Clattenburg segir það bull að dómarinn hafi ekki mátt reka Pickford af velli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2020 09:31 Jordan Pickford endaði tímabilið hjá Virgil van Dijk með þessari tæklingu í leik Everton og Liverpool um helgina. Getty/John Powell Mark Clattenburg, fyrrum besti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni, skrifaði pistil í Daily Mail þar sem hann fór yfir umdeildar ákvarðanir dómara og myndbandadómara í leik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Stuðningsmenn Liverpool voru allt annað en sáttir eftir 2-2 jafnteflisleik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og þótti þar á sér brotið. Jordan Pickford fékk enga refsingu fyrir ruddalega tæklingu sína á Virgil van Dijk en hollenski miðvörðurinn sleit þar krossband og spilar ekki meira með liðinu á leiktíðinni. Virgil van Dijk var hins vegar dæmdur rangstæður og því gat hann ekki fengið víti. Sadio Mane WAS offside in crucial Merseyside derby decision | @clattenburg1975 https://t.co/pPuL2AjCif— MailOnline Sport (@MailSport) October 18, 2020 Undir lok leiksins hélt Jordan Henderson að hann hefði tryggt Liverpool 3-2 sigur en Varsjáin dæmdi þá Sadio Mane rangstæðan í undirbúningnum en þar réðu millimetrar og það að hendi Mané var notuð til að staðsetja hann. Mark Clattenburg skrifaði um bæði þessi atvik. „Michael Oliver dómari hefði átt að fá að skoða sjálfur brot Jordan Pickford á Virgil van Dijk. Hefði hann gert það þá er ég viss um að hann hefði rekið hann af velli. Það er algjört bull að það hafi ekki mátt refsa Pickford fyrir brotið af því að Van Dijk var rangstæður,“ skrifaði Mark Clattenburg og bætti við: „Oliver dómari hafði ekki flautað þegar Jordan Pickford stökk inn í tæklinguna og því var möguleiki á því að refsa honum. VAR-dómarinn David Coote hefði átt að kalla Michael Oliver að skjánum. Þar sem að Van Dijk var meiddur þá hafði dómarinn nægan tíma til að skoða þetta aftur,“ skrifaði Clattenburg. Henderson : I think they bend the lines sometimes to make it offside. Clattenburg : At the risk of ruining a good...Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 19. október 2020 „Ekki kenna Varsjánni um það að Sadio Mané hafi verið dæmdur rangstæður, kennið frekar knattspyrnulögunum um það,“ skrifaði Clattenburg en samkvæmt nýju reglunum þá mega leikmenn nú spila boltanum með öxlinni eða efsta hluti handleggsins. „Ég er ekki hrifinn af þessari reglu. Okkar fallegi leikur snýst um það að skora mörk og við viljum ekki sjá þau dæmd af vegna einhverra millimetra hér eða þar. Það þarf að skoða þessa reglu frekar en að skoða Varsjána sjálfa,“ skrifaði Mark Clattenburg. Enski boltinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Mark Clattenburg, fyrrum besti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni, skrifaði pistil í Daily Mail þar sem hann fór yfir umdeildar ákvarðanir dómara og myndbandadómara í leik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Stuðningsmenn Liverpool voru allt annað en sáttir eftir 2-2 jafnteflisleik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og þótti þar á sér brotið. Jordan Pickford fékk enga refsingu fyrir ruddalega tæklingu sína á Virgil van Dijk en hollenski miðvörðurinn sleit þar krossband og spilar ekki meira með liðinu á leiktíðinni. Virgil van Dijk var hins vegar dæmdur rangstæður og því gat hann ekki fengið víti. Sadio Mane WAS offside in crucial Merseyside derby decision | @clattenburg1975 https://t.co/pPuL2AjCif— MailOnline Sport (@MailSport) October 18, 2020 Undir lok leiksins hélt Jordan Henderson að hann hefði tryggt Liverpool 3-2 sigur en Varsjáin dæmdi þá Sadio Mane rangstæðan í undirbúningnum en þar réðu millimetrar og það að hendi Mané var notuð til að staðsetja hann. Mark Clattenburg skrifaði um bæði þessi atvik. „Michael Oliver dómari hefði átt að fá að skoða sjálfur brot Jordan Pickford á Virgil van Dijk. Hefði hann gert það þá er ég viss um að hann hefði rekið hann af velli. Það er algjört bull að það hafi ekki mátt refsa Pickford fyrir brotið af því að Van Dijk var rangstæður,“ skrifaði Mark Clattenburg og bætti við: „Oliver dómari hafði ekki flautað þegar Jordan Pickford stökk inn í tæklinguna og því var möguleiki á því að refsa honum. VAR-dómarinn David Coote hefði átt að kalla Michael Oliver að skjánum. Þar sem að Van Dijk var meiddur þá hafði dómarinn nægan tíma til að skoða þetta aftur,“ skrifaði Clattenburg. Henderson : I think they bend the lines sometimes to make it offside. Clattenburg : At the risk of ruining a good...Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 19. október 2020 „Ekki kenna Varsjánni um það að Sadio Mané hafi verið dæmdur rangstæður, kennið frekar knattspyrnulögunum um það,“ skrifaði Clattenburg en samkvæmt nýju reglunum þá mega leikmenn nú spila boltanum með öxlinni eða efsta hluti handleggsins. „Ég er ekki hrifinn af þessari reglu. Okkar fallegi leikur snýst um það að skora mörk og við viljum ekki sjá þau dæmd af vegna einhverra millimetra hér eða þar. Það þarf að skoða þessa reglu frekar en að skoða Varsjána sjálfa,“ skrifaði Mark Clattenburg.
Enski boltinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira