Hafna því að arðsemi sé yfir löglegum mörkum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2020 13:53 Landsnet segir niðurstöðu minnisblað sem umrædd frétt var byggð á vera byggða á misskilningi. vísir/vilhelm Landsnet hafnar því að arðsemi fyrirtækisins sé yfir löglegum mörkum, eins og haldið var fram í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðs um viðskipta- og efnahagsmál í vikunni. Þar kom fram að yfirfærsla á eignastofni Landsnets yfir í Bandaríkjadali úr krónum árið 2011, hafi gert það að verkum að eignagrunnur tekjumarka fyrirtækisins, mælt í dölum hafi nærri tvöfaldaðist og þar af leiðandi reiknaður arður. Þetta hafi leitt til þess að arðsemi eigin fjár Landsnets hafi á árunum 2011 til 2018 verið yfir tuttugu prósent, sem sé yfir þeirri hámarksávöxtun sem Orkustofnun leyfir. Í yfirlýsingu frá Landsneti vegna fréttar Markaðarins segir að fá fyrirtæki sæti jafn ströngu eftirliti og Landsnet. Reksturinn sé yfirfarinn árlega og staðfestur af Orkustofnun. Leyfð arðsemi á hverju ári sé ákveðin af Orkustofnun. „Í ákvörðun um veginn fjármagnskostnað er sett viðmið um 45 prósent eiginfjárhlutfall en eiginfjárhlutfall fyrirtækisins var á þessu tímabili mun lægra en ofangreint viðmið. Í þessu fólst ákvörðun um að heimila félaginu að byggja upp eigið fé til að tryggja rekstur þess og hagkvæmari fjármögnun til framtíðar. Landsnet hafnar því, eins og gefið er í skyn, að arðsemi Landsnets sé ekki innan löglegra marka,“ segir í yfirlýsingu Landsnets. Þá eru spurningamerki sett við vinnubrögð Summu rekstarfélags sem tók saman minnisblaðið sem frétt Markaðarins byggði á. Þar sé því haldið fram að tiltekið gengi bandaríkjadollars, 61 króna, sé notað til að umbreyta öllum eignum á árinu 2011. Þetta sé rangt að mati Landsnets því umrætt gengi hafi eingöngu verið notað til að umbreyta eignum sem til hafi verið í eignarstofni félagsins þann 31. júlí 2007 og eingöngu þeim eignum sem tilheyrt hafi gjaldskrá stórnotenda. Eftir það sé notað raungengi fjárfestinga við eignfærslu hvers árs samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og raforkulögum. „Yfirfærsla hluta eignastofns yfir í bandaríkjadollar leiddi því alls ekki til tvöföldunar á eignarstofni eins og haldið er fram í minnisblaði Summu og niðurstaða þeirra byggð á misskilningi og órökstuddum forsendum. Ákvörðun um yfirfærslu þessara eigna yfir í bandaríkjadollar var mikið rædd á sínum tíma. Hagaðilar komu að þeirri umræðu með mismunandi hagsmuni að leiðarljósi og lágu þær skoðanir fyrir áður en niðurstaðan var fest í lög af Alþingi.“ er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets. Orkumál Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Landsnet hafnar því að arðsemi fyrirtækisins sé yfir löglegum mörkum, eins og haldið var fram í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðs um viðskipta- og efnahagsmál í vikunni. Þar kom fram að yfirfærsla á eignastofni Landsnets yfir í Bandaríkjadali úr krónum árið 2011, hafi gert það að verkum að eignagrunnur tekjumarka fyrirtækisins, mælt í dölum hafi nærri tvöfaldaðist og þar af leiðandi reiknaður arður. Þetta hafi leitt til þess að arðsemi eigin fjár Landsnets hafi á árunum 2011 til 2018 verið yfir tuttugu prósent, sem sé yfir þeirri hámarksávöxtun sem Orkustofnun leyfir. Í yfirlýsingu frá Landsneti vegna fréttar Markaðarins segir að fá fyrirtæki sæti jafn ströngu eftirliti og Landsnet. Reksturinn sé yfirfarinn árlega og staðfestur af Orkustofnun. Leyfð arðsemi á hverju ári sé ákveðin af Orkustofnun. „Í ákvörðun um veginn fjármagnskostnað er sett viðmið um 45 prósent eiginfjárhlutfall en eiginfjárhlutfall fyrirtækisins var á þessu tímabili mun lægra en ofangreint viðmið. Í þessu fólst ákvörðun um að heimila félaginu að byggja upp eigið fé til að tryggja rekstur þess og hagkvæmari fjármögnun til framtíðar. Landsnet hafnar því, eins og gefið er í skyn, að arðsemi Landsnets sé ekki innan löglegra marka,“ segir í yfirlýsingu Landsnets. Þá eru spurningamerki sett við vinnubrögð Summu rekstarfélags sem tók saman minnisblaðið sem frétt Markaðarins byggði á. Þar sé því haldið fram að tiltekið gengi bandaríkjadollars, 61 króna, sé notað til að umbreyta öllum eignum á árinu 2011. Þetta sé rangt að mati Landsnets því umrætt gengi hafi eingöngu verið notað til að umbreyta eignum sem til hafi verið í eignarstofni félagsins þann 31. júlí 2007 og eingöngu þeim eignum sem tilheyrt hafi gjaldskrá stórnotenda. Eftir það sé notað raungengi fjárfestinga við eignfærslu hvers árs samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og raforkulögum. „Yfirfærsla hluta eignastofns yfir í bandaríkjadollar leiddi því alls ekki til tvöföldunar á eignarstofni eins og haldið er fram í minnisblaði Summu og niðurstaða þeirra byggð á misskilningi og órökstuddum forsendum. Ákvörðun um yfirfærslu þessara eigna yfir í bandaríkjadollar var mikið rædd á sínum tíma. Hagaðilar komu að þeirri umræðu með mismunandi hagsmuni að leiðarljósi og lágu þær skoðanir fyrir áður en niðurstaðan var fest í lög af Alþingi.“ er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets.
Orkumál Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira