Bamford sá um Villa 23. október 2020 20:55 Bamford og félagar fagna í kvöld en framherjinn var magnaður á Villa Park. Laurence Griffiths/Getty Images Patrick Bamford skoraði öll þrjú mörk Leeds er þeir urðu fyrsta liðið til þess að vinna Aston Villa á þessari leiktíð. Lokatölur 0-3 á Villa Park. Staðan var markalaus í hálfleik en á 55. mínútu skoraði Bamford fyrsta markið er hann fylgdi á eftir skoti sem Emiliano Martinez hafði varið út í teiginn. Einungis tólf mínútum síðar var framherjinn aftur á ferðinni en þá skoraði hann með glæsilegu skoti fyrir utan vítateiginn. 26 shots now for Leeds, 9 from Bamford pic.twitter.com/yR7KVLKPZE— Saturdays on Couch (@SaturdayOnCouch) October 23, 2020 Hann innsiglaði svo þrennuna stundarfjórðungi fyrir leikslok en þá skoraði hann úr þröngu færi í teignum. Frábær afgreiðsla og lokatölur 3-0. Leeds spilaði frábæran fótbolta í leiknum og átti samtals 26 skot í átt að marki Villa. Þeir splundruðu vörn Villa hvað eftir annað og hefði sigurinn hæglega getað orðið stærri. Patrick Bamford is the first Leeds United player to score a Premier League hat-trick for SEVENTEEN years. pic.twitter.com/ApyZfGN5SZ— Squawka Football (@Squawka) October 23, 2020 Aston Villa er í 2. sætinu með tólf stig en Leeds er sæti neðar með tíu stig. Leeds hefur leikið einum leik fleira. Enski boltinn
Patrick Bamford skoraði öll þrjú mörk Leeds er þeir urðu fyrsta liðið til þess að vinna Aston Villa á þessari leiktíð. Lokatölur 0-3 á Villa Park. Staðan var markalaus í hálfleik en á 55. mínútu skoraði Bamford fyrsta markið er hann fylgdi á eftir skoti sem Emiliano Martinez hafði varið út í teiginn. Einungis tólf mínútum síðar var framherjinn aftur á ferðinni en þá skoraði hann með glæsilegu skoti fyrir utan vítateiginn. 26 shots now for Leeds, 9 from Bamford pic.twitter.com/yR7KVLKPZE— Saturdays on Couch (@SaturdayOnCouch) October 23, 2020 Hann innsiglaði svo þrennuna stundarfjórðungi fyrir leikslok en þá skoraði hann úr þröngu færi í teignum. Frábær afgreiðsla og lokatölur 3-0. Leeds spilaði frábæran fótbolta í leiknum og átti samtals 26 skot í átt að marki Villa. Þeir splundruðu vörn Villa hvað eftir annað og hefði sigurinn hæglega getað orðið stærri. Patrick Bamford is the first Leeds United player to score a Premier League hat-trick for SEVENTEEN years. pic.twitter.com/ApyZfGN5SZ— Squawka Football (@Squawka) October 23, 2020 Aston Villa er í 2. sætinu með tólf stig en Leeds er sæti neðar með tíu stig. Leeds hefur leikið einum leik fleira.