Guðmundur Hólmar um atvinnumennskuna: Þetta tók á Anton Ingi Leifsson skrifar 22. október 2020 22:00 Guðmundur Hólmar er mættur á Selfoss og hefur farið vel af stað í Olís-deildinni. STÖÐ 2 SPORT Guðmundur Hólmar Helgason, nú leikmaður Selfoss í Olís-deild karla, segir að árin í atvinnumennskunni hafi tekið á en hann glímdi við mikil meiðsli á meðan hann var úti. Guðmundur snéri aftur í íslenska boltann fyrir þessa leiktíð en hann hafði leikið í bæði Frakklandi og Sviss er hann lét staðar numið í atvinnumennskunni og snéri heim. Guðmundur hefur ekkert slakað á eftir komuna og hefur spilað ansi vel í liði Selfoss áður en allt var sett á ís vegna kórónuveirunnar. „Mér líkar mjög vel hérna. Ég og fjölskyldan erum búin að koma okkur vel fyrir. Samfélagið hefur tekið okkur opnum örmum og bæði hvað varðar handboltann og annað. Okkur líður mjög vel,“ sagði Guðmundur Hólmar. „Ég var í fjögur ár úti og í hreinskilni sagt þá var þetta erfiður tími. Ég var mikið í meiðslum og átti ekkert auðvelt með það. Maður hefur fylgst með mönnum sem hafa komið heim og þú ert að koma heim í meiri keyrslu.“ „Það fylgir því hérna að þú ert að vinna eða í skóla með. Það er ákveðinn þáttur í þessu líka. Ég var vel undirbúinn og var búinn að ræða þetta við fjölskylduna og pæla í þessu. Ég var búinn að undirbúa mig.“ Hann segir að þó að þetta hafi verið erfitt og mikil meiðsli, sérstaklega í Frakklandi hjá Cesson Rennes, hafi ekki hjálpað til. „Þetta fer í reynslubankann. Árin tvö í Frakklandi; sérstaklega 2017 þegar ég spilaði held ég einn eða tvo leiki. Ég slít liðbönd í ökkla og fæ svo brjósklos í bakið. Reynslumikil ár sem tóku á.“ Náði ekki markmiðunum í atvinnumennskunni „Að ákveðnu leyti hefði maður viljað vera áfram úti. Manni finnst manni ekki hafa náð þeim markmiðum sem maður setti þegar maður fór út upphaflega,“ en hvaða markmið voru það? „Mig langaði að festa mig í sessi í landsliðinu og komast til Þýskalands í bestu deildina. Það er draumur sem hefur alltaf verið. Að ákveðnu leyti var maður pínu ósáttur fyrst að hafa ekki náð að klára það en svo komu bara önnur markmið í staðinn sem maður er að tækla núna.“ Guðmundur Hólmar Helgason er 28 ára og er ekki orðinn gamall, nema þegar hann labbar inn á gólfið á æfingu á Selfossi segir hann. Hann hefur áfram áhuga á að spila fyrir íslenska landsliðið. „Mér finnst ég ekki gamall maður en svo kemur maður á æfingar hérna á Selfossi og þá er maður þriðji elstur. Það er skellur. Það er ekki fyrir það skotið að maður komist aftur inn og það er stefnan.“ „Það var einnig partur af ákvörðuninni að koma heim; maður er dálítið fyrir utan sviðsljósið þegar maður er úti og ekki að spila í bestu deildunum. Hérna er maður sýnilegri og meira í umræðunni. Það hafði áhrif líka,“ sagði Guðmundur en viðtalið við hann í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Guðmundur Hólmar Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Sjá meira
Guðmundur Hólmar Helgason, nú leikmaður Selfoss í Olís-deild karla, segir að árin í atvinnumennskunni hafi tekið á en hann glímdi við mikil meiðsli á meðan hann var úti. Guðmundur snéri aftur í íslenska boltann fyrir þessa leiktíð en hann hafði leikið í bæði Frakklandi og Sviss er hann lét staðar numið í atvinnumennskunni og snéri heim. Guðmundur hefur ekkert slakað á eftir komuna og hefur spilað ansi vel í liði Selfoss áður en allt var sett á ís vegna kórónuveirunnar. „Mér líkar mjög vel hérna. Ég og fjölskyldan erum búin að koma okkur vel fyrir. Samfélagið hefur tekið okkur opnum örmum og bæði hvað varðar handboltann og annað. Okkur líður mjög vel,“ sagði Guðmundur Hólmar. „Ég var í fjögur ár úti og í hreinskilni sagt þá var þetta erfiður tími. Ég var mikið í meiðslum og átti ekkert auðvelt með það. Maður hefur fylgst með mönnum sem hafa komið heim og þú ert að koma heim í meiri keyrslu.“ „Það fylgir því hérna að þú ert að vinna eða í skóla með. Það er ákveðinn þáttur í þessu líka. Ég var vel undirbúinn og var búinn að ræða þetta við fjölskylduna og pæla í þessu. Ég var búinn að undirbúa mig.“ Hann segir að þó að þetta hafi verið erfitt og mikil meiðsli, sérstaklega í Frakklandi hjá Cesson Rennes, hafi ekki hjálpað til. „Þetta fer í reynslubankann. Árin tvö í Frakklandi; sérstaklega 2017 þegar ég spilaði held ég einn eða tvo leiki. Ég slít liðbönd í ökkla og fæ svo brjósklos í bakið. Reynslumikil ár sem tóku á.“ Náði ekki markmiðunum í atvinnumennskunni „Að ákveðnu leyti hefði maður viljað vera áfram úti. Manni finnst manni ekki hafa náð þeim markmiðum sem maður setti þegar maður fór út upphaflega,“ en hvaða markmið voru það? „Mig langaði að festa mig í sessi í landsliðinu og komast til Þýskalands í bestu deildina. Það er draumur sem hefur alltaf verið. Að ákveðnu leyti var maður pínu ósáttur fyrst að hafa ekki náð að klára það en svo komu bara önnur markmið í staðinn sem maður er að tækla núna.“ Guðmundur Hólmar Helgason er 28 ára og er ekki orðinn gamall, nema þegar hann labbar inn á gólfið á æfingu á Selfossi segir hann. Hann hefur áfram áhuga á að spila fyrir íslenska landsliðið. „Mér finnst ég ekki gamall maður en svo kemur maður á æfingar hérna á Selfossi og þá er maður þriðji elstur. Það er skellur. Það er ekki fyrir það skotið að maður komist aftur inn og það er stefnan.“ „Það var einnig partur af ákvörðuninni að koma heim; maður er dálítið fyrir utan sviðsljósið þegar maður er úti og ekki að spila í bestu deildunum. Hérna er maður sýnilegri og meira í umræðunni. Það hafði áhrif líka,“ sagði Guðmundur en viðtalið við hann í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Guðmundur Hólmar
Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Sjá meira