Klopp ánægður með nýja parið en vill að það tali meira Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2020 08:00 Fabinho bjargaði Liverpool meistaralega með því að hreinsa á marklínu eftir að boltinn fór yfir Adrian. Getty/Andrew Powell Jürgen Klopp var ánægður með frammistöðu Fabinho sem miðvarðar í 1-0 sigrinum gegn Ajax í gær en segir þá Joe Gomez geta gert betur. Liverpool var án Virgil van Dijk og Joël Matip vegna meiðsla, í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Fabinho fór því af miðjunni í stöðu miðvarðar, eins og stundum áður, og gæti þurft að leysa það hlutverk mun oftar í vetur nú þegar ljóst er að Van Dijk verður frá keppni í marga mánuði vegna hnémeiðsla. Þeir Gomez mynduðu nýtt miðvarðapar Liverpool. Klippa: Ajax - Liverpool 0-1 Vegna meiðsla Van Dijk hefur talsverð umræða verið um miðvarðamál Liverpool og Klopp er meðvitaður um það: „Var pressa varðandi þessa stöðu í kvöld? Já,“ sagði Klopp á blaðamannafundi eftir leik í gær. „Það er ljóst að miðverðirnir tveir voru að spila sinn fyrsta leik saman, held ég. Fabinho getur spilað í þessari stöðu og hefur raunar gaman af því. Ef ég bæði hann um að spila sem bakvörður myndi hann ekki njóta þess eins mikið. Miðað við okkar stöðu þá verða þessir strákar að halda sér í standi en ég er mjög ánægður með kvöldið. Þetta gaf honum klárlega sjálfstraust,“ sagði Klopp um Fabinho. Joe og Fabinho þurfa að venjast hvor öðrum Brasilíumaðurinn kom Liverpool til bjargar seint í leiknum með bakfallsspyrnu á marklínu þegar Dusan Tadic var nálægt því að jafna metin fyrir Ajax. „Þetta var gott en Fabinho getur spilað betur. Joe og Fabinho þurfa að venjast hvor öðrum, og venjast því hvaða kröfur eru gerðar um að menn í þessari stöðu tali við aðra og hjálpi miðjunni. Þetta var góð frammistaða en það er mikið svigrúm til að bæta sig, og það er gott. Þetta var svo sannarlega gott kvöld.“ Sigurmark Liverpool var sjálfsmark heimamanna eftir spyrnu Sadio Mané.Getty/MAURICE VAN STEEN Þríeykið Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mané fór af velli eftir klukkutíma leik en Klopp sagði það ekki hafa verið vegna leiksins við Sheffield United á laugardag, eða vegna meiðsla. Mané sást með kælipoka á hnénu eftir að hafa farið af velli: „Eins og sást þá var þetta hraður leikur og ef að boltinn vannst fengu menn stórt tækifæri á að sækja hratt. Þetta var krefjandi fyrir fremstu þrjá mennina svo ég var ánægður með að geta gert þessar breytingar og eiga fimm skiptingar. Sadio hefur verið með „dead leg“ í nokkra daga. Hann finnur enn til en þetta er ekki vandamál og hann notar kælingu þegar hann er ekki að spila,“ sagði Klopp. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool, aukaspyrnu Gündogans og markasúpuna í Bæjaralandi Liverpool, Manchester City og Bayern Munchen byrja öll Meistaradeildina vel í ár en öll unnu þau leiki sína í 1. umferð riðlakeppninnar í gærkvöldi. 22. október 2020 07:01 Liverpool vann í Hollandi á sjálfsmarki Liverpool byrjar Meistaradeildina vel þetta tímabilið en þeir unnu 1-0 sigur á Ajax á útivelli í kvöld. 21. október 2020 20:55 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Jürgen Klopp var ánægður með frammistöðu Fabinho sem miðvarðar í 1-0 sigrinum gegn Ajax í gær en segir þá Joe Gomez geta gert betur. Liverpool var án Virgil van Dijk og Joël Matip vegna meiðsla, í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Fabinho fór því af miðjunni í stöðu miðvarðar, eins og stundum áður, og gæti þurft að leysa það hlutverk mun oftar í vetur nú þegar ljóst er að Van Dijk verður frá keppni í marga mánuði vegna hnémeiðsla. Þeir Gomez mynduðu nýtt miðvarðapar Liverpool. Klippa: Ajax - Liverpool 0-1 Vegna meiðsla Van Dijk hefur talsverð umræða verið um miðvarðamál Liverpool og Klopp er meðvitaður um það: „Var pressa varðandi þessa stöðu í kvöld? Já,“ sagði Klopp á blaðamannafundi eftir leik í gær. „Það er ljóst að miðverðirnir tveir voru að spila sinn fyrsta leik saman, held ég. Fabinho getur spilað í þessari stöðu og hefur raunar gaman af því. Ef ég bæði hann um að spila sem bakvörður myndi hann ekki njóta þess eins mikið. Miðað við okkar stöðu þá verða þessir strákar að halda sér í standi en ég er mjög ánægður með kvöldið. Þetta gaf honum klárlega sjálfstraust,“ sagði Klopp um Fabinho. Joe og Fabinho þurfa að venjast hvor öðrum Brasilíumaðurinn kom Liverpool til bjargar seint í leiknum með bakfallsspyrnu á marklínu þegar Dusan Tadic var nálægt því að jafna metin fyrir Ajax. „Þetta var gott en Fabinho getur spilað betur. Joe og Fabinho þurfa að venjast hvor öðrum, og venjast því hvaða kröfur eru gerðar um að menn í þessari stöðu tali við aðra og hjálpi miðjunni. Þetta var góð frammistaða en það er mikið svigrúm til að bæta sig, og það er gott. Þetta var svo sannarlega gott kvöld.“ Sigurmark Liverpool var sjálfsmark heimamanna eftir spyrnu Sadio Mané.Getty/MAURICE VAN STEEN Þríeykið Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mané fór af velli eftir klukkutíma leik en Klopp sagði það ekki hafa verið vegna leiksins við Sheffield United á laugardag, eða vegna meiðsla. Mané sást með kælipoka á hnénu eftir að hafa farið af velli: „Eins og sást þá var þetta hraður leikur og ef að boltinn vannst fengu menn stórt tækifæri á að sækja hratt. Þetta var krefjandi fyrir fremstu þrjá mennina svo ég var ánægður með að geta gert þessar breytingar og eiga fimm skiptingar. Sadio hefur verið með „dead leg“ í nokkra daga. Hann finnur enn til en þetta er ekki vandamál og hann notar kælingu þegar hann er ekki að spila,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool, aukaspyrnu Gündogans og markasúpuna í Bæjaralandi Liverpool, Manchester City og Bayern Munchen byrja öll Meistaradeildina vel í ár en öll unnu þau leiki sína í 1. umferð riðlakeppninnar í gærkvöldi. 22. október 2020 07:01 Liverpool vann í Hollandi á sjálfsmarki Liverpool byrjar Meistaradeildina vel þetta tímabilið en þeir unnu 1-0 sigur á Ajax á útivelli í kvöld. 21. október 2020 20:55 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Sjáðu sigurmark Liverpool, aukaspyrnu Gündogans og markasúpuna í Bæjaralandi Liverpool, Manchester City og Bayern Munchen byrja öll Meistaradeildina vel í ár en öll unnu þau leiki sína í 1. umferð riðlakeppninnar í gærkvöldi. 22. október 2020 07:01
Liverpool vann í Hollandi á sjálfsmarki Liverpool byrjar Meistaradeildina vel þetta tímabilið en þeir unnu 1-0 sigur á Ajax á útivelli í kvöld. 21. október 2020 20:55