Enski boltinn

VAR-dómarinn í Bítlaborgarslagnum fær ekki að dæma um næstu helgi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Leeds United hópast að David Coote í leiknum gegn Wolves í gær.
Leikmenn Leeds United hópast að David Coote í leiknum gegn Wolves í gær. getty/Alex Pantling

David Coote fær ekki að dæma leik í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi vegna mistakanna sem hann gerði í leik Everton og Liverpool á laugardaginn. Hann var myndbandsdómari í Bítlaborgarslagnum á Goodison Park. 

Jordan Pickford, markvörður Everton, slapp við refsingu þegar hann tæklaði Virgil van Dijk eftir að rangstaða var dæmd á Liverpool snemma leiks. Coote gleymdi því að hann mætti skoða atvikið þótt rangstaða hafi verið dæmd.

Van Dijk sleit krossband í hné, þarf að fara í aðgerð og leikur væntanlega ekki meira með Liverpool á þessu tímabili.

Coote dæmdi leik Leeds United og Wolves í gær en fær ekki að dæma um næstu helgi. Hann verður að gera sér að góðu að vera fjórði dómari á leik West Ham og Manchester City.

Coote var dómari og/eða myndbandsdómari í fyrstu fimm umferðum ensku úrvalsdeildarinnar en situr hjá í 6. umferðinni.


Tengdar fréttir

Carragher segir titilbaráttuna galopna

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og einn af álitsgjöfum á Sky Sports Football, segir titilbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni galopna í kjölfar meiðsla Virgil van Dijk hjá Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×