Enski boltinn

Man. United og Chelsea bætast í bar­áttuna um vonar­stjörnu Gladbach

Anton Ingi Leifsson skrifar
Denis Zakaria á æfingu með Borussia Mönchengladbach en hann er nú einn af eftirsóttustu miðjumönnunum í Þýskalandi.
Denis Zakaria á æfingu með Borussia Mönchengladbach en hann er nú einn af eftirsóttustu miðjumönnunum í Þýskalandi. Christian Verheyen/Borussia Moenchengladbach

Chelsea og Manchester United hafa bæst í baráttuna um miðjumanninn Denis Zakaria sem er á mála hjá Borussia Mönchengladbach í Þýskalandi.

Þessi 23 ára gamli miðjumaður á tvö ár eftir af samningi sínum í Þýskalandi en Gladbach er talið vilja að minnsta kosti 45 milljónir punda fyrir Zakaria.

Það eru ekki bara ensku stórliðin sem berjast um miðjumanninn en samkvæmt heimildum Bild hefur Bayern Munchen einnig áhuga á því að fá hann til liðs við sig fyrir næstu leiktíð.

Svissneski landsliðsmaðurinn er varnarsinnaður miðjumaður og hefur leikið 96 leiki fyrir Gladbach frá því að hann kom til félagsins frá Gladbach árið 2017.

„Það að önnur félög séu á eftir mér sýnir að ég er að standa mig vel,“ sagði Svisslendingurinn stuttorður um sögusagnirnar.

Hann hefur leikið 28 landsleiki og hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína en varnarsinnaður miðjumaður er eitthvað sem Frank Lampard, stjóri Chelsea, gæti horft á yfirgefi N’Golo Kante félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×