Íslenski boltinn

„Það sem hefur verið leiðin­legast í þessu öllu hafa verið á­tökin á milli liðanna“

Anton Ingi Leifsson skrifar
pepsi_max_stukan_-_umraeda_i_lok_thattar

Hjörvar Hafliðason hrósaði KSÍ fyrir það hvernig sambandið kom deildarkeppnunum aftur á laggirnar en Þorkell Máni Pétursson hefði viljað sjá skýrari svör frá KSÍ í upphafi.

Hjörvar og Þorkell Máni voru í settinu hjá Guðmundi Benediktssyni á fimmtudagskvöldið þar sem þeir fóru yfir víðan völl; þar á meðal ákvörðun KSÍ að halda áfram með deildarkeppnir meistaraflokka.

„Ég er mjög sáttur við stjórn KSÍ. Að menn hafi leitað lausna við að klára mótið. Að þeir séu búnir að teikna upp þessa sviðsmynd að klára þetta mót með þessum hætti,“ sagði Hjörvar.

„Mér finnst það skipta miklu máli að mótið sé klárað og ég er hæst ánægður með það.“

Máni segist ekki ósáttur en segir að það hafi margt mátt betur fara.

„Ég er ekki ósáttur við stjórn KSÍ en ég fer ekkert ofan af því að mér hefði fundist að það hefði þurft að vera skýrt strax frá upphafi. Að menn hafi ekki þurft að fara í neinar vangaveltur um eitt né neitt.“

„Fyrir mér var þetta ofboðslega skýrt,“ bætti Hjörvar við áður en Máni tók aftur við boltanum.

„Það sem hefur verið leiðinlegast í þessu hafa verið átökin milli liðanna. Það var einhver sem sagði að við þorum ekki að koma og spila leiki. Allir sem vildu ekki klára mótið höfðu vanalega einhverjum hagsmunum að gæta, í flestum tilvikum. Allir sem vildu klára mótið höfðu einnig hagsmuna að gæta.“

Umræðuna í heild sinni má sjá hér að neðan.

Klippa: Pepsi Max Stúkan - Umræða í lok þáttar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×