Markalaust í stórleiknum 24. október 2020 18:25 Fred heldur boltanum frá Mason Mount í dag. Matthew Peters/Manchester United via Getty Images Manchester United og Chelsea færðust ekki mikið nær toppliðunum í enska boltanum er liðin skildu jöfn í dag. Chelsea hefði með sigri tekist að komast nær toppliðunum og United hefði með sigri náð að klifra upp töfluna. 0 Man Utd have failed to win their opening three home league games to a season for the first time since 1972-73. Blunted. #MUNCHE pic.twitter.com/l2pa9nG6XP— OptaJoe (@OptaJoe) October 24, 2020 Fyrri hálfleikurinn var afspyrnuleiðinlegur. Liðunum gekk illa að skapa sér færi og fátt var um opin marktækifæri. Marcus Rashford komst næst því að skora en Mendy sá við honum. United gerði tilkall til vítaspyrnu á 42. mínútu er Rashford féll í teignum en eftir skoðun VARsjánnar var ákveðið að dæma ekkert. Markalaust í hálfleik. Fátt markvert gerðist fyrr en á 60. mínútu er Juan Mata og Daniel James fóru af velli. Í þeirra stað komu þeir Paul Pogba og í sínum fyrsta leik fyrir Man. United, Edinson Cavani. Chelsea vildi einnig fá vítaspyrnu er Harry Maguire virtist tosa Cesar Azpilicueta niður í teignum en ekkert var dæmt. Harry Maguire gets away with a headlock on César Azpilicueta inside his own box. pic.twitter.com/WeXGWpPDR9— Squawka News (@SquawkaNews) October 24, 2020 Rashford átti svo hörkuskot á 91. mínútu en aftur var Edouard Mendy vel á verði í markinu. Lokatölur markalaust jafntefli. Chelsea er í sjötta sætinu með níu stig en United er með sjö stig í fimmtánda sætinu. Enski boltinn
Manchester United og Chelsea færðust ekki mikið nær toppliðunum í enska boltanum er liðin skildu jöfn í dag. Chelsea hefði með sigri tekist að komast nær toppliðunum og United hefði með sigri náð að klifra upp töfluna. 0 Man Utd have failed to win their opening three home league games to a season for the first time since 1972-73. Blunted. #MUNCHE pic.twitter.com/l2pa9nG6XP— OptaJoe (@OptaJoe) October 24, 2020 Fyrri hálfleikurinn var afspyrnuleiðinlegur. Liðunum gekk illa að skapa sér færi og fátt var um opin marktækifæri. Marcus Rashford komst næst því að skora en Mendy sá við honum. United gerði tilkall til vítaspyrnu á 42. mínútu er Rashford féll í teignum en eftir skoðun VARsjánnar var ákveðið að dæma ekkert. Markalaust í hálfleik. Fátt markvert gerðist fyrr en á 60. mínútu er Juan Mata og Daniel James fóru af velli. Í þeirra stað komu þeir Paul Pogba og í sínum fyrsta leik fyrir Man. United, Edinson Cavani. Chelsea vildi einnig fá vítaspyrnu er Harry Maguire virtist tosa Cesar Azpilicueta niður í teignum en ekkert var dæmt. Harry Maguire gets away with a headlock on César Azpilicueta inside his own box. pic.twitter.com/WeXGWpPDR9— Squawka News (@SquawkaNews) October 24, 2020 Rashford átti svo hörkuskot á 91. mínútu en aftur var Edouard Mendy vel á verði í markinu. Lokatölur markalaust jafntefli. Chelsea er í sjötta sætinu með níu stig en United er með sjö stig í fimmtánda sætinu.