvö varaforsetaembætti eru innan Alþýðusambandsins. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, er 1. varaforseti ASÍ og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er 2. varaforseti. Þó liggur fyrir tillaga um að fjölga varaforsetum og býst Ragnar við því að bæði Kristján og Sólveig bjóði sig aftur fram. „Það er hluti af því að stækka forsetateymið, og þar af leiðandi fá öll samböndin og stærstu aðilana innan Alþýðusambandsins saman í eitt öflugt forsetateymi til þess að stýra okkur áfram í þeim málum sem fram undan eru.“ Hann segir nauðsynlegt á óvissutímum sem þessum að verkalýðshreyfingin standi sterk. Það eigi við nú sem áður. „Það hefur aldrei verið eins mikilvægt fyrir hreyfinguna að vera sameinuð og sterk.“ Kristján Þórður Snæbjarnarson og Sólveig Anna Jónsdóttir eru varaforsetar ASÍ. Ragnar býst við því að þau bjóði sig fram aftur.Vísir/Vilhelm Stærsta málið að bregðast við tekjufalli Þrátt fyrir krepputímar blasi við segir Ragnar veturinn leggjast ágætlega í sig. Nú þegar sé hafin mikil vinna við tillögur um hvernig eigi að bregðast við tekjufalli heimila og einstaklinga og er verið að setja þær tillögur saman. „Vonandi náum við árangri þar, það er forgangsmálið núna. Við þurfum að grípa fólkið sem er að taka ákvörðun um hvort það eigi að borga reikningana eða kaupa í matinn. Við verðum núna að leggjast öll á eitt og bregðast við vanda þessa hóps,“ segir Ragnar, sem vonar að stjórnvöld taki vel í tillögurnar. Heildaratvinnuleysi var 9 prósent í september og spáir Vinnumálastofnun að almennt atvinnuleysi aukist nokkuð í október og nóvember. Alls voru 18.443 einstaklingar atvinnulausir í almenna bótakerfinu í lok septembermánaðar og 3.319 í minnkuðu starfshlutfalli. Staðan er verst á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi fór upp í 19,6 prósent í september. Ragnar segir sjá svipaða þróun meðal félagsmanna VR. „Við erum að sjá miklu meira atvinnuleysi á Suðurnesjunum en á höfuðborgarsvæðinu.“
Vinnumarkaður Kjaramál Félagasamtök Tengdar fréttir Býður sig fram til varaforseta ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til embættis varaforseta á þingi Alþýðusambands Íslands í næstu viku. 17. október 2020 08:12 Óttast að atvinnuleysi í Reykjanesbæ verði komið í 25% fyrir jól Spár Vinnumálastofnunar gera ráð fyrir því að í Reykjanesbæ verði atvinnuleysi komið í 25% fyrir jól. 14. október 2020 07:40 Erlendir borgarar og ungt fólk tekið þungt högg í faraldrinum Erlendir ríkisborgarar og ungt fólk hefur tekið þyngsta efnahagslega höggið vegna kórónuveirufaraldursins. Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir þörf á sértækum vinnumarkaðsaðgerðum til þess að mæta þeim hópum. 15. október 2020 19:26 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Sjá meira
Býður sig fram til varaforseta ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til embættis varaforseta á þingi Alþýðusambands Íslands í næstu viku. 17. október 2020 08:12
Óttast að atvinnuleysi í Reykjanesbæ verði komið í 25% fyrir jól Spár Vinnumálastofnunar gera ráð fyrir því að í Reykjanesbæ verði atvinnuleysi komið í 25% fyrir jól. 14. október 2020 07:40
Erlendir borgarar og ungt fólk tekið þungt högg í faraldrinum Erlendir ríkisborgarar og ungt fólk hefur tekið þyngsta efnahagslega höggið vegna kórónuveirufaraldursins. Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir þörf á sértækum vinnumarkaðsaðgerðum til þess að mæta þeim hópum. 15. október 2020 19:26