The Trial of the Chicago 7: Þegar fólk hefur kolrangt fyrir sér Heiðar Sumarliðason skrifar 24. október 2020 09:00 Svona kemur maður náttúrulega ekki fram við fólk. Stundum hefur maður rangt fyrir sér, en mikilvægast er þó að geta viðurkennt mistök sín. Síðastliðinn sunnudag tók ég upp og birti umræður um Netflix-myndina The Trial of the Chicago 7 í hlaðvarpsþættinum Stjörnubíói. Þar fann ég myndinni allt til foráttu á meðan viðmælendur minir horfðu á mig í forundran. Misræmið í upplifun okkar vakti mig til umhugsunar og ég sá mig tilneyddan og gaf henni annað tækifæri. Þetta er ákveðin lexía í því hvernig vonir og væntingar geta grafið undan upplifun okkar á kvikmyndum. Ég hef áður fallið í þessa gildru. T.d. þótti mér kvikmynd Christophers Nolans, Interstellar, alveg hreint ömurleg þegar ég sá hana í kvikmyndahúsi á sínum tíma. Ég horfði svo á hana aftur áður en Tenet kom út og mér til mikillar furðu var hún einstaklega frambærileg, reyndar bara helvíti góð. Hvað gekk eiginlega á? Var ég búinn að breytast svona mikið á þeim sex árum síðan ég sá hana? Svarið var nei, heldur mætti ég í bíóið á sínum tíma til að fá endurtekna upplifun. Ég hafði verið mjög hrifinn af Inception, sem Nolan gerði árið 2010, og ætlaðist til að fá meira af því sama. Interstellar er hins vegar allt öðruvísi mynd en Inception. Ég held að þetta eigi einnig við um The Trial of the Chicago 7. Ég hef í gegnum tíðina verið grjótharður Aaron Sorkin-maður. En hann er höfundur og leikstjóri The Trial of the Chicago 7. Fyrir ykkur sem ekki þekkið Sorkin-nafnið, þá hljótið þið nú að hafa séð eitthvað eftir hann. Á ferilsskránni eru A Few Good Men, West Wing, The Newsroom, Moneyball og síðast en ekki síst The Social Network. Þegar menn hafa skrifað gull eins og A Few Good Men („You can´t handle the thruth“) og The Social Network („We lived on farms, and then we lived in cities, and now we are going to live on the internet“), þá er búið að setja ránna ansi hátt. Það er samt ekki hægt að ætlast til að Vala Flosa bæti eða jafni Íslandsmetið sitt í hvert sinn sem hún tekur stökkið. Ekkert tveggja stjörnu drasl Hafandi horft á The Trial of the Chicago 7 aftur og gefið henni það rými að vera ekki með Jack Nicholson vomandi yfir sér, að æpa: „You can´t handle the truth,“ þá er hún bara ansi fín. Ég viðurkenni því hér með að ég hafði rangt fyrir mér að tala um hana sem tveggja stjörnu drasl. Hluti af því hversu vanstilltur ég var við áhorfið var sennilega frammistaða Sasha Baron Cohens í hlutverki Abbie Hoffmanns. Eins og áður sagði er ég grjótharður Sorkin-maður, hann á hins vegar ekkert í lotningu mína gagnvart Cohen, sem er hörð eins og stál. Vandinn var sá að ég gat engan veginn sætt mig Massachusetts-hreiminn sem hann beitti fyrir sig í The Trial of the Chicago 7. Í sannleika sagt veit ég í raun ekki hvort hann sé lélegur, ég upplifði bara eitthvað rangt við að heyra hann úr munni Cohens. Jú, Cohen er mikill hreimamaður. Allt persónugalleríið hans talar með einhverskonar hreim, hvort sem það er Ali G, Bruno, Borat, eða Erran Morad. Hann beitir hreimum hins vegar fyrir sig í kómískum tilgangi. Það fór því óheyrilega í taugarnar á mér að heyra hann munda Massachusetts-hreiminn, en samt átti ég ekki að hlæja að honum. Ég held jafnvel að það hafi bara verið þetta eina atriði sem kom mér úr jafnvægi sem áhorfanda, og í kjölfarið fannst mér allt ómögulegt. Cohen er mikið á skjánum og mér fannst hann eyðileggja allar senur sem hann var í. Þetta hefði örugglega ekki átt sér stað ef ég hefði aldrei séð leikarann Cohen áður, og mögulega bara talið hann vera að tala með sínum eigin hreimi. Það tók mig smá tíma að átta mig á þessu. Í öðru áhorfi var ég búinn að sætta mig við túlkun Cohens, sem og að myndin væri ekki alveg eins og The Social Network. Og viti menn, hún er alveg hreint prýðileg. Það er ekki þar með sagt að hún komist með tærnar þar sem bestu verk Sorkins hafa hælana, en ég fór offari í Stjörnubíódómi mínum. Maður verður að geta viðurkennt þegar maður hefur rangt fyrir sér og ég biðst forláts. Svo vonar maður bara að Ameríka sjái að sér og losi sig við trúðinn í Hvíta húsinu. Það hafa allt of oft verið forsetar þar við völd sem eru að vinna fyrir eitthvað allt annað en þjóð sína, sbr. Richard Nixon, sem öll þessi mynd í raun hverfist um. Ég mæli með að fólk gefi The Trial of the Chicago 7 tækifæri, horfi á hana með opnum huga og reyni að leiða Massachusetts-hreim Cohens hjá sér. Þeir sem vilja hlusta á auðmýkingu mína úr Stjörnubíói geta smellt hér að neðan og heyrt mig ræða við Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur og Tómas Valgeirsson, sem voru í töluvert betra jafnvægi en ég þegar þau horfðu á myndina. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Stundum hefur maður rangt fyrir sér, en mikilvægast er þó að geta viðurkennt mistök sín. Síðastliðinn sunnudag tók ég upp og birti umræður um Netflix-myndina The Trial of the Chicago 7 í hlaðvarpsþættinum Stjörnubíói. Þar fann ég myndinni allt til foráttu á meðan viðmælendur minir horfðu á mig í forundran. Misræmið í upplifun okkar vakti mig til umhugsunar og ég sá mig tilneyddan og gaf henni annað tækifæri. Þetta er ákveðin lexía í því hvernig vonir og væntingar geta grafið undan upplifun okkar á kvikmyndum. Ég hef áður fallið í þessa gildru. T.d. þótti mér kvikmynd Christophers Nolans, Interstellar, alveg hreint ömurleg þegar ég sá hana í kvikmyndahúsi á sínum tíma. Ég horfði svo á hana aftur áður en Tenet kom út og mér til mikillar furðu var hún einstaklega frambærileg, reyndar bara helvíti góð. Hvað gekk eiginlega á? Var ég búinn að breytast svona mikið á þeim sex árum síðan ég sá hana? Svarið var nei, heldur mætti ég í bíóið á sínum tíma til að fá endurtekna upplifun. Ég hafði verið mjög hrifinn af Inception, sem Nolan gerði árið 2010, og ætlaðist til að fá meira af því sama. Interstellar er hins vegar allt öðruvísi mynd en Inception. Ég held að þetta eigi einnig við um The Trial of the Chicago 7. Ég hef í gegnum tíðina verið grjótharður Aaron Sorkin-maður. En hann er höfundur og leikstjóri The Trial of the Chicago 7. Fyrir ykkur sem ekki þekkið Sorkin-nafnið, þá hljótið þið nú að hafa séð eitthvað eftir hann. Á ferilsskránni eru A Few Good Men, West Wing, The Newsroom, Moneyball og síðast en ekki síst The Social Network. Þegar menn hafa skrifað gull eins og A Few Good Men („You can´t handle the thruth“) og The Social Network („We lived on farms, and then we lived in cities, and now we are going to live on the internet“), þá er búið að setja ránna ansi hátt. Það er samt ekki hægt að ætlast til að Vala Flosa bæti eða jafni Íslandsmetið sitt í hvert sinn sem hún tekur stökkið. Ekkert tveggja stjörnu drasl Hafandi horft á The Trial of the Chicago 7 aftur og gefið henni það rými að vera ekki með Jack Nicholson vomandi yfir sér, að æpa: „You can´t handle the truth,“ þá er hún bara ansi fín. Ég viðurkenni því hér með að ég hafði rangt fyrir mér að tala um hana sem tveggja stjörnu drasl. Hluti af því hversu vanstilltur ég var við áhorfið var sennilega frammistaða Sasha Baron Cohens í hlutverki Abbie Hoffmanns. Eins og áður sagði er ég grjótharður Sorkin-maður, hann á hins vegar ekkert í lotningu mína gagnvart Cohen, sem er hörð eins og stál. Vandinn var sá að ég gat engan veginn sætt mig Massachusetts-hreiminn sem hann beitti fyrir sig í The Trial of the Chicago 7. Í sannleika sagt veit ég í raun ekki hvort hann sé lélegur, ég upplifði bara eitthvað rangt við að heyra hann úr munni Cohens. Jú, Cohen er mikill hreimamaður. Allt persónugalleríið hans talar með einhverskonar hreim, hvort sem það er Ali G, Bruno, Borat, eða Erran Morad. Hann beitir hreimum hins vegar fyrir sig í kómískum tilgangi. Það fór því óheyrilega í taugarnar á mér að heyra hann munda Massachusetts-hreiminn, en samt átti ég ekki að hlæja að honum. Ég held jafnvel að það hafi bara verið þetta eina atriði sem kom mér úr jafnvægi sem áhorfanda, og í kjölfarið fannst mér allt ómögulegt. Cohen er mikið á skjánum og mér fannst hann eyðileggja allar senur sem hann var í. Þetta hefði örugglega ekki átt sér stað ef ég hefði aldrei séð leikarann Cohen áður, og mögulega bara talið hann vera að tala með sínum eigin hreimi. Það tók mig smá tíma að átta mig á þessu. Í öðru áhorfi var ég búinn að sætta mig við túlkun Cohens, sem og að myndin væri ekki alveg eins og The Social Network. Og viti menn, hún er alveg hreint prýðileg. Það er ekki þar með sagt að hún komist með tærnar þar sem bestu verk Sorkins hafa hælana, en ég fór offari í Stjörnubíódómi mínum. Maður verður að geta viðurkennt þegar maður hefur rangt fyrir sér og ég biðst forláts. Svo vonar maður bara að Ameríka sjái að sér og losi sig við trúðinn í Hvíta húsinu. Það hafa allt of oft verið forsetar þar við völd sem eru að vinna fyrir eitthvað allt annað en þjóð sína, sbr. Richard Nixon, sem öll þessi mynd í raun hverfist um. Ég mæli með að fólk gefi The Trial of the Chicago 7 tækifæri, horfi á hana með opnum huga og reyni að leiða Massachusetts-hreim Cohens hjá sér. Þeir sem vilja hlusta á auðmýkingu mína úr Stjörnubíói geta smellt hér að neðan og heyrt mig ræða við Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur og Tómas Valgeirsson, sem voru í töluvert betra jafnvægi en ég þegar þau horfðu á myndina.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira