Erlent

Á­tján létust í árás á skóla

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Minnst átján létust í árásinni.
Minnst átján létust í árásinni. Getty/Sayed Khodaiberdi Sadat

Minnst átján létust og 57 eru særðir eftir að sjálfsvígsárás var gerð á menntasetur í miðborg Kabúl, höfuðborgar Afganistan, í dag. Árásarmaðurinn sprengdi sig í loft upp fyrir utan skólann seinni partinn í dag.

Hundruð nemenda læra við skólann en hann er staðsettur í hverfi þar sem flestir íbúa eru shía múslimar. Talíbanar neituðu fyrr í dag að hafa borið ábyrgð á árásinni en hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki sögðust síðar bera ábyrgð á árásinni. Það hefur þó ekki fengist staðfest.

Talið er að tala látinna muni hækka en samkvæmt frétt AP voru flest fórnarlambanna unglingar.

Ali Reza, íbúi á svæðinu, sagði í samtali við fréttaveituna AFP að þeir sem hafi látist og særst í árásinni hafi verið nemendur sem biðu þess að geta farið inn í húsnæði skólans.

„Ég stóð um 100 metrum frá skólanum þegar sprengingin átti sér stað og lét mig falla til jarðar,“ sagði hann.


Tengdar fréttir

Friðar­við­ræður Afgan­istan og Talí­bana hafnar

Friðarviðræður milli Afganistan og Talíbana hófust í morgun í Katar eftir margra mánaða bið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir viðræðurnar sögulegar en hann er nú á leið til Doha í Katar til að vera viðstaddur opnunarhátíðar viðræðnanna.

Friðarviðræður gætu hafist á næstu dögum

Ríkisstjórn Afganistan vinnur nú að því að ljúka fangaskiptum, sem eru skilyrði friðarviðræðna, við Talibana. Nærri því 200 af síðustu 400 föngunum hefur verið sleppt. Í




Fleiri fréttir

Sjá meira


×