Manchester City heimsótti West Ham United á Ólympíuleikvanginn í Lundúnum í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Heimamenn á miklu flugi eftir magnaða endurkomu gegn Tottenham í síðustu umferð og þeir komust í forystu á 18.mínútu þegar Michail Antonio klippti boltann snyrtilega í netið eftir góða fyrirgjöf Vladimir Coufal.
Sóknarleikur Man City var stirður og Pep Guardiola gerði breytingu í leikhléi. Sergio Aguero var skipt af velli og inn kom Phil Foden.
Sú breyting var fljót að skila árangri því Foden jafnaði metin á 54.mínútu eftir undirbúning Joao Cancelo.
Raheem Sterling fékk gott færi til að gera út um leikinn á lokamínútunum en Lukasz Fabianski gerði vel í marki West Ham.
Lokatölur 1-1.