Enski boltinn

Greenwood skammaður fyrir óstundvísi og droll

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mason Greenwood virðist ekki kunna almennilega á klukku.
Mason Greenwood virðist ekki kunna almennilega á klukku. getty/John Sibley

Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur verið skammaður fyrir óstundvísi. Daily Mail greinir frá þessu.

Greenwood hefur ekki verið í leikmannahópi United í fyrstu tveimur leikjunum eftir landsleikjahléið. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, segir að það sé ekki vegna vandræða utan vallar heldur vegna smávægilegra meiðsla Greenwoods.

„Ég get ekki greint frá læknisfræðilegum atriðum. Þetta er bara hnjask og ég vildi ekki taka neina áhættu með hann. Vonandi verður hann klár fyrir helgina,“ sagði Solskjær er hann var spurður út í Greenwood eftir sigurinn á Paris Saint-Germain, 1-2, í Meistaradeild Evrópu í gær.

Samkvæmt frétt Daily Mail eru menn hjá United pirraðir að óstundvísi og almennu drolli Greenwoods.

Sem frægt er kom hinn nítján ára Greenwood sér í klandur þegar hann og Phil Foden brutu sóttvarnareglur meðan enska landsliðið var á Íslandi í september. Í kjölfarið var þeim hent út úr enska hópnum og voru ekki valdir fyrir landsleikina fyrr í þessum mánuði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×