„Búið að hafna mér milljón sinnum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. október 2020 13:26 Margrét Sigríður Guðmundsdóttir fyrrverandi hágreiðslukona hefur ekki í nein húsnæði að venda eftir að dvöl á Droplaugastöðum lýkur. Vísir/ArnarHalldórs Við sögðum í fréttum í gær frá máli Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur sem er með MS- taugasjúkdóminn. Hún bjó þar til í janúar á eigin heimili í Kópavogi ásamt þáverandi eiginmanni og syni og fékk heimaþjónustu frá sveitarfélaginu. Hún þurfti vegna veikinda að leggjast inná spítala 6. janúar og segir að þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við sig um að hún yrði vistuð á hjúkrunarheimili eftir að sveitarfélagið hafi tilkynnt að það gæti ekki lengur sinnt heimaþjónustu við hana. Hún dvaldi á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði því ekki fékkst húsnæði og frá því í ágúst hefur hún dvalið á Droplaugastöðum í bráðabirgðavistun sem lýkur í næsta mánuði. „Ég sé enga lausn, mig langar heldur ekki til að vera einhvers staðar þar sem fólk vill mig ekki og er búið að hafna mér milljón sinnum. Þá spyr maður hvert á maður að fara, hvar á maður að vera?,“ segir Margrét Sigríður. Lögin eru skýr Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir kemur fram að þjónustan skuli miða að því að fatlað fólk fái nauðsynlegan stuðning til þess að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Við framkvæmd þjónustunnar skuli borin virðing borin fyrir mannlegri reisn þess, sjálfræði og sjálfstæði. Í skilgreiningum laganna um sveitarfélög kemur fram að samningur við sveitarfélag skuli fela í sér að notandi stjórni þeirri aðstoð sem hann fái þannig að hann skipuleggi hana, ákveði hvenær og hvar hún er veitt og velji aðstoðarfólk. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Kópavogsbæ vegna málsins í morgun en ekki höfðu borist svör þaðan fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Við sögðum í fréttum í gær frá máli Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur sem er með MS- taugasjúkdóminn. Hún bjó þar til í janúar á eigin heimili í Kópavogi ásamt þáverandi eiginmanni og syni og fékk heimaþjónustu frá sveitarfélaginu. Hún þurfti vegna veikinda að leggjast inná spítala 6. janúar og segir að þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við sig um að hún yrði vistuð á hjúkrunarheimili eftir að sveitarfélagið hafi tilkynnt að það gæti ekki lengur sinnt heimaþjónustu við hana. Hún dvaldi á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði því ekki fékkst húsnæði og frá því í ágúst hefur hún dvalið á Droplaugastöðum í bráðabirgðavistun sem lýkur í næsta mánuði. „Ég sé enga lausn, mig langar heldur ekki til að vera einhvers staðar þar sem fólk vill mig ekki og er búið að hafna mér milljón sinnum. Þá spyr maður hvert á maður að fara, hvar á maður að vera?,“ segir Margrét Sigríður. Lögin eru skýr Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir kemur fram að þjónustan skuli miða að því að fatlað fólk fái nauðsynlegan stuðning til þess að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Við framkvæmd þjónustunnar skuli borin virðing borin fyrir mannlegri reisn þess, sjálfræði og sjálfstæði. Í skilgreiningum laganna um sveitarfélög kemur fram að samningur við sveitarfélag skuli fela í sér að notandi stjórni þeirri aðstoð sem hann fái þannig að hann skipuleggi hana, ákveði hvenær og hvar hún er veitt og velji aðstoðarfólk. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Kópavogsbæ vegna málsins í morgun en ekki höfðu borist svör þaðan fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira