Viðskipti innlent

Her­dís nýr fram­kvæmda­stjóri Skál­holts

Atli Ísleifsson skrifar
Herdís Friðriksdóttir.
Herdís Friðriksdóttir.

Herdís Friðriksdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Skálholts. 

Í tilkynningu á vef Þjóðkirkjunnar kemur fram að Herdís sé skógfræðingur að mennt með MPM í verkefnisstjórnun.

„Stjórn Skálholts auglýsti á dögunum eftir framkvæmdastjóra félagsins. Alls bárust 20 umsóknir um stöðuna. Eftir ítarlegt ráðningarferli hefur stjórn Skálholts ákveðið að ráða Herdísi Friðriksdóttir í stöðu framkvæmdastjóra Skálholts.

Frá 2017 hefur Herdís rekið eigið fyrirtæki, Understand Iceland sem framkvæmdastjóri. Understand Iceland sérhæfir sig í fræðsluferðum fyrir háskólanemendur og fróðleiksfúsa N-Ameríkana.

Þar á undan starfaði Herdís sem verkefnastjóri Sesseljuhúss umhverfisseturs á Sólheimum og fyrr sem sérfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Herdís er gift Einari Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsverði þjóðgarðsins á Þingvöllum. Þau eiga saman tvær dætur; Guðnýju Helgu (f. 2002) og Þórhildi Júlíu (f. 2004).

Herdís og Einar eru sveitungar Skálholtsstaðar og búa með fjölskyldu sinni í Reykholti,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×