Þrjú mörk skoruð en einungis eitt fékk að standa er Úlfarnir höfðu betur gegn Leeds Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2020 21:00 Úlfarnir ósáttir með ákvörðun Coote og hans manna. Michael Regan/Getty Images Úlfarnir eru með níu stig eftir fyrstu fimm leikina í enska boltanum eftir 1-0 útisigur á Leeds í síðasta leik 5. umferðarinnar. Á sjöundu mínútu leiksins kom Patrick Bamford boltanum í netið eftir hornspyrnu en David Coote, dómari leiksins, dæmdi markið af eftir samtal við VARherbergið vegna rangstæðu. Coote stóð í ströngu einnig um helgina en hann var í VAR-inu er Everton og Liverpool mættust. Mikið var rætt um umdeildar ákvarðanir hans eftir leikinn. Markalaust í leikhléi en Úlfarnir komu boltanum í netið á 53. mínútu. Það gerði Romain Saiss með þrumuskoti en það mark var einnig dæmt af eftir rangstæðu. Computer Saiss no— Nooruddean (@BeardedGenius) October 19, 2020 Eina mark leiksins sem fékk að standa gerði Raul Jimenez á 70. mínútu. Skot hans fór af Kalvin Phillips og Illan Meisler átti enga möguleika í markinu. Lokatölur 1-0 sigur Úlfanna. Úlfarnir eru í sjötta sætinu með níu stig en Leeds er í því tíunda með sjö stig. FT! Leeds 0-1 Wolves.That Raul Jimenez goal was enough for Wolves to claim all three points at Elland Road. Reaction: https://t.co/Vs9ScFRi0h#bbcfootball #LEEWOL #lufc #wwfc pic.twitter.com/D9EYdSH2n2— BBC Sport (@BBCSport) October 19, 2020 Enski boltinn
Úlfarnir eru með níu stig eftir fyrstu fimm leikina í enska boltanum eftir 1-0 útisigur á Leeds í síðasta leik 5. umferðarinnar. Á sjöundu mínútu leiksins kom Patrick Bamford boltanum í netið eftir hornspyrnu en David Coote, dómari leiksins, dæmdi markið af eftir samtal við VARherbergið vegna rangstæðu. Coote stóð í ströngu einnig um helgina en hann var í VAR-inu er Everton og Liverpool mættust. Mikið var rætt um umdeildar ákvarðanir hans eftir leikinn. Markalaust í leikhléi en Úlfarnir komu boltanum í netið á 53. mínútu. Það gerði Romain Saiss með þrumuskoti en það mark var einnig dæmt af eftir rangstæðu. Computer Saiss no— Nooruddean (@BeardedGenius) October 19, 2020 Eina mark leiksins sem fékk að standa gerði Raul Jimenez á 70. mínútu. Skot hans fór af Kalvin Phillips og Illan Meisler átti enga möguleika í markinu. Lokatölur 1-0 sigur Úlfanna. Úlfarnir eru í sjötta sætinu með níu stig en Leeds er í því tíunda með sjö stig. FT! Leeds 0-1 Wolves.That Raul Jimenez goal was enough for Wolves to claim all three points at Elland Road. Reaction: https://t.co/Vs9ScFRi0h#bbcfootball #LEEWOL #lufc #wwfc pic.twitter.com/D9EYdSH2n2— BBC Sport (@BBCSport) October 19, 2020