Krísufundur eftir að borgarstjóri Kaupmannahafnar var sakaður um kynferðislega áreitni Sylvía Hall skrifar 18. október 2020 13:45 Frank Jensen. Getty/Ole Jensen Tvær konur hafa stigið fram og sakað Frank Jensen, borgarstjóra Kaupmannahafnar, um kynferðislega áreitni. Önnur þeirra, Maria Gudme, steig fram í viðtali við Jótlandspóstinn og sagði Jensen hafa strokið á henni innanvert lærið og farið upp undir kjól hennar árið 2012 Gudme er meðlimur í Jafnaðarmannaflokknum líkt og Jensen og hafði tekið virkan þátt í starfi flokksins. Hún situr enn í svæðisráði flokksins á Kaupmannahafnarsvæðinu. Jensen hefur nú boðað til krísufundar vegna málsins. Í viðtali við TV2 segist hún hafa tilkynnt málið á sínum tíma en fékk engin viðbrögð í það skiptið. Í september á þessu ári ákvað hún að senda aðra formlega kvörtun og fékk símtal frá Jensen tveimur dögum síðar þar sem hann baðst afsökunar. Henni þótti símtalið óviðeigandi og fannst hann misnota valdastöðu sína með því. Hún segist ekki hafa gefið flokknum leyfi til þess að láta hann vita af kvörtuninni. Það hafi verið óþægilegt að fá símtalið án viðvörunar, hún hafi farið að skjálfa og liðið verulega illa í kjölfarið. Vitni staðfesta frásögn Gudme í viðtali Jótlandspóstsins en hin konan kemur ekki fram undir nafni. Danskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið undanfarna daga og hafa aðrir meðlimir gagnrýnt að slík hegðun viðgangist innan flokksins. Sagðist ein hafa verið sérstaklega vöruð við Jensen þegar hún byrjaði að taka þátt í starfi flokksins. Ekki fyrstu atvikin sem rata í fjölmiðla Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jensen er sakaður um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. Árið 2004 greindi danska götublaðið Se og hør frá því að kona hafði þurft að fjarlægja hendur Jensen af lærum sínum í þrígang í jólaboði, þar sem hann reyndi sífellt að snerta þau undir borðið. Árið 2011 greindi Ekstra Bladet frá því að jólaboði það árið hefði Jensen sleikt eyra á einni konu, hálsinn á annarri og hann hafi ítrekað reynt að faðma konur á dansgólfinu gegn þeirra vilja. Jensen baðst afsökunar í janúar 2012 og sagðist ekki hafa ætlað að stíga yfir mörk kvennanna. Í Facebook-færslu fyrr í vikunni baðst hann aftur afsökunar og sagðist oft hafa verið þátttakandi í „óheilbrigðri menningu“ á vettvangi stjórnmálanna. „Undanfarin ár höfum við gengið í gegnum mikilvægar og ákveðnar breytingar, sem hafa leitt til þess að ég hef þurft að hugsa um framkomu mína. Ég er fullkomlega meðvitaður um það að ég hef greinilega gert mistök,“ skrifar Jensen. „Það eru atvik og smáatriði sem við upplifum á mismunandi vegu. Útgangspunkturinn er þó sá að konur hafa upplifað að ég hafi farið yfir þeirra mörk. Ábyrgðin á því er alfarið mín.“ Danmörk MeToo Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Hlýnar um helgina Veður Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Sjá meira
Tvær konur hafa stigið fram og sakað Frank Jensen, borgarstjóra Kaupmannahafnar, um kynferðislega áreitni. Önnur þeirra, Maria Gudme, steig fram í viðtali við Jótlandspóstinn og sagði Jensen hafa strokið á henni innanvert lærið og farið upp undir kjól hennar árið 2012 Gudme er meðlimur í Jafnaðarmannaflokknum líkt og Jensen og hafði tekið virkan þátt í starfi flokksins. Hún situr enn í svæðisráði flokksins á Kaupmannahafnarsvæðinu. Jensen hefur nú boðað til krísufundar vegna málsins. Í viðtali við TV2 segist hún hafa tilkynnt málið á sínum tíma en fékk engin viðbrögð í það skiptið. Í september á þessu ári ákvað hún að senda aðra formlega kvörtun og fékk símtal frá Jensen tveimur dögum síðar þar sem hann baðst afsökunar. Henni þótti símtalið óviðeigandi og fannst hann misnota valdastöðu sína með því. Hún segist ekki hafa gefið flokknum leyfi til þess að láta hann vita af kvörtuninni. Það hafi verið óþægilegt að fá símtalið án viðvörunar, hún hafi farið að skjálfa og liðið verulega illa í kjölfarið. Vitni staðfesta frásögn Gudme í viðtali Jótlandspóstsins en hin konan kemur ekki fram undir nafni. Danskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið undanfarna daga og hafa aðrir meðlimir gagnrýnt að slík hegðun viðgangist innan flokksins. Sagðist ein hafa verið sérstaklega vöruð við Jensen þegar hún byrjaði að taka þátt í starfi flokksins. Ekki fyrstu atvikin sem rata í fjölmiðla Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jensen er sakaður um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. Árið 2004 greindi danska götublaðið Se og hør frá því að kona hafði þurft að fjarlægja hendur Jensen af lærum sínum í þrígang í jólaboði, þar sem hann reyndi sífellt að snerta þau undir borðið. Árið 2011 greindi Ekstra Bladet frá því að jólaboði það árið hefði Jensen sleikt eyra á einni konu, hálsinn á annarri og hann hafi ítrekað reynt að faðma konur á dansgólfinu gegn þeirra vilja. Jensen baðst afsökunar í janúar 2012 og sagðist ekki hafa ætlað að stíga yfir mörk kvennanna. Í Facebook-færslu fyrr í vikunni baðst hann aftur afsökunar og sagðist oft hafa verið þátttakandi í „óheilbrigðri menningu“ á vettvangi stjórnmálanna. „Undanfarin ár höfum við gengið í gegnum mikilvægar og ákveðnar breytingar, sem hafa leitt til þess að ég hef þurft að hugsa um framkomu mína. Ég er fullkomlega meðvitaður um það að ég hef greinilega gert mistök,“ skrifar Jensen. „Það eru atvik og smáatriði sem við upplifum á mismunandi vegu. Útgangspunkturinn er þó sá að konur hafa upplifað að ég hafi farið yfir þeirra mörk. Ábyrgðin á því er alfarið mín.“
Danmörk MeToo Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Hlýnar um helgina Veður Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Sjá meira