Frændsystkin í einangrun sakna foreldra sinna: „Allt út af smiti á líkamsræktarstöð“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. október 2020 20:00 Alexandra Ýr Þorsteinsdóttir, móðir sjö ára stúlku sem smitaðist af covid19 í gegn um líkamsræktarstöð segir ábyrgðarlaust af ráðherra að heimila opnun stöðvanna. Hún hefur ekki hitt dóttur sína, Tinnu Valdísi, í þrjár vikur og þarf að bíða í níu daga í viðmót. Tinna Valdís, sem smitaðist fyrir þremur vikum, er í einangrun ásamt frænda sínum Viktori Marel sem er níu ára. Þau hafa verið heima hjá ömmu sinni, ásamt móður Viktors en þær eru einnig með sjúkdóminn. Smitaðist á hnefaleikastöð í Kópavogi Alexandra Ýr móðir Tinnu Valdísar skrifaði færslu á Facebook í gærkvöldi eftir að ljóst var að líkamsræktarstöðvar yrðu opnaðar í dag. „Ég hef ekki séð dóttur mína síðan 4. október og þarf að bíða þangað til 29. október þangað til ég get loksins séð hana. Það er allt út af smiti á líkamsræktarstöð,“ segir Alexandra Ýr. Fjölskyldan smitaðist af föður Tinnu sem smitaðist á hnefaleikastöð í Kópavogi en rúmlega tvö hundruð smit hafa verið rakin til hennar. Frændsystkinin Tinna Valdís 7 ára og Viktor Marel 9 ára hafa verið í einangrun í þrjár vikur. Tinna Valdís saknar mömmu sinnar og Viktor Marel pabba síns. vísir/egill Segir mikið ábyrgðarleysi að opna líkamsræktarstöðvar Alexandra segist ekki skilja ákvörðun heilbrigðisráðherra um að leyfa hópatíma í líkamsræktarstöðvum. „Manni finnst þetta svo mikið ábyrgðarleysi. Þetta er búið að vera skelfilegur tími, þetta er búið að taka á mig, hana, bróður hennar og alla okkar fjölskyldu. Þau komast ekki í skólann, þau sakna vina sinna og fjölskyldu þannig þetta hefur svo rosaleg áhrif og bara einn smitaður einstaklingur hefur svo stór áhrif á alla í kring um sig,“ segir Alexandra. Henni finnst að það eigi að bíða með að opna fyrir hóptíma þar til smitunum fækkar verulega. Alexandra Ýr hefur ekki séð dóttur sína í þrjár vikur. Hún er mjög gagnrýnin á ákvörðun heilbrigðisráðherra um að leyfa líkamsræktarstöðvum að opna í dag. Einangrun erfið og sakna mömmu og pabba Tinna Valdís segist sakna mömmu sinnar mikið og Viktor pabba síns. Þeim leiðist mikið og það sé erfitt að vera innilokaður á sama stað í svo langan tíma. „Við höfum verið að boxa, við höfum verið að púsla og læra og bara alls konar hluti,“ segja Tinna Valdís og Viktor. Fjölskyldan smitaðist af föður Tinnu Valdísar sem smitaðist á hnefaleikastöð í Kópavogi en rúmlega tvö hundruð smit hafa verið rakin til stöðvarinnar. Þau hafi ekki fundið fyrir miklum einkennum. „Bara með smá hita en mömmu minni líður ekki það vel því hún er með rifu á lunganu og síðan er amma mín með fjörutíu stiga hita og hún ældi í gær,“ segir Viktor. Í samtali við fréttastofu segir amma barnanna og móðir Viktors að einangrunin hafi reynst mjög erfið. Það sé erfitt að vera mjög veikur og á sama tíma að reyna halda börnunum uppteknum. Fólk hugsi sig tvisvar um áður en það fer í ræktina Alexandra, sem er fyrrverandi þjálfari á líkamsræktarstöð, biðlar til fólks að hugsa sig tvisar um áður en það fer á líkamsræktarstöðvar. „Ef fólk er að hugsa um heilsuna þá finnst manni þetta náttúrulega eiga að vera í fyrirrúmi að fólk sé ekki að smitast af þessari veiru. Það ætti að vera númer eitt tvö og þrjú. Við erum það heppin að við eigum ótrúlega fallega náttúru og það er ótrúlega fallegt haustveður núna þannig það er bara yndislegt að fara út að hreyfa sig,“ segir Alexandra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Heilbrigðismál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sjá meira
Alexandra Ýr Þorsteinsdóttir, móðir sjö ára stúlku sem smitaðist af covid19 í gegn um líkamsræktarstöð segir ábyrgðarlaust af ráðherra að heimila opnun stöðvanna. Hún hefur ekki hitt dóttur sína, Tinnu Valdísi, í þrjár vikur og þarf að bíða í níu daga í viðmót. Tinna Valdís, sem smitaðist fyrir þremur vikum, er í einangrun ásamt frænda sínum Viktori Marel sem er níu ára. Þau hafa verið heima hjá ömmu sinni, ásamt móður Viktors en þær eru einnig með sjúkdóminn. Smitaðist á hnefaleikastöð í Kópavogi Alexandra Ýr móðir Tinnu Valdísar skrifaði færslu á Facebook í gærkvöldi eftir að ljóst var að líkamsræktarstöðvar yrðu opnaðar í dag. „Ég hef ekki séð dóttur mína síðan 4. október og þarf að bíða þangað til 29. október þangað til ég get loksins séð hana. Það er allt út af smiti á líkamsræktarstöð,“ segir Alexandra Ýr. Fjölskyldan smitaðist af föður Tinnu sem smitaðist á hnefaleikastöð í Kópavogi en rúmlega tvö hundruð smit hafa verið rakin til hennar. Frændsystkinin Tinna Valdís 7 ára og Viktor Marel 9 ára hafa verið í einangrun í þrjár vikur. Tinna Valdís saknar mömmu sinnar og Viktor Marel pabba síns. vísir/egill Segir mikið ábyrgðarleysi að opna líkamsræktarstöðvar Alexandra segist ekki skilja ákvörðun heilbrigðisráðherra um að leyfa hópatíma í líkamsræktarstöðvum. „Manni finnst þetta svo mikið ábyrgðarleysi. Þetta er búið að vera skelfilegur tími, þetta er búið að taka á mig, hana, bróður hennar og alla okkar fjölskyldu. Þau komast ekki í skólann, þau sakna vina sinna og fjölskyldu þannig þetta hefur svo rosaleg áhrif og bara einn smitaður einstaklingur hefur svo stór áhrif á alla í kring um sig,“ segir Alexandra. Henni finnst að það eigi að bíða með að opna fyrir hóptíma þar til smitunum fækkar verulega. Alexandra Ýr hefur ekki séð dóttur sína í þrjár vikur. Hún er mjög gagnrýnin á ákvörðun heilbrigðisráðherra um að leyfa líkamsræktarstöðvum að opna í dag. Einangrun erfið og sakna mömmu og pabba Tinna Valdís segist sakna mömmu sinnar mikið og Viktor pabba síns. Þeim leiðist mikið og það sé erfitt að vera innilokaður á sama stað í svo langan tíma. „Við höfum verið að boxa, við höfum verið að púsla og læra og bara alls konar hluti,“ segja Tinna Valdís og Viktor. Fjölskyldan smitaðist af föður Tinnu Valdísar sem smitaðist á hnefaleikastöð í Kópavogi en rúmlega tvö hundruð smit hafa verið rakin til stöðvarinnar. Þau hafi ekki fundið fyrir miklum einkennum. „Bara með smá hita en mömmu minni líður ekki það vel því hún er með rifu á lunganu og síðan er amma mín með fjörutíu stiga hita og hún ældi í gær,“ segir Viktor. Í samtali við fréttastofu segir amma barnanna og móðir Viktors að einangrunin hafi reynst mjög erfið. Það sé erfitt að vera mjög veikur og á sama tíma að reyna halda börnunum uppteknum. Fólk hugsi sig tvisvar um áður en það fer í ræktina Alexandra, sem er fyrrverandi þjálfari á líkamsræktarstöð, biðlar til fólks að hugsa sig tvisar um áður en það fer á líkamsræktarstöðvar. „Ef fólk er að hugsa um heilsuna þá finnst manni þetta náttúrulega eiga að vera í fyrirrúmi að fólk sé ekki að smitast af þessari veiru. Það ætti að vera númer eitt tvö og þrjú. Við erum það heppin að við eigum ótrúlega fallega náttúru og það er ótrúlega fallegt haustveður núna þannig það er bara yndislegt að fara út að hreyfa sig,“ segir Alexandra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Heilbrigðismál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sjá meira