Enski boltinn

Van Dijk ætlar að snúa aftur sterkari en nokkru sinni

Sindri Sverrisson skrifar
Virgil van Dijk mun ekki spila með Liverpool næstu mánuðina eftir þessa tæklingu Jordan Pickford.
Virgil van Dijk mun ekki spila með Liverpool næstu mánuðina eftir þessa tæklingu Jordan Pickford. Getty/Laurence Griffiths

Óvíst er hvort Virgil van Dijk spili meira með Liverpool á leiktíðinni vegna meiðsla en hann ætlar sér að snúa til baka betri og sterkari en nokkru sinni fyrr.

Hollenski landsliðsmiðvörðurinn meiddist við slæma tæklingu Jordan Pickford í Bítlaborgarslagnum í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Meiðslin eru í fremra krossbandi í hné en Liverpool vill bíða með að áætla hve lengi hann verði frá keppni þar til að lokinni aðgerð.

Van Dijk hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann greinir frá því að nú hafi hann í samvinnu við sérfræðing útbúið áætlun um endurhæfingu sína.

„Ég er núna algjörlega einbeittur að bataferlinu og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að snúa til baka eins fljótt og auðið er.

Þrátt fyrir hin augljósu vonbrigði þá trúi ég því að í öllum erfiðleikum felist tækifæri og með Guðs hjálp ætla ég að snúa til baka betri, hraustari og sterkari en nokkru sinni fyrr,“ skrifaði Van Dijk.

„Ég tel að í fótbolta eins og í lífinu sjálfu þá sé ástæða fyrir öllu sem gerist og að það sé mikilvægt að halda haus í gegnum bæði það góða og það slæma. Með stuðningi konu minnar, barna, fjölskyldu og allra hjá Liverpool þá er ég tilbúinn í þá áskorun sem framundan er,“ skrifaði Van Dijk og þakaði fyrir stuðninginn sem hann hefur fengið síðustu daga.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×