Trúir ekki öðru að ríkið aðstoði KKÍ Anton Ingi Leifsson skrifar 25. október 2020 14:01 Teitur og Sævar fóru yfir landslagið á föstudagskvöldið. STÖÐ 2 SPORT Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson, körfuboltaspekingar í Domino's Körfuboltakvöldi, segja að ríkisvaldið þurfi að stíga inn í og hjálpa KKÍ á erfiðum tíðum. Körfuboltinn er á ís nú vegna kórónuveirunnar eins og allar íþróttir landsins en hann fer ekki að rúlla fyrr en um miðjan nóvembermánuð hið fyrsta. Því eru mörg félögin að berjast í bökkum fjárhagslega og það málefni var til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. „Þessar vikurnar eru sjálfboðaliðarnir á fullu að vinna til þess að fjármagna félögin. Það eru fullt af útlendingum á Íslandi sem eru bara að æfa körfubolta. Þeir eru ekkert að spila. Ég fór upp í íþróttahús í gær og fékk þetta. Gríma merkt mínu félagi. Seldist upp eins og skot,“ sagði Teitur. Sævar tók við boltanum. „Ég þekki nokkra sem eru í stjórn hjá Keflavík og hjá Njarðvík. Bara hvað fólk tók vel í þetta í kringum samfélagið, hjá báðum félögum. Þetta er auka milljón á hvern klúbb. Ég trúi ekki öðru en að hin opinbera stígi inn og hjálpi.“ „Þeir verða einhvernveginn að hjálpa KKÍ. Við vorum að tala um það í bílnum að þegar þú ert að spila þrjá leiki í viku þá kosti það 80-90 þúsund krónur bara dómarakostnaður á hverjum leik. Það verða engir áhorfendur og það verður engin innkoma. Þetta er enn þannig að félögin í körfuboltanum eru að borga dómarakostnað. Er hægt að gera eitthvað þarna? Er hægt að minnka þennan kostnað einhvernveginn? Þetta eru sjálfboðaliðar sem eru að vinna baki brotnu að reyna að halda þessu gangandi. Geta dómarar tekið launalækkun? Það eru allir að skera niður,“ sagði Teitur. Sævar bætti svo við að ríkið væri að aðstoða kirkjuna um mikla fjármuni á ári og því væri mögulega hægt að nýta eitthva af þeim peningum í íþróttirnar, þar á meðal körfuboltann. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Ríkið og íþróttir Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson, körfuboltaspekingar í Domino's Körfuboltakvöldi, segja að ríkisvaldið þurfi að stíga inn í og hjálpa KKÍ á erfiðum tíðum. Körfuboltinn er á ís nú vegna kórónuveirunnar eins og allar íþróttir landsins en hann fer ekki að rúlla fyrr en um miðjan nóvembermánuð hið fyrsta. Því eru mörg félögin að berjast í bökkum fjárhagslega og það málefni var til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. „Þessar vikurnar eru sjálfboðaliðarnir á fullu að vinna til þess að fjármagna félögin. Það eru fullt af útlendingum á Íslandi sem eru bara að æfa körfubolta. Þeir eru ekkert að spila. Ég fór upp í íþróttahús í gær og fékk þetta. Gríma merkt mínu félagi. Seldist upp eins og skot,“ sagði Teitur. Sævar tók við boltanum. „Ég þekki nokkra sem eru í stjórn hjá Keflavík og hjá Njarðvík. Bara hvað fólk tók vel í þetta í kringum samfélagið, hjá báðum félögum. Þetta er auka milljón á hvern klúbb. Ég trúi ekki öðru en að hin opinbera stígi inn og hjálpi.“ „Þeir verða einhvernveginn að hjálpa KKÍ. Við vorum að tala um það í bílnum að þegar þú ert að spila þrjá leiki í viku þá kosti það 80-90 þúsund krónur bara dómarakostnaður á hverjum leik. Það verða engir áhorfendur og það verður engin innkoma. Þetta er enn þannig að félögin í körfuboltanum eru að borga dómarakostnað. Er hægt að gera eitthvað þarna? Er hægt að minnka þennan kostnað einhvernveginn? Þetta eru sjálfboðaliðar sem eru að vinna baki brotnu að reyna að halda þessu gangandi. Geta dómarar tekið launalækkun? Það eru allir að skera niður,“ sagði Teitur. Sævar bætti svo við að ríkið væri að aðstoða kirkjuna um mikla fjármuni á ári og því væri mögulega hægt að nýta eitthva af þeim peningum í íþróttirnar, þar á meðal körfuboltann. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Ríkið og íþróttir
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira