Jota hetjan gegn Sheffield Anton Ingi Leifsson skrifar 24. október 2020 21:00 Jota, Firmino og Trent fagna sigurmarkinu. Peter Byrne/PA Images/Getty Images Ensku meistararnir í Liverpool unnu svokallaðan vinnusigur gegn Sheffield United á heimavelli í kvöld en lokatölur urðu 2-1. Sigurmarkið skoraði Diogo Jota. Það voru liðnar þrettán mínútur er gestirnir fengu vítaspyrnu. Fabinho var þá talinn brotlegur. Fyrst var þó dæmd aukaspyrna en síðan breytt í vítaspyrnu eftir skoðun í VAR. Norðmaðurinn Sander Berge fór á punktinn og skoraði. Gestirnir vildu fá aðra vítaspyrnu skömmu síðar er boltinn virtist fara í hönd Andy Robertson en ekkert var dæmt. .@SheffieldUnited are the first away team to be awarded a @premierleague penalty at Anfield since Man City in Oct 2018 (missed by Mahrez)Sheff Utd take the lead in a PL game for the first time this season pic.twitter.com/bQFAseNjmz— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) October 24, 2020 Roberto Firmino hefur ekki verið iðinn við kolann á leiktíðinni en hann skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni á 41. mínútu og jafnaði metin fyrir Liverpool. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Liverpool menn héldu að þeir væru að komast yfir á 62. mínútu er Mo Salah skoraði eftir lagleg tilþrif en VARsjáin dæmdi markið af. Einungis tveimur mínútum síðar kom hins vegar sigurmarkið er Diogo Jota stangaði fyrirgjöf Sadio Mane í netið. Liverpool are now 62 Premier League games unbeaten at Anfield.Now that's what you call a streak. #UFC254 pic.twitter.com/ZfqvE6J9kN— Squawka Football (@Squawka) October 24, 2020 Liverpool er í öðru sætinu með þrettán stig, jafn mörg stig og grannar þeirra í Everton sem eru á toppnum, en Everton spilar gegn Southampton á morgun. Sheffield er með eitt stig eftir sex leiki og situr í 19. sætinu. Enski boltinn
Ensku meistararnir í Liverpool unnu svokallaðan vinnusigur gegn Sheffield United á heimavelli í kvöld en lokatölur urðu 2-1. Sigurmarkið skoraði Diogo Jota. Það voru liðnar þrettán mínútur er gestirnir fengu vítaspyrnu. Fabinho var þá talinn brotlegur. Fyrst var þó dæmd aukaspyrna en síðan breytt í vítaspyrnu eftir skoðun í VAR. Norðmaðurinn Sander Berge fór á punktinn og skoraði. Gestirnir vildu fá aðra vítaspyrnu skömmu síðar er boltinn virtist fara í hönd Andy Robertson en ekkert var dæmt. .@SheffieldUnited are the first away team to be awarded a @premierleague penalty at Anfield since Man City in Oct 2018 (missed by Mahrez)Sheff Utd take the lead in a PL game for the first time this season pic.twitter.com/bQFAseNjmz— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) October 24, 2020 Roberto Firmino hefur ekki verið iðinn við kolann á leiktíðinni en hann skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni á 41. mínútu og jafnaði metin fyrir Liverpool. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Liverpool menn héldu að þeir væru að komast yfir á 62. mínútu er Mo Salah skoraði eftir lagleg tilþrif en VARsjáin dæmdi markið af. Einungis tveimur mínútum síðar kom hins vegar sigurmarkið er Diogo Jota stangaði fyrirgjöf Sadio Mane í netið. Liverpool are now 62 Premier League games unbeaten at Anfield.Now that's what you call a streak. #UFC254 pic.twitter.com/ZfqvE6J9kN— Squawka Football (@Squawka) October 24, 2020 Liverpool er í öðru sætinu með þrettán stig, jafn mörg stig og grannar þeirra í Everton sem eru á toppnum, en Everton spilar gegn Southampton á morgun. Sheffield er með eitt stig eftir sex leiki og situr í 19. sætinu.