Khabib afgreiddi Gaethje og tilkynnti svo að hann væri hættur Anton Ingi Leifsson skrifar 24. október 2020 22:01 Khabib í tárum eftir sigurinn í kvöld. Josh Hedges/Zuffa LLC/Getty Images Khabib Nurmagomedov, MMA-bardagakappinn, gerði sér lítið fyrir og skellti enn einum mótherja sínum. Í kvöld var það Bandaríkjamaðurinn Justin Gaethje. Khabib hafði ekki tapað bardaga fyrir bardagann í kvöld en bardaginn fór fram í Forum Arena á Abu Dhabi. Þetta var fyrsti bardagi Khabib frá því að faðir hans, sem var honum afar náinn, féll frá í júlí. Það sást frá upphafi að Khabib ætlaði sér að vinna þennan bardaga fyrir föður sinn. Hann gerði sér lítið fyrir og náði að afgreiða Bandaríkjamanninn í annarri lotunni. Stór sigur Rússans. Khabib Nurmagomedov has submitted Justin Gaethje by triangle choke in the second round - an incredible performance!Live reaction: https://t.co/oSLgbfakm8 #bbcufc #UFC254 pic.twitter.com/N7zfpr3E7T— BBC Sport (@BBCSport) October 24, 2020 Hann hefur því unnið alla þrettán bardaga sína í UFC og er samanlagt 29-0 í bardögum innan vefbanda MMA. Stærstu tíðindi kvöldsins komu hins vegar eftir bardagann er Khabib sagði að hann væri hættur að berjast. „Þetta var minn síðasti bardagi. Það er ekki séns að ég komi hérna án pabba. Þegar UFC spurði mig hvort að ég vildi berjast gegn Justin þá talaði ég við mömmu mína í þrjá daga,“ sagði Khabib. „Hún vill ekki að ég fari til bardaga án pabba en ég lofaði henni að þetta yrði minn síðasti bardagi. Ég stend við það og ég verð að gera það,“ bætti Rússinn við. Khabib hefur eldað grátt silfur við Conor McGregor í gegnum tíðina en það verður fróðlegt að sjá hvort að Khabib sé hættur fyrir fullt og allt. "I promised my mother this is going to be my last fight." @TeamKhabib announces his retirement from MMA with a 29-0 record. pic.twitter.com/5NRtjkjz3B— SPORF (@Sporf) October 24, 2020 MMA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Khabib Nurmagomedov, MMA-bardagakappinn, gerði sér lítið fyrir og skellti enn einum mótherja sínum. Í kvöld var það Bandaríkjamaðurinn Justin Gaethje. Khabib hafði ekki tapað bardaga fyrir bardagann í kvöld en bardaginn fór fram í Forum Arena á Abu Dhabi. Þetta var fyrsti bardagi Khabib frá því að faðir hans, sem var honum afar náinn, féll frá í júlí. Það sást frá upphafi að Khabib ætlaði sér að vinna þennan bardaga fyrir föður sinn. Hann gerði sér lítið fyrir og náði að afgreiða Bandaríkjamanninn í annarri lotunni. Stór sigur Rússans. Khabib Nurmagomedov has submitted Justin Gaethje by triangle choke in the second round - an incredible performance!Live reaction: https://t.co/oSLgbfakm8 #bbcufc #UFC254 pic.twitter.com/N7zfpr3E7T— BBC Sport (@BBCSport) October 24, 2020 Hann hefur því unnið alla þrettán bardaga sína í UFC og er samanlagt 29-0 í bardögum innan vefbanda MMA. Stærstu tíðindi kvöldsins komu hins vegar eftir bardagann er Khabib sagði að hann væri hættur að berjast. „Þetta var minn síðasti bardagi. Það er ekki séns að ég komi hérna án pabba. Þegar UFC spurði mig hvort að ég vildi berjast gegn Justin þá talaði ég við mömmu mína í þrjá daga,“ sagði Khabib. „Hún vill ekki að ég fari til bardaga án pabba en ég lofaði henni að þetta yrði minn síðasti bardagi. Ég stend við það og ég verð að gera það,“ bætti Rússinn við. Khabib hefur eldað grátt silfur við Conor McGregor í gegnum tíðina en það verður fróðlegt að sjá hvort að Khabib sé hættur fyrir fullt og allt. "I promised my mother this is going to be my last fight." @TeamKhabib announces his retirement from MMA with a 29-0 record. pic.twitter.com/5NRtjkjz3B— SPORF (@Sporf) October 24, 2020
MMA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira