Innlent

Barnið á batavegi eftir slys í Hörgársveit

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Barnið var fyrst flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri. Þaðan fór það með sjúkraflugi til Reykjavíkur.
Barnið var fyrst flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri. Þaðan fór það með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Vísir/vilhelm

Barnið sem flutt var á sjúkrahús í Reykjavík eftir slys á leikskólanum Álfasteini í Hörgársveit á föstudag er á batavegi og virðist ekki hafa slasast alvarlega. Lögregla á Norðurlandi eystra rannsakar tildrög slyssins.

Lögregla og sjúkraflutningamenn voru kallaðir út að leikskólanum um klukkan tvö á föstudag. Barnið var fyrst flutt á sjúkrahúsið á Akureyri og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Norðurlandi eystra virðist barnið hafa komist „óskaddað“ frá slysinu. Lögregla getur ekki staðfest hvort barnið liggi enn á sjúkrahúsi í Reykjavík. Þá er rannsókn á slysinu ekki lokið en frekari upplýsinga um tildrög þess er að vænta síðar í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×