Ólafur Ragnar Grímsson

Fréttamynd

Ólafur Ragnar segir nýja stjórnar­skrá ó­nýtt plagg

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, hnykkti á því sem hann hefur áður sagt og gaf tillögum Stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá falleinkunn. Í raun skrúfaði hann tillögurnar í sundur og sagði þær ekki nothæfar.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Ragnar á­vítar breskan fjöl­miðil

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, ávítaði breska fjölmiðilinn GB News fyrir fréttaflutning sinn af eldgosinu á Reykjanesskaga. Þrátt fyrir eldgosið segir Ólafur að Ísland sé öruggara en götur Lundúna.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Ragnar skákar Vig­dísi og Guðna

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er efstur á tekjulista forseta, alþingismanna og ráðherra með 4,3 milljónir króna á mánuði. Guðni Th. Jóhannesson, einnig fyrrverandi forseti, er með 3,4 milljónir á mánuði og Vigdís Finnbogadóttir með 3 milljónir á mánuði. 

Innlent
Fréttamynd

Katrín minni á Ólaf Ragnar árið 2012

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir líklegast að Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr muni heyja baráttuna um Bessastaði. Þau þrjú mælast með mest fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu. Þó segir hann að mögulega geti einhver af þeim frambjóðendum sem komi næst á eftir þeim þremur blandað sér í slaginn.

Innlent
Fréttamynd

Dorrit hitti „kynþokkafyllsta mann heims“

Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú Íslands, hitti breska rithöfundinn og grínistann David Walliams. Hún sýnir frá þessu á Instagram-síðu sinni, þar sem hún birtir mynd af sér og bretanum fræga.

Lífið
Fréttamynd

Ein­hyrnings­fyrir­tæki sem vann gullið á ólympíu­leikum efna­hags­lífsins

Fyrrverandi forseti Íslands segir Kerecis hafa unnið gullverðlaunin á ólympíuleikum efnahagslífs heimsins með 180 milljarða króna sölu þess til alþjóða læknavörufyrirtækisins Coloplast í dag. Á örfáum árum hefur Kerecis vaxið í að vera eitt verðmætasta fyrirtæki Íslandssögunnar, tvöfalt verðmætara en Icelandair og Eimskip.

Innlent
Fréttamynd

Æskuheimili Ólafs Ragnars nýtt til ræktunar alþjóðlegs fræðanets

Alþjóðlegu fræðaneti var ýtt úr vör á fyrsta málþingi stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar á Ísafirði í dag. Innlendir og erlendir fræðimenn geta starfað á æskuheimili forsetans fyrrverandi í bænum í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og háskólanna í Reykjavík og á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

„Lýsa á á­takan­legan hátt bar­áttu sjúk­lingsins“

Svanhildarstofa var opnuð í dag við hátíðlega athöfn á Hælinu, setri um sögu berklanna á Kristnesi. Stofan er opnuð til minningar um Svanhildi Ólafsdóttur Hjartar, móður fyrrverandi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Hann segir stundina mikilvæga fyrir sig og fjölskylduna.

Lífið
Fréttamynd

Ný al­þjóð­leg hug­veita um frið og vel­megun stað­sett í Reykja­vík

Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða.

Innlent
Fréttamynd

Dorrit stal senunni á frumsýningu Beast

Í gær var kvikmyndin Beast frumsýnd, sem Baltasar Kormákur leikstýrði, og fór frumsýningin fram í Laugarásbíó. Það var þó engin önnur er Dorrit Moussaieff sem stal senunni og hélt uppi stuðinu á staðnum. 

Lífið