Lífið

Daglegir göngutúrar lykillinn að því að Ólafur passar í sömu jakkafötin 24 árum síðar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur Ragnar heldur sér í fantaformi.
Ólafur Ragnar heldur sér í fantaformi. vísir/vilhelm

Ólafur Ragnar Grímsson þakkar daglegum göngutúrum og mikilli hreyfingu að hann sé enn í fantaformi 77 ára.

Í færslu á Twitter segist Ólafur passa enn þá í sömu jakkafötin og þegar hann heimsótti Ísafjörð sem forseti Íslands fyrir 24 árum.

„Ég var í sömu jakkafötum þegar ég heimsótti Ísafjörð í fyrsta sinn sem forseti fyrir 24 árum,“ segir Ólafur í færslunni.

„Þrátt fyrir að hafa verið í öllum þessum matarboðum og athöfnum í um 25 ár passa ég enn í jakkafötin. Á ég skilið að vera stoltur? Þetta kemur með daglegum gönguferðum og hreyfingu.“

Ólafur Ragnar Grímsson var forseti Íslands á árunum 1996-2016, í heil tuttugu ár.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×