Safnaði tæpri 1,3 milljón til styrktar Bleiku slaufunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. október 2020 22:01 Eggert Unnar safnaði tæpri 1,3 milljón til styrktar Bleiku slaufunni með því að streyma tölvuleikjaspili í sólarhring. Aðsend Eggert Unnar Snæþórsson, tvítugur tölvuleikjakappi, safnaði tæpum 1,3 milljónum króna til styrktar Bleiku slaufunni. Hann safnaði fjárhæðinni með því að spila tölvuleiki í 24 klukkustundir sem var varpað út í beinni og segist hann afar þakklátur öllum sem styrktu þetta verðuga verkefni. Eggert hefur lengi streymt tölvuleikjaspili á netinu og segir hann það hluti af „stream-menningunni“ að streyma til styrktar góðu málefni. Hann hafi alltaf langað að gera það en viljað að það væri fyrir eitthvað sem skipti hann miklu máli. „Mamma mín fékk brjóstakrabbamein á þessu ári þannig að mér fannst bara tilvalið að gera eitthvað gott fyrir bleiku slaufuna,“ segir Eggert Unnar. „Súrrealískt“ að hafa safnað svo hárri upphæð Svokallað „stream“ er þegar fólk spilar tölvuleiki í netinu í beinni og talar við fólk sem er að fylgjast með eða að spila með. Eggert fékk til sín nokkra fræga gesti sem tóku þátt í streyminu. Alan Walker, plötusnúður og framleiðandi, Herra Hnetusmjör rappari, Aron Mola leikari og fleiri komu að streyminu og segist Eggert þeim mjög þakklátur. „Ég vil þakka þeim sem komu og voru með. Ég er mjög þakklátur fyrir þetta allt, þetta fór langt fram úr. Ég gerði YouTube myndband fyrir þetta og sagði þar að í draumaheimi ef næðum við hálfri milljón myndi ég fá mér tattoo og það að safna næstum 1,3 milljón króna er geðbilun, þetta er súrrealískt. Ég er mjög þakklátur,“ segir Eggert Unnar. „Ég planaði þetta bara með viku fyrirvara. Ég sendi bara á þá skilaboð og þekkti alla nema Herra Hnetusmjör fyrir. Þannig að ég sendi bara á þá og spurði hvort við ættum ekki að gera eitthvað gott og þeir voru allir til í þetta.“ Ætlaði að streyma í tólf tíma en það breyttist fljótt Hann segist upprunalega hafa ætlað að streyma í tólf tíma. Það hafi hins vegar undið hratt upp á sig og hann endaði á að spila tölvuleiki í beinni útsendingu í sólarhring. Það hafi verð krefjandi, en hann segist bara hafa sofið í tvo klukkutíma nóttina fyrir streymið vegna þess hve hann var stressaður. „Upprunalega ætlaði ég bara að vera í beinni í tólf tíma en ég var með áskoranir, þannig að ef ég náði ákveðinni upphæð þá gerði ég eitthvað í staðin. Ég vaxaði á mér fótleggina, Alexandra kærastan mín málaði mig og fleira. Einn af þessum hlutum var að ef ég myndi ná 3000 dollurum myndi ég gera 24 tíma „stream.“ Þannig að ég var í beinni í 24 tíma.“ Hann segir streymið hafa gengið svo vel að hann hafi verið beðinn um að gera þetta mánaðarlega. „Þetta gekk svo vel að ég var beðinn um að gera þetta mánaðarlega núna en ég held að það sé aðeins of mikið. En hver veit, við sjáum bara til á næsta ári. Þetta var ótrúlega gaman, þetta var einn af bestu dögum lífs míns þannig kannski geri ég þetta aftur. Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bleika slaufan til styrktar krabbameinsrannsóknum Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. 14. október 2020 07:00 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Sjá meira
Eggert Unnar Snæþórsson, tvítugur tölvuleikjakappi, safnaði tæpum 1,3 milljónum króna til styrktar Bleiku slaufunni. Hann safnaði fjárhæðinni með því að spila tölvuleiki í 24 klukkustundir sem var varpað út í beinni og segist hann afar þakklátur öllum sem styrktu þetta verðuga verkefni. Eggert hefur lengi streymt tölvuleikjaspili á netinu og segir hann það hluti af „stream-menningunni“ að streyma til styrktar góðu málefni. Hann hafi alltaf langað að gera það en viljað að það væri fyrir eitthvað sem skipti hann miklu máli. „Mamma mín fékk brjóstakrabbamein á þessu ári þannig að mér fannst bara tilvalið að gera eitthvað gott fyrir bleiku slaufuna,“ segir Eggert Unnar. „Súrrealískt“ að hafa safnað svo hárri upphæð Svokallað „stream“ er þegar fólk spilar tölvuleiki í netinu í beinni og talar við fólk sem er að fylgjast með eða að spila með. Eggert fékk til sín nokkra fræga gesti sem tóku þátt í streyminu. Alan Walker, plötusnúður og framleiðandi, Herra Hnetusmjör rappari, Aron Mola leikari og fleiri komu að streyminu og segist Eggert þeim mjög þakklátur. „Ég vil þakka þeim sem komu og voru með. Ég er mjög þakklátur fyrir þetta allt, þetta fór langt fram úr. Ég gerði YouTube myndband fyrir þetta og sagði þar að í draumaheimi ef næðum við hálfri milljón myndi ég fá mér tattoo og það að safna næstum 1,3 milljón króna er geðbilun, þetta er súrrealískt. Ég er mjög þakklátur,“ segir Eggert Unnar. „Ég planaði þetta bara með viku fyrirvara. Ég sendi bara á þá skilaboð og þekkti alla nema Herra Hnetusmjör fyrir. Þannig að ég sendi bara á þá og spurði hvort við ættum ekki að gera eitthvað gott og þeir voru allir til í þetta.“ Ætlaði að streyma í tólf tíma en það breyttist fljótt Hann segist upprunalega hafa ætlað að streyma í tólf tíma. Það hafi hins vegar undið hratt upp á sig og hann endaði á að spila tölvuleiki í beinni útsendingu í sólarhring. Það hafi verð krefjandi, en hann segist bara hafa sofið í tvo klukkutíma nóttina fyrir streymið vegna þess hve hann var stressaður. „Upprunalega ætlaði ég bara að vera í beinni í tólf tíma en ég var með áskoranir, þannig að ef ég náði ákveðinni upphæð þá gerði ég eitthvað í staðin. Ég vaxaði á mér fótleggina, Alexandra kærastan mín málaði mig og fleira. Einn af þessum hlutum var að ef ég myndi ná 3000 dollurum myndi ég gera 24 tíma „stream.“ Þannig að ég var í beinni í 24 tíma.“ Hann segir streymið hafa gengið svo vel að hann hafi verið beðinn um að gera þetta mánaðarlega. „Þetta gekk svo vel að ég var beðinn um að gera þetta mánaðarlega núna en ég held að það sé aðeins of mikið. En hver veit, við sjáum bara til á næsta ári. Þetta var ótrúlega gaman, þetta var einn af bestu dögum lífs míns þannig kannski geri ég þetta aftur.
Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bleika slaufan til styrktar krabbameinsrannsóknum Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. 14. október 2020 07:00 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Sjá meira
Bleika slaufan til styrktar krabbameinsrannsóknum Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. 14. október 2020 07:00