Liverpool liðið fær ekki á sig mark með Fabinho í miðverði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2020 15:00 Fabinho í leik með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Hann er ekki bara frábær miðjumaður heldur mjög góður miðvörður líka. EPA-EFE/Shaun Botterill Fabinho leysti í gærkvöldi miðvarðarstöðu hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk þegar Liverpool vann 1-0 útisigur á Ajax í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili. Virgil van Dijk sleit krossband í jafnteflinu á móti Everton um síðustu helgi og Joel Matip var einnig óleikfær vagna meiðsla sem hann hlaut í þeim sama leik. Fabinho's game by numbers vs. Ajax in the #UCL 75 touches 10 total duels 9 clearances 4 total aerial duels 4 tackles 4 interceptions 4 recoveries 1 block 1 goal-line clearanceAn impressive performance at the back. pic.twitter.com/5odgD2kcpU— Squawka Football (@Squawka) October 21, 2020 Fabinho hefur verið að gera flotta hluti inn á miðju Liverpool liðsins en hann er fjölhæfur leikmaður sem getur hoppað inn í margar stöður á vellinum. Fabinho lék vel í miðvarðarstöðunni í gær og Liverpool liðið hélt hreinu. Fabinho þurfti reyndar að bjarga einu sinni á marklínu og Adrian varði líka úr dauðafæri en Ajax mönnum tókst ekki að skora eða fá eitthvað út úr leiknum. Eftir smá grúsk þá komust menn líka að því að það hefur gengið vel hjá Liverpool liðinu að verjast með Fabinho í miðri vörninni. | Fabinho s four games in the Premier League and Champions League when starting at centre-half: Jan 2019: 1-0 vs. Brighton Feb 2019: 0-0 vs. Bayern Munich Sep 2020 2-0 vs. Chelsea Oct 2020: 1-0 vs. Ajax Loves a clean sheet! pic.twitter.com/5WXWGMZEyR— The Kopite (@TheKopiteOFF) October 22, 2020 Leikurinn í gær var fjórði byrjunarliðsleikur hans í miðverði í ensku úrvalsdeildinni eða Meistaradeildinni og í engum þeirra hefur mótherjunum tekist að skora. Leikirnir eru eftirtaldir: Fabinho lék með Joe Gomez í miðverði í 1-0 sigri á Ajax í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Fabinho lék með Virgil van Dijk í miðverði í 2-0 sigri á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á Stamford Bridge 20. september síðastliðinn. Fabinho lék með Joel Matip í miðverði í 0-0 jafntefli á móti Bayern München á Anfield í Meistaradeildinni 19. febrúar 2019. Fabinho lék með Virgil van Dijk í miðverði í 1-0 sigri á Brighton í ensku úrvalsdeildinni 12. janúar 2019. Fabinho x Joe Gomez's game by numbers combined vs. Ajax: 19 clearances 15 ball recoveries 14/17 duels won 8 interceptions 7/9 aerial duels won 0 goals concededNot bad for their first game as Liverpool's centre-back pairing. pic.twitter.com/8JVIYv7gIL— Squawka Football (@Squawka) October 22, 2020 Fabinho hefur þar með leikið í 360 mínútur sem miðvörður i þessum leikjum án þess að fá á sig mark. Liverpool liðið hefur engu að síður bæði fengið á sig mark og tapað leik með Fabinho í miðverði en það var á móti Úlfunum í ensku bikarkeppninni 7. janúar 2019. Fabinho lék þá með Dejan Lovren í miðverði og Liverpool tapaði 2-1 á útivelli í þriðju umferð enska bikarsins. Síðan þá hefur Liverpool ekki fengið á sig mark í þeim leikjum sem Brasilíumaðurinn hefur spilað aftast í vörninni og skiptir það ekki mál hvort hann hafi verið við hlið Virgil van Dijk, Joel Matip eða Joe Gomez eins og í gær. Enski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Sjá meira
Fabinho leysti í gærkvöldi miðvarðarstöðu hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk þegar Liverpool vann 1-0 útisigur á Ajax í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili. Virgil van Dijk sleit krossband í jafnteflinu á móti Everton um síðustu helgi og Joel Matip var einnig óleikfær vagna meiðsla sem hann hlaut í þeim sama leik. Fabinho's game by numbers vs. Ajax in the #UCL 75 touches 10 total duels 9 clearances 4 total aerial duels 4 tackles 4 interceptions 4 recoveries 1 block 1 goal-line clearanceAn impressive performance at the back. pic.twitter.com/5odgD2kcpU— Squawka Football (@Squawka) October 21, 2020 Fabinho hefur verið að gera flotta hluti inn á miðju Liverpool liðsins en hann er fjölhæfur leikmaður sem getur hoppað inn í margar stöður á vellinum. Fabinho lék vel í miðvarðarstöðunni í gær og Liverpool liðið hélt hreinu. Fabinho þurfti reyndar að bjarga einu sinni á marklínu og Adrian varði líka úr dauðafæri en Ajax mönnum tókst ekki að skora eða fá eitthvað út úr leiknum. Eftir smá grúsk þá komust menn líka að því að það hefur gengið vel hjá Liverpool liðinu að verjast með Fabinho í miðri vörninni. | Fabinho s four games in the Premier League and Champions League when starting at centre-half: Jan 2019: 1-0 vs. Brighton Feb 2019: 0-0 vs. Bayern Munich Sep 2020 2-0 vs. Chelsea Oct 2020: 1-0 vs. Ajax Loves a clean sheet! pic.twitter.com/5WXWGMZEyR— The Kopite (@TheKopiteOFF) October 22, 2020 Leikurinn í gær var fjórði byrjunarliðsleikur hans í miðverði í ensku úrvalsdeildinni eða Meistaradeildinni og í engum þeirra hefur mótherjunum tekist að skora. Leikirnir eru eftirtaldir: Fabinho lék með Joe Gomez í miðverði í 1-0 sigri á Ajax í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Fabinho lék með Virgil van Dijk í miðverði í 2-0 sigri á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á Stamford Bridge 20. september síðastliðinn. Fabinho lék með Joel Matip í miðverði í 0-0 jafntefli á móti Bayern München á Anfield í Meistaradeildinni 19. febrúar 2019. Fabinho lék með Virgil van Dijk í miðverði í 1-0 sigri á Brighton í ensku úrvalsdeildinni 12. janúar 2019. Fabinho x Joe Gomez's game by numbers combined vs. Ajax: 19 clearances 15 ball recoveries 14/17 duels won 8 interceptions 7/9 aerial duels won 0 goals concededNot bad for their first game as Liverpool's centre-back pairing. pic.twitter.com/8JVIYv7gIL— Squawka Football (@Squawka) October 22, 2020 Fabinho hefur þar með leikið í 360 mínútur sem miðvörður i þessum leikjum án þess að fá á sig mark. Liverpool liðið hefur engu að síður bæði fengið á sig mark og tapað leik með Fabinho í miðverði en það var á móti Úlfunum í ensku bikarkeppninni 7. janúar 2019. Fabinho lék þá með Dejan Lovren í miðverði og Liverpool tapaði 2-1 á útivelli í þriðju umferð enska bikarsins. Síðan þá hefur Liverpool ekki fengið á sig mark í þeim leikjum sem Brasilíumaðurinn hefur spilað aftast í vörninni og skiptir það ekki mál hvort hann hafi verið við hlið Virgil van Dijk, Joel Matip eða Joe Gomez eins og í gær.
Enski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Sjá meira