Chelsea hvorki að plata né grínast með því að setja Petr Cech á leikmannalistann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2020 09:02 Frank Lampard og Petr Cech unnu marga titla saman hjá Chelsea og nú vill Lampard hafa tékkneska markvörðinn á bakvakt. Getty/Darren Walsh Margir urðu hissa þegar þeir fengu leikmannalista Chelsea í hendurnar en liðin í ensku úrvalsdeildinni þurftu að tilkynna inn 25 manna leikmannalista í vikunni. Ástæðan var að þarna var vissulega kunnuglegt nafn en nafn sem um leið passaði ekki alveg við árið 2020. Chelsea var þó hvorki að plata eða að grínast með því að setja Petr Cech á leikmannalistann sinn fyrir ensku úrvalsdeildina 2020-21. Cech er í formi og tilbúinn að hlaupa í skarðið í vandræðum. Petr Cech lagði samt knattspyrnuskóna á hilluna vorið 2019. Lokaleikurinn hans var ekki með Chelsea heldur á móti Chelsea. Tékkinn varði mark Arsenal í tapleik á móti Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Petr Cech is BACK He's been named in Chelsea's Premier League squad - despite having retired from playing at the end of the 2018-19 season.More: https://t.co/scETqdZ5Un #cfc #bbcfootball pic.twitter.com/FO5iuogqH5— BBC Sport (@BBCSport) October 21, 2020 Hann er nú 38 ára gamall og hefur unnið fyrir Chelsea síðan hann hætti. Cech er tæknilegur ráðgjafi hjá félaginu. Cech var í ellefu ár hjá Chelsea og vann þrettán titla með félaginu þar á meðal varð hann fjórum sinnum enskur meistari. Hann er einn besti leikmaðurinn í sögu Chelsea. Cech spilaði síðast fyrir Chelsea í 3-1 sigri á Sunderland í maí 2015 en hann færði sig um sumarið yfir til nágrannanna í Arsenal þar sem hann kláraði ferilinn. Undanfarið hefur Cech verið að hjálpa til við markvarðarþjálfun liðsins og það leiddi síðan til þess að hann er neyðarmarkvörður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. It was immediately clear that Cech could still be playing at the highest level. https://t.co/w5Kg7eshpF— SPORTbible (@sportbible) October 21, 2020 „Þetta er alls engin rómantík. Pete elskar að æfa og þannig er hann bara. Það er gott að hafa hann ef eitthvað gerist. Hann er í það góðu formi að við gætum ekki fengið betri mann en Petr Cech ef við lendum í krísu. Ég býst ekki við að hann spili en það bjóst enginn heldur við því sem hefur verið í gangi í heiminum í sex eða sjö mánuði. Það skýrir kannski af hverju hann er hér,“ sagði Frank Lampard. „Við áttum pláss fyrir hann og Covid gerir þetta ár ólíkt öllum öðrum árum. Hann er í flottu formi og enn tiltölulega ungur. Hann hefði vel getað haldið áfram að spila þegar skórnir fóru upp á hillu. Það var algjör ‚no-brainer' að hafa hann í hópnum,“ sagði Lampard. Af öðrum félögum má nefna að þeir Phil Jones og markvörðurinn Sergio Romero eru ekki á 25 manna lista Manchester United og Mesut Özil er ekki á listanum hjá Arsenal. Liðin geta þó kallað inn í nýja leikmenn í janúar þannig að þeir gætu ennþá allir spilað með sínu liði á leiktíðinni. Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Margir urðu hissa þegar þeir fengu leikmannalista Chelsea í hendurnar en liðin í ensku úrvalsdeildinni þurftu að tilkynna inn 25 manna leikmannalista í vikunni. Ástæðan var að þarna var vissulega kunnuglegt nafn en nafn sem um leið passaði ekki alveg við árið 2020. Chelsea var þó hvorki að plata eða að grínast með því að setja Petr Cech á leikmannalistann sinn fyrir ensku úrvalsdeildina 2020-21. Cech er í formi og tilbúinn að hlaupa í skarðið í vandræðum. Petr Cech lagði samt knattspyrnuskóna á hilluna vorið 2019. Lokaleikurinn hans var ekki með Chelsea heldur á móti Chelsea. Tékkinn varði mark Arsenal í tapleik á móti Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Petr Cech is BACK He's been named in Chelsea's Premier League squad - despite having retired from playing at the end of the 2018-19 season.More: https://t.co/scETqdZ5Un #cfc #bbcfootball pic.twitter.com/FO5iuogqH5— BBC Sport (@BBCSport) October 21, 2020 Hann er nú 38 ára gamall og hefur unnið fyrir Chelsea síðan hann hætti. Cech er tæknilegur ráðgjafi hjá félaginu. Cech var í ellefu ár hjá Chelsea og vann þrettán titla með félaginu þar á meðal varð hann fjórum sinnum enskur meistari. Hann er einn besti leikmaðurinn í sögu Chelsea. Cech spilaði síðast fyrir Chelsea í 3-1 sigri á Sunderland í maí 2015 en hann færði sig um sumarið yfir til nágrannanna í Arsenal þar sem hann kláraði ferilinn. Undanfarið hefur Cech verið að hjálpa til við markvarðarþjálfun liðsins og það leiddi síðan til þess að hann er neyðarmarkvörður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. It was immediately clear that Cech could still be playing at the highest level. https://t.co/w5Kg7eshpF— SPORTbible (@sportbible) October 21, 2020 „Þetta er alls engin rómantík. Pete elskar að æfa og þannig er hann bara. Það er gott að hafa hann ef eitthvað gerist. Hann er í það góðu formi að við gætum ekki fengið betri mann en Petr Cech ef við lendum í krísu. Ég býst ekki við að hann spili en það bjóst enginn heldur við því sem hefur verið í gangi í heiminum í sex eða sjö mánuði. Það skýrir kannski af hverju hann er hér,“ sagði Frank Lampard. „Við áttum pláss fyrir hann og Covid gerir þetta ár ólíkt öllum öðrum árum. Hann er í flottu formi og enn tiltölulega ungur. Hann hefði vel getað haldið áfram að spila þegar skórnir fóru upp á hillu. Það var algjör ‚no-brainer' að hafa hann í hópnum,“ sagði Lampard. Af öðrum félögum má nefna að þeir Phil Jones og markvörðurinn Sergio Romero eru ekki á 25 manna lista Manchester United og Mesut Özil er ekki á listanum hjá Arsenal. Liðin geta þó kallað inn í nýja leikmenn í janúar þannig að þeir gætu ennþá allir spilað með sínu liði á leiktíðinni.
Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira