Sigur Rós gefur loksins út Hrafnagaldur Óðins Stefán Árni Pálsson skrifar 23. október 2020 12:00 Platan kemur út 4. desember. Hljómsveitin Sigur Rós tilkynnti í morgun langþráða útgáfu á Hrafnagaldri Óðins. Tónverkið er meðal annars flutt af kammerkórnum Schola cantorum og L’Orchestre des Laureats du Conservatoire national de Paris. Platan kemur út þann 4. desember á vegum Krunk útgáfunnar í gegnum Warner Classics. Hljómsveitin gefur út lagið Dvergmál í dag til að fagna tilkynningunni og má heyra lagið hér að neðan. Hrafnagaldur Óðins er samstarfsverkefni hljómsveitarinnar og tónskáldsins þekkta og allsherjargoðans Hilmars Arnar Hilmarssonar, ásamt Steindóri Andersen, sem er einn virtasti kvæðamaður Íslands. Útsetningar fyrir kór og sinfóníuhljómsveit voru að mestu í höndum Kjartans Sveinssonar, fyrrum meðlims hljómsveitarinnar, og Maríu Huldar Markan Sigfúsdóttur. Steinharpan eftir listamanninn Pál Guðmundsson gegnir einnig lykilhlutverki í verkinu. Verkið varð til út frá áhuga Hilmars á kafla úr Eddukvæðunum sem ber heitið Hrafnagaldur Óðins, en Hilmar hafði lengi heillast af þessu tiltekna kvæði. Það dregur nafn sitt af hröfnum Óðins sem flugu út um allan heim, komu til baka að kvöldi og færðu honum upplýsingar. Texti kvæðisins fjallar um mikla veislu sem haldin var af guðunum í Valhöll. Á meðan á veisluhöldunum stendur eru blikur á lofti úti fyrir sem geta táknað endalok guða og manna. Árið 1867 var álitið að kvæðið væri tilbúningur frá 17. öld en árið 2002 þá staðfestu fræðimenn það aftur sem opinbera viðbót við Eddukvæði frá 14. öld. Samkvæmt Hilmari er hægt er að túlka Hrafnagaldur Óðins á ýmsa vegu. „Það má finna mikið af táknmyndum og afleiðingum sem kveikja í ímyndunaraflinu. Þetta er mjög sjónrænt kvæði, þar sem allt er að hruni komið og heimurinn er að frjósa frá norðri til suðurs. Þarna er verið að vara við Ragnarökum, ef til vill var það eitthvað sem fólk þess tíma fann á sér. Í dag eru umhverfisverndarmál í sambandi við virkjanir og eyðileggingu hálendisins að sjálfsögðu mikið í brennidepli. Það er verið að vara okkur aftur við,“ segir Hilmar. Hrafnagaldur Óðins var samið að beiðni Listahátíðar í Reykjavík árið 2002 og var aðeins flutt nokkrum sinnum það sama ár. Síðan þá hefur tónverkið aðeins lifað sem hluti af sagnaheimi Sigur Rósar, í litlum myndbandsbútum sem aðdáendur þeirra hafa grafið upp á netinu. Þessi 70 mínútna heildarútgáfa, sem tekin var upp þegar verkið var flutt í La Grande Halle de la Villette í París, dregur þetta mikilvæga verk loks fram í dagsljósið. Sigur Rós Tónlist Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós tilkynnti í morgun langþráða útgáfu á Hrafnagaldri Óðins. Tónverkið er meðal annars flutt af kammerkórnum Schola cantorum og L’Orchestre des Laureats du Conservatoire national de Paris. Platan kemur út þann 4. desember á vegum Krunk útgáfunnar í gegnum Warner Classics. Hljómsveitin gefur út lagið Dvergmál í dag til að fagna tilkynningunni og má heyra lagið hér að neðan. Hrafnagaldur Óðins er samstarfsverkefni hljómsveitarinnar og tónskáldsins þekkta og allsherjargoðans Hilmars Arnar Hilmarssonar, ásamt Steindóri Andersen, sem er einn virtasti kvæðamaður Íslands. Útsetningar fyrir kór og sinfóníuhljómsveit voru að mestu í höndum Kjartans Sveinssonar, fyrrum meðlims hljómsveitarinnar, og Maríu Huldar Markan Sigfúsdóttur. Steinharpan eftir listamanninn Pál Guðmundsson gegnir einnig lykilhlutverki í verkinu. Verkið varð til út frá áhuga Hilmars á kafla úr Eddukvæðunum sem ber heitið Hrafnagaldur Óðins, en Hilmar hafði lengi heillast af þessu tiltekna kvæði. Það dregur nafn sitt af hröfnum Óðins sem flugu út um allan heim, komu til baka að kvöldi og færðu honum upplýsingar. Texti kvæðisins fjallar um mikla veislu sem haldin var af guðunum í Valhöll. Á meðan á veisluhöldunum stendur eru blikur á lofti úti fyrir sem geta táknað endalok guða og manna. Árið 1867 var álitið að kvæðið væri tilbúningur frá 17. öld en árið 2002 þá staðfestu fræðimenn það aftur sem opinbera viðbót við Eddukvæði frá 14. öld. Samkvæmt Hilmari er hægt er að túlka Hrafnagaldur Óðins á ýmsa vegu. „Það má finna mikið af táknmyndum og afleiðingum sem kveikja í ímyndunaraflinu. Þetta er mjög sjónrænt kvæði, þar sem allt er að hruni komið og heimurinn er að frjósa frá norðri til suðurs. Þarna er verið að vara við Ragnarökum, ef til vill var það eitthvað sem fólk þess tíma fann á sér. Í dag eru umhverfisverndarmál í sambandi við virkjanir og eyðileggingu hálendisins að sjálfsögðu mikið í brennidepli. Það er verið að vara okkur aftur við,“ segir Hilmar. Hrafnagaldur Óðins var samið að beiðni Listahátíðar í Reykjavík árið 2002 og var aðeins flutt nokkrum sinnum það sama ár. Síðan þá hefur tónverkið aðeins lifað sem hluti af sagnaheimi Sigur Rósar, í litlum myndbandsbútum sem aðdáendur þeirra hafa grafið upp á netinu. Þessi 70 mínútna heildarútgáfa, sem tekin var upp þegar verkið var flutt í La Grande Halle de la Villette í París, dregur þetta mikilvæga verk loks fram í dagsljósið.
Sigur Rós Tónlist Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Sjá meira