Dómur mildaður í ljótu líkamsárásarmáli Kolbeinn Tumi Daðason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 23. október 2020 15:52 Hafsteinn réðst á konuna í september 2016. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur dæmt Hafstein Oddsson í fjögurra ára fangelsi fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum haustið 2016. Hafsteinn hlaut sex ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í júlí í fyrra en dómurinn var mildaður um tvö ár. Hafsteini var gefið að sök að hafa framið líkamsárás framan við skemmtistaðinn Lundann í Vestmannaeyjum í september 2016. Líkamsárásin vakti mikinn óhug en fórnarlambið, kona, var illa útleikin eftir árásina. Fannst hún nakin á vettvangi um miðja nótt og var líkamshiti konunnar sem varð fyrir árásinni rétt yfir 35 gráðum. Í niðurstöðu Landsréttar segir að árásin hafi verið sérstaklega fólskuleg og ófyrirleitin og beinst einkum að höfði konunnar. Þá hafi Hafsteinn rifið konuna úr fötum og skilið eftir nakta og hjálparlausa síðla nætur. Ekki kemur fram hvers vegna dómurinn var mildaður en það var varakrafa verjanda Hafsteins. Nágranni heyrði grátur Hafsteinn játaði í héraði að hafa slegið konuna einu höggi í andlitið þannig að hún féll við. Hafsteinn neitaði alvarlegri ásökunum. Honum var einnig gefið að sök að hafa framið stórfellda líkamsárás, brot gegn blygðunarsemi og hættubrot, með því að hafa skömmu eftir atvikið sem lýst er hér að ofan, aftur veist að konunni með ítrekuðum höggum og spörkum í andlit og búk og klætt hana úr öllum fötunum og því næst yfirgefið hana þar sem hún lá nakin, mikið slösuð og án bjargar í götunni. Líkamsárásin var framin í grennd við Lundann, skemmtistað í bænum, en konan fannst nakin á götunni eftir að nágranni heyrði konu gráta skammt frá heimili sínu. Fyrir héraðsdómi greindi nágranninn frá því að hafa „séð einhvern mann ganga burt“ og „fundist óhugnanlegt að sjá mann ganga burtu frá slasaðri manneskju, góðan með sig að reykja sígarettu,“ að því er fram kemur í dóminum. Læknir efast um að konan hefði lifað af Hljóp nágranninn út og hringdi hann í Neyðarlínuna þegar hann áttaði sig á því að konan væri mikið slösuð. Voru andlitsáverkar konunnar það miklir að hún áttaði sig ekki á því hvert fórnarlambið væri fyrr en hún sagði til nafns. Í læknisvottorði sem lagt fram í málinu kemur fram að konan hafi verið með mikla áverka í andliti og í raun afmynduð í framan vegna þess hve marin hún var. Ljóst hafi verið strax að um umtalsverða áverka var að ræða. Þá var konan mjög köld við komuna eftir að hafa legið úti nakin, en líkamshitinn var mældur 35,3 gráður. Fyrir dómi sagðist læknirinn sem skrifaði vottorðið að telja líklegt að fórnarlambið hefði ekki lifað nóttina af vegna ofkælingar, hefði enginn komið henni til bjargar. Samsvarandi mynstur á skósóla og áverka á enni Grunur beindist fljótt að Hafsteini eftir að lögregla fékk upplýsingar um að Hafsteinn hafði verið að „atast“ í konunni fyrir utan Lundann. Var hann handtekinn á heimili hans skömmu síðar. Kannaðist hann ekki við að hafa verið í átökum við neinn. Meðal þeirra sem bar vitni í málinu var réttarmeinafræðingur sem rannsakaði bæði áverka á fórnarlambinu, sem og áverka á höndum og fótum Hafsteins. Áverkar á hnúum hans voru að mati réttarmeinafræðignsins dæmigerð fyrir hnefahögg, samanlegt gætu áverkarnir sem fundust á honum bent til til beinnar líkamssnertingar við annan aðila. Þá fannst blóð úr fórnarlambinu á skóm Hafsteins. Fyrir dómi lýsti vitnið einnig því að samsvörun væri milli mynsturs á skósóla á skóm Hafsteins og mynsturs í áverka á enni brotaþola. Samsvörunin væru mjög greinileg. Í dómi héraðsdóms kom fram að dómurinn í málinu væri að miklu leyti byggður á frásögnum vitna þar sem Hafsteinn hefði nýtt sér rétt sinn til að tjá sig ekki. Þá væri brotaþoli búsettur erlendis og hefði hún kosið að koma ekki fyrir dóminn til skýrslugjafar. Taldi lögreglu gefa sér strax að hann væri hinn seki Málsvörn Hafsteins byggði fyrst og fremst á því að rannsókn lögreglu hafi einungis beinst að honum. Lögregla hafi strax gefið sér að hann væri hinn seki í málinu og að ekki hafi verið þess gætt að horfa jafnt til þeirra atriða sem horfa til sektar og sýknu. Í dómi héraðsdóms sagði að ekki sé hægt að fallast á þetta. Eðlilegt hefði verið af hálfu lögreglu að gruna Hafstein um að hafa framið líkamsárásina þar sem í ljós kom að hann hefði veist að brotaþola fyrir utan Lundann skömmu áður en hún fannst stórslösuð í mínútugöngufæri frá Lundanum. Að mati dómsins var það einnig hafið yfir skynsamlegan vafa að Hafsteinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Vó þar þungt framburður réttarmeinafræðings þess efnis að mynstraður margúll á enni brotaþola passaði algerlega við mynstur á skóm Hafsteins. Þá hafi hann ekki getað skýrt hvernig hann hafi hlotið þá áverka sem á honum voru. Áverkarnir bentu til þess að hann hafi innan 24 stunda frá því að þeir voru rannsakaðir slegið margsinnis með hnefum og sparkað með ristum. Tilefnislaus og ofsafengin árás Þá var einnig litið til þess að skömmu áður en þau fóru frá Lundanum hafði kastast í kekki á milli þeirra. Auk þess hafi það komið fram hjá vitnum og í upptökum eftirlitsmyndavéla að fáir hafi verið á ferli í bænum á þeim tímaramma sem horft var til í málinu. Í héraðsdómnum sagði að árásin hefði verið að tilefnislausu og ofsafengin og að Hafsteinn hefði jafnframt klætt brotaþola úr öllum fötum með harðræði og skilið hana eftir bjargarlausa með öllu. Þá braut Hafsteinn einnig skilorð þar sem hann var nokkrum vikum fyrr dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir tilraun til ráns. Landsréttur mildaði sem fyrr segir dóminn og dæmdi Hafstein í fjögurra ára fangelsi. Árásin hefði verið sérstaklega fólskuleg og ófyrirleitin og beindist einkum að höfði konunnar. Þá hafi Hafsteinn rifið konuna úr fötum og skilið eftir nakta og hjálparlausa síðla nætur. Vestmannaeyjar Dómsmál Líkamsárás í Vestmannaeyjum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Landsréttur hefur dæmt Hafstein Oddsson í fjögurra ára fangelsi fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum haustið 2016. Hafsteinn hlaut sex ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í júlí í fyrra en dómurinn var mildaður um tvö ár. Hafsteini var gefið að sök að hafa framið líkamsárás framan við skemmtistaðinn Lundann í Vestmannaeyjum í september 2016. Líkamsárásin vakti mikinn óhug en fórnarlambið, kona, var illa útleikin eftir árásina. Fannst hún nakin á vettvangi um miðja nótt og var líkamshiti konunnar sem varð fyrir árásinni rétt yfir 35 gráðum. Í niðurstöðu Landsréttar segir að árásin hafi verið sérstaklega fólskuleg og ófyrirleitin og beinst einkum að höfði konunnar. Þá hafi Hafsteinn rifið konuna úr fötum og skilið eftir nakta og hjálparlausa síðla nætur. Ekki kemur fram hvers vegna dómurinn var mildaður en það var varakrafa verjanda Hafsteins. Nágranni heyrði grátur Hafsteinn játaði í héraði að hafa slegið konuna einu höggi í andlitið þannig að hún féll við. Hafsteinn neitaði alvarlegri ásökunum. Honum var einnig gefið að sök að hafa framið stórfellda líkamsárás, brot gegn blygðunarsemi og hættubrot, með því að hafa skömmu eftir atvikið sem lýst er hér að ofan, aftur veist að konunni með ítrekuðum höggum og spörkum í andlit og búk og klætt hana úr öllum fötunum og því næst yfirgefið hana þar sem hún lá nakin, mikið slösuð og án bjargar í götunni. Líkamsárásin var framin í grennd við Lundann, skemmtistað í bænum, en konan fannst nakin á götunni eftir að nágranni heyrði konu gráta skammt frá heimili sínu. Fyrir héraðsdómi greindi nágranninn frá því að hafa „séð einhvern mann ganga burt“ og „fundist óhugnanlegt að sjá mann ganga burtu frá slasaðri manneskju, góðan með sig að reykja sígarettu,“ að því er fram kemur í dóminum. Læknir efast um að konan hefði lifað af Hljóp nágranninn út og hringdi hann í Neyðarlínuna þegar hann áttaði sig á því að konan væri mikið slösuð. Voru andlitsáverkar konunnar það miklir að hún áttaði sig ekki á því hvert fórnarlambið væri fyrr en hún sagði til nafns. Í læknisvottorði sem lagt fram í málinu kemur fram að konan hafi verið með mikla áverka í andliti og í raun afmynduð í framan vegna þess hve marin hún var. Ljóst hafi verið strax að um umtalsverða áverka var að ræða. Þá var konan mjög köld við komuna eftir að hafa legið úti nakin, en líkamshitinn var mældur 35,3 gráður. Fyrir dómi sagðist læknirinn sem skrifaði vottorðið að telja líklegt að fórnarlambið hefði ekki lifað nóttina af vegna ofkælingar, hefði enginn komið henni til bjargar. Samsvarandi mynstur á skósóla og áverka á enni Grunur beindist fljótt að Hafsteini eftir að lögregla fékk upplýsingar um að Hafsteinn hafði verið að „atast“ í konunni fyrir utan Lundann. Var hann handtekinn á heimili hans skömmu síðar. Kannaðist hann ekki við að hafa verið í átökum við neinn. Meðal þeirra sem bar vitni í málinu var réttarmeinafræðingur sem rannsakaði bæði áverka á fórnarlambinu, sem og áverka á höndum og fótum Hafsteins. Áverkar á hnúum hans voru að mati réttarmeinafræðignsins dæmigerð fyrir hnefahögg, samanlegt gætu áverkarnir sem fundust á honum bent til til beinnar líkamssnertingar við annan aðila. Þá fannst blóð úr fórnarlambinu á skóm Hafsteins. Fyrir dómi lýsti vitnið einnig því að samsvörun væri milli mynsturs á skósóla á skóm Hafsteins og mynsturs í áverka á enni brotaþola. Samsvörunin væru mjög greinileg. Í dómi héraðsdóms kom fram að dómurinn í málinu væri að miklu leyti byggður á frásögnum vitna þar sem Hafsteinn hefði nýtt sér rétt sinn til að tjá sig ekki. Þá væri brotaþoli búsettur erlendis og hefði hún kosið að koma ekki fyrir dóminn til skýrslugjafar. Taldi lögreglu gefa sér strax að hann væri hinn seki Málsvörn Hafsteins byggði fyrst og fremst á því að rannsókn lögreglu hafi einungis beinst að honum. Lögregla hafi strax gefið sér að hann væri hinn seki í málinu og að ekki hafi verið þess gætt að horfa jafnt til þeirra atriða sem horfa til sektar og sýknu. Í dómi héraðsdóms sagði að ekki sé hægt að fallast á þetta. Eðlilegt hefði verið af hálfu lögreglu að gruna Hafstein um að hafa framið líkamsárásina þar sem í ljós kom að hann hefði veist að brotaþola fyrir utan Lundann skömmu áður en hún fannst stórslösuð í mínútugöngufæri frá Lundanum. Að mati dómsins var það einnig hafið yfir skynsamlegan vafa að Hafsteinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Vó þar þungt framburður réttarmeinafræðings þess efnis að mynstraður margúll á enni brotaþola passaði algerlega við mynstur á skóm Hafsteins. Þá hafi hann ekki getað skýrt hvernig hann hafi hlotið þá áverka sem á honum voru. Áverkarnir bentu til þess að hann hafi innan 24 stunda frá því að þeir voru rannsakaðir slegið margsinnis með hnefum og sparkað með ristum. Tilefnislaus og ofsafengin árás Þá var einnig litið til þess að skömmu áður en þau fóru frá Lundanum hafði kastast í kekki á milli þeirra. Auk þess hafi það komið fram hjá vitnum og í upptökum eftirlitsmyndavéla að fáir hafi verið á ferli í bænum á þeim tímaramma sem horft var til í málinu. Í héraðsdómnum sagði að árásin hefði verið að tilefnislausu og ofsafengin og að Hafsteinn hefði jafnframt klætt brotaþola úr öllum fötum með harðræði og skilið hana eftir bjargarlausa með öllu. Þá braut Hafsteinn einnig skilorð þar sem hann var nokkrum vikum fyrr dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir tilraun til ráns. Landsréttur mildaði sem fyrr segir dóminn og dæmdi Hafstein í fjögurra ára fangelsi. Árásin hefði verið sérstaklega fólskuleg og ófyrirleitin og beindist einkum að höfði konunnar. Þá hafi Hafsteinn rifið konuna úr fötum og skilið eftir nakta og hjálparlausa síðla nætur.
Vestmannaeyjar Dómsmál Líkamsárás í Vestmannaeyjum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira