Þjálfari Katrínar Tönju skemmti sinni konu með danstilþrifum í búbblunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2020 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ben Bergeron hafa unnið lengi saman. Instagram/@benbergeron Nú eru bara örfáir dagar í að Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir við fjórar CrossFit konur um heimsmeistaratitilinn í CrossFit sem íslenska CrossFit drottningin gefur nú unnið í þriðja sinn á ferlinum. Hver og einn keppandi í ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit mátti taka með sér einn aðstoðarmann inn í CrossFit búbbluna og Katrín Tanja Davíðsdóttir valdi þjálfarann sinn Ben Bergeron. Ben Bergeron hefur verið aðalþjálfari Katrínar í fimm ár en hún flutti frá Ryekjavík til Boston til að geta æft hjá honum. Keppnin um heimsmeistaratitilinn í CrossFit hefst á föstudaginn og mun taka þrjá daga. Keppnisstjóri CrossFit hefur lýst því yfir að þetta verði erfiðustu heimsleikarnir sem haldnir hafa verið og það má því búast við mjög krefjandi æfingum. View this post on Instagram Finishing touches. // 3 days out! - Got to do today s training at the venue & it felt really good to get to be in the competition space! It s looking really GOOD! @crossfitgames A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) on Oct 20, 2020 at 3:23pm PDT Ben Bergeron hefur margoft sýnt að hann svífst einskis til að herða Katrínu Tönju upp og undirbúa hana undir að ráða við alls konar áreiti. Honum er mjög umhugað um andlega þáttinn hjá sínum íþróttamönnum. Bergeron er þó ekki bara að öskra Katrínu áfram á æfingunum því hann er líka maðurinn til að létta andann á réttum tímapunktum. Katrín Tanja náði þannig að taka upp á myndband þegar Ben Bergeron dansaði fyrir hana eftir eina æfingu þeirra í Aromas. Það verður að teljast góðar fréttir af okkar konu þegar þjálfari hennar er alveg „dansandi glaður“ nokkrum dögum fyrir heimsleika. Katrín Tanja hefur líka mjög gaman af þjálfara sínum og það má heyra hana skella upp úr á meðan dansinum stendur. Það má sjá þennan dans hjá Ben Bergeron hér fyrir neðan. View this post on Instagram Final prep during Games Week got me... #hitit #ittakestwo #heatherwouldbeproud by @katrintanja A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) on Oct 19, 2020 at 8:10pm PDT CrossFit Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
Nú eru bara örfáir dagar í að Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir við fjórar CrossFit konur um heimsmeistaratitilinn í CrossFit sem íslenska CrossFit drottningin gefur nú unnið í þriðja sinn á ferlinum. Hver og einn keppandi í ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit mátti taka með sér einn aðstoðarmann inn í CrossFit búbbluna og Katrín Tanja Davíðsdóttir valdi þjálfarann sinn Ben Bergeron. Ben Bergeron hefur verið aðalþjálfari Katrínar í fimm ár en hún flutti frá Ryekjavík til Boston til að geta æft hjá honum. Keppnin um heimsmeistaratitilinn í CrossFit hefst á föstudaginn og mun taka þrjá daga. Keppnisstjóri CrossFit hefur lýst því yfir að þetta verði erfiðustu heimsleikarnir sem haldnir hafa verið og það má því búast við mjög krefjandi æfingum. View this post on Instagram Finishing touches. // 3 days out! - Got to do today s training at the venue & it felt really good to get to be in the competition space! It s looking really GOOD! @crossfitgames A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) on Oct 20, 2020 at 3:23pm PDT Ben Bergeron hefur margoft sýnt að hann svífst einskis til að herða Katrínu Tönju upp og undirbúa hana undir að ráða við alls konar áreiti. Honum er mjög umhugað um andlega þáttinn hjá sínum íþróttamönnum. Bergeron er þó ekki bara að öskra Katrínu áfram á æfingunum því hann er líka maðurinn til að létta andann á réttum tímapunktum. Katrín Tanja náði þannig að taka upp á myndband þegar Ben Bergeron dansaði fyrir hana eftir eina æfingu þeirra í Aromas. Það verður að teljast góðar fréttir af okkar konu þegar þjálfari hennar er alveg „dansandi glaður“ nokkrum dögum fyrir heimsleika. Katrín Tanja hefur líka mjög gaman af þjálfara sínum og það má heyra hana skella upp úr á meðan dansinum stendur. Það má sjá þennan dans hjá Ben Bergeron hér fyrir neðan. View this post on Instagram Final prep during Games Week got me... #hitit #ittakestwo #heatherwouldbeproud by @katrintanja A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) on Oct 19, 2020 at 8:10pm PDT
CrossFit Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira