Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Kristján Már Unnarsson skrifar 26. október 2020 11:21 Bílarnir streymdu á bílastæðið við Dynjanda í gær. Margir voru að sjá fossinn í fyrsta sinn á þessum árstíma. Mynd/Eggert Stefánsson Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður hægt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. Fossinn er í botni Arnarfjarðar, á milli Hrafnseyrarheiðar og Dynjandisheiðar, og því hefur landleiðin að Dynjanda lokast þegar heiðarnar verða ófærar. Í fyrravetur voru heiðarnar til dæmis lokaðar samfellt í hartnær fimm mánuði, frá miðjum desember og fram til 8. maí í vor. „Við vorum þrír í bílnum og ætluðum að snúa við hjá Mjólkárvirkjun þegar okkur datt í hug að keyra aðeins lengra og kíkja á fossinn Dynjanda,“ segir Eggert Stefánsson, rafeindavirki frá Þingeyri, sem búsettur er á Ísafirði, en hann tók meðfylgjandi myndir. Fossinn Dynjandi í Arnarfirði í gær.Mynd/Eggert Stefánsson „Margir sneru við hjá Mjólká en það voru líka margir sem óku áfram að Dynjanda. Ég giska á að margir hafi verið að sjá Dynjanda í fyrsta sinn á þessum árstíma,“ segir Eggert, sem reyndar vegna starfa sinnar hefur þurft að fara í Arnarfjörð að vetrarlagi og komið að Dynjanda í klakaböndum. „Ég er viss um að margir eigi eftir að nýta sér þetta, að skreppa að Dynjanda og sjá fossinn í klakaböndum þegar fer að frysta. Það er dálítið glæsilegt.“ Í Dynjandisvogi í gær. Fossinn og umhverfi hans eru friðlýst.Mynd/Eggert Stefánsson Vegalengdin milli Ísafjarðar og Dynjanda um Hrafnseyrarheiði er 87 kílómetrar en styttist niður í tæpa 60 kílómetra með Dýrafjarðargöngum. Næsta haust verður leiðin á milli auk þess nánast öll orðin malbikuð þegar lokið verður endurnýjun á 5,7 kílómetra kafla í Arnarfirði, um Meðalnes nyrst við Dynjandisvog, sem Íslenskir aðalverktakar vinna að. Vegafarendur sem koma sunnan að um Dynjandisheiði geta einnig vænst þess að sjá Dynjanda í klakaböndum í vetur. Vegagerðin hefur ákveðið að reyna að halda heiðinni opinni á virkum dögum í vetur með fimm snjómokstursdögum í hverri viku, að sögn Guðmundar Björgvinssonar, yfirverkstjóra á Ísafirði. Sá kafli verður einnig orðinn betri innan árs þegar Íslenskir aðalverktakar ljúka gerð nýs 4,3 kílómetra kafla ofan Flókalundar, um Þverdalsá og Pennusneiðing. Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Vesturbyggð Umhverfismál Samgöngur Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22 „Krakkar! Þið megið fara af stað,“ sagði ráðherra og slánni var lyft „Krakkar! Þið megið fara af stað," sagði samgönguráðherra eftir að hafa gefið fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð. Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hefðu ekið í gegn á eftir rútunni. 25. október 2020 17:24 Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð Í dag klukkan 14 verða Dýrafjarðargöng opnuð. Vegna samkomutakmarkana verður opnunin með óhefðbundnum hætti, en henni verður streymt beint hér á Vísi. 25. október 2020 13:00 Fyrstu kaflarnir kláraðir á einu ári á Dynjandisheiði Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að neinn hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út. 24. júlí 2020 07:06 Vegagerðin hafnar lægsta tilboðinu í Dynjandisheiði Vegagerðin hefur hafnað lægsta tilboði í endurbyggingu þjóðvegarins yfir Dynjandisheiði vegna reynsluleysis verktakans af stórverkum og þess í stað ákveðið að semja við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. 5. september 2020 22:15 Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06 Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður hægt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. Fossinn er í botni Arnarfjarðar, á milli Hrafnseyrarheiðar og Dynjandisheiðar, og því hefur landleiðin að Dynjanda lokast þegar heiðarnar verða ófærar. Í fyrravetur voru heiðarnar til dæmis lokaðar samfellt í hartnær fimm mánuði, frá miðjum desember og fram til 8. maí í vor. „Við vorum þrír í bílnum og ætluðum að snúa við hjá Mjólkárvirkjun þegar okkur datt í hug að keyra aðeins lengra og kíkja á fossinn Dynjanda,“ segir Eggert Stefánsson, rafeindavirki frá Þingeyri, sem búsettur er á Ísafirði, en hann tók meðfylgjandi myndir. Fossinn Dynjandi í Arnarfirði í gær.Mynd/Eggert Stefánsson „Margir sneru við hjá Mjólká en það voru líka margir sem óku áfram að Dynjanda. Ég giska á að margir hafi verið að sjá Dynjanda í fyrsta sinn á þessum árstíma,“ segir Eggert, sem reyndar vegna starfa sinnar hefur þurft að fara í Arnarfjörð að vetrarlagi og komið að Dynjanda í klakaböndum. „Ég er viss um að margir eigi eftir að nýta sér þetta, að skreppa að Dynjanda og sjá fossinn í klakaböndum þegar fer að frysta. Það er dálítið glæsilegt.“ Í Dynjandisvogi í gær. Fossinn og umhverfi hans eru friðlýst.Mynd/Eggert Stefánsson Vegalengdin milli Ísafjarðar og Dynjanda um Hrafnseyrarheiði er 87 kílómetrar en styttist niður í tæpa 60 kílómetra með Dýrafjarðargöngum. Næsta haust verður leiðin á milli auk þess nánast öll orðin malbikuð þegar lokið verður endurnýjun á 5,7 kílómetra kafla í Arnarfirði, um Meðalnes nyrst við Dynjandisvog, sem Íslenskir aðalverktakar vinna að. Vegafarendur sem koma sunnan að um Dynjandisheiði geta einnig vænst þess að sjá Dynjanda í klakaböndum í vetur. Vegagerðin hefur ákveðið að reyna að halda heiðinni opinni á virkum dögum í vetur með fimm snjómokstursdögum í hverri viku, að sögn Guðmundar Björgvinssonar, yfirverkstjóra á Ísafirði. Sá kafli verður einnig orðinn betri innan árs þegar Íslenskir aðalverktakar ljúka gerð nýs 4,3 kílómetra kafla ofan Flókalundar, um Þverdalsá og Pennusneiðing.
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Vesturbyggð Umhverfismál Samgöngur Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22 „Krakkar! Þið megið fara af stað,“ sagði ráðherra og slánni var lyft „Krakkar! Þið megið fara af stað," sagði samgönguráðherra eftir að hafa gefið fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð. Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hefðu ekið í gegn á eftir rútunni. 25. október 2020 17:24 Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð Í dag klukkan 14 verða Dýrafjarðargöng opnuð. Vegna samkomutakmarkana verður opnunin með óhefðbundnum hætti, en henni verður streymt beint hér á Vísi. 25. október 2020 13:00 Fyrstu kaflarnir kláraðir á einu ári á Dynjandisheiði Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að neinn hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út. 24. júlí 2020 07:06 Vegagerðin hafnar lægsta tilboðinu í Dynjandisheiði Vegagerðin hefur hafnað lægsta tilboði í endurbyggingu þjóðvegarins yfir Dynjandisheiði vegna reynsluleysis verktakans af stórverkum og þess í stað ákveðið að semja við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. 5. september 2020 22:15 Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06 Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22
„Krakkar! Þið megið fara af stað,“ sagði ráðherra og slánni var lyft „Krakkar! Þið megið fara af stað," sagði samgönguráðherra eftir að hafa gefið fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð. Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hefðu ekið í gegn á eftir rútunni. 25. október 2020 17:24
Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð Í dag klukkan 14 verða Dýrafjarðargöng opnuð. Vegna samkomutakmarkana verður opnunin með óhefðbundnum hætti, en henni verður streymt beint hér á Vísi. 25. október 2020 13:00
Fyrstu kaflarnir kláraðir á einu ári á Dynjandisheiði Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að neinn hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út. 24. júlí 2020 07:06
Vegagerðin hafnar lægsta tilboðinu í Dynjandisheiði Vegagerðin hefur hafnað lægsta tilboði í endurbyggingu þjóðvegarins yfir Dynjandisheiði vegna reynsluleysis verktakans af stórverkum og þess í stað ákveðið að semja við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. 5. september 2020 22:15
Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06
Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels