Lífið

Góðu fréttirnar voru að fimmti meðlimurinn fannst en vondu fréttirnar voru að hann var í fangelsi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þorkell Máni  lék á als oddi í viðtalinu.
Þorkell Máni  lék á als oddi í viðtalinu. vísir/vilhelm

Þorkell Máni Pétursson hefur starfa sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus.

Máni er gestur vikunnar í Einkalífinu og segir hann að það hafi oft á tíðum skrautlegt að vera umboðsmaður Mínus.

„Þetta var að mörgum leyti svolítið erfiður tími en það var líka út af því að ég var svo erfiður. Þetta var rosalegur skóli það var alltaf mikið líf í kringum þessa stráka og maður lærði heilmikið,“ segir Máni. Hann segir eina mjög áhugaverða sögu.

„Einu sinni var Mínus að fara spila á Airwaves-hátíð og það var búið að leigja túrrútu og tveir breskir blaðamenn áttu að fara með meðlimum Mínus á fimmtán uppáhalds staðina þeirra,“ segir Máni en dagskráin átti að hefjast klukkan 9:30 um morguninn og það gekk erfiðlega að finna alla meðlimi bandsins. Upp úr hádegi hafði hann náð að finna alla, nema einn.

„Við erum búnir að hringja út um allt og það er í raun öll ferðin að fara í þetta á sama tíma og við erum að fara í gegnum þessa fimmtán staði. Síðan allt í einu náum við að finna fimmta meðlim sveitarinnar og ég þarf að snúa mér við og segja við blaðamennina, ég er með góðar fréttir og slæmar fréttir. Góðu fréttirnar eru þær að ég er búinn að finna fimmta meðliminn. Slæmu fréttirnar eru þær að hann er í fangelsi.“

Hér að ofan má horfa á allan þáttinn sem er einnig aðgengilegur á Stöð 2 Maraþon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.