Vextir á lánum hækka hjá Íslandsbanka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2020 12:37 Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki ætlar að hækka vexti á húsnæðislánum í vikunni. Hækkunin nemur allt að 0,35 prósentustigum og nær til verðtryggðra húsnæðislána og lána á föstum óverðtryggðum vöxtum. Arion banki segir vexti ekki til skoðunar sem stendur. Landsbankinn segir sífellt lagt mat á stöðuna. Viðskiptablaðið greindi frá því á föstudag að Íslandsbanki ætlaði að hækka vexti vegna hærri fjármögnunarkostnaðar. Vaxtahækkunin nær bæði til verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Meginvextir Seðlabanka Íslands eru eitt prósent og var haldið óbreyttum við síðustu ákvörðun peningastefnunefndar bankans þann 7. október. Þeir hafa verið óbreyttir síðan í maí en höfðu lækkað um 3,5 prósentustig á einu ári þar á undan. „Vegna aukinnar útbreiðslu veirunnar að undanförnu hafa efnahagshorfur versnað frá því sem gert var ráð fyrir í ágúst. Óvissan er hins vegar mikil og þróun efnahagsmála mun að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar,“ sagði í síðasta rökstuðningi peningarstefnunefndar. Engin tíðindi hjá hinum bönkunum Fréttastofa sendi skriflega fyrirspurn á Arion banka og Landsbankann. Spurt var hvort hækkun vaxta væri í farvatninu hjá bönkunum. „Arion banki er ekki að skoða að breyta vöxtum að svo stöddu,“ sagði í svari Haraldar Guðna Eiðssonar, upplýsingafulltrúi Arion banka. „Landsbankinn metur sífellt vaxtastig á innlánsreikningum og útlánum, m.a. með hliðsjón af vöxtum Seðlabankans, vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum. Ekki er greint frá vaxtaákvörðunum fyrr en þær liggja fyrir,“ segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans. Þessir vextir hækka hjá Íslandsbanka Íslandsbanki hefur ekki greint frá hækkununum á heimasíðu sinni enn sem komið er. Í svari við fyrirspurn Viðskiptablaðsins kemur fram hvaða lán munu breytast, og hvernig: Verðtryggð húsnæðislán með vaxtaendurskoðun hækka úr 1,95% í 2,05% Verðtryggð viðbótarhúsnæðislán með vaxtaendurskoðun hækka úr 1,95% í 2,05% Fastir óverðtryggðir vextir húsnæðislána til 36 mánaða hækka úr 3,95% í 4,10% Fastir óverðtryggðir vextir viðbótarhúsnæðislána til 36 mánaða hækka úr 5,05% í 5,2% Fastir óverðtryggðir vextir húsnæðislána til 60 mánaða hækka úr 4,05% í 4,40% Fastir óverðtryggðir vextir viðbótarhúsnæðislána til 60 mánaða hækka úr 5,15% í 5,5% Fréttin var uppfærð. Í svar Arion banka til fréttastofu vantaði orðið ekki sem breytti algjörlega svari bankans. Í fyrri útgáfu stóð að bankinn hefði vextina til skoðunar. Hið rétta er að svo er ekki. Þetta var lagað um leið og Arion banki leiðrétti svar sitt. Íslenskir bankar Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Íslandsbanki ætlar að hækka vexti á húsnæðislánum í vikunni. Hækkunin nemur allt að 0,35 prósentustigum og nær til verðtryggðra húsnæðislána og lána á föstum óverðtryggðum vöxtum. Arion banki segir vexti ekki til skoðunar sem stendur. Landsbankinn segir sífellt lagt mat á stöðuna. Viðskiptablaðið greindi frá því á föstudag að Íslandsbanki ætlaði að hækka vexti vegna hærri fjármögnunarkostnaðar. Vaxtahækkunin nær bæði til verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Meginvextir Seðlabanka Íslands eru eitt prósent og var haldið óbreyttum við síðustu ákvörðun peningastefnunefndar bankans þann 7. október. Þeir hafa verið óbreyttir síðan í maí en höfðu lækkað um 3,5 prósentustig á einu ári þar á undan. „Vegna aukinnar útbreiðslu veirunnar að undanförnu hafa efnahagshorfur versnað frá því sem gert var ráð fyrir í ágúst. Óvissan er hins vegar mikil og þróun efnahagsmála mun að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar,“ sagði í síðasta rökstuðningi peningarstefnunefndar. Engin tíðindi hjá hinum bönkunum Fréttastofa sendi skriflega fyrirspurn á Arion banka og Landsbankann. Spurt var hvort hækkun vaxta væri í farvatninu hjá bönkunum. „Arion banki er ekki að skoða að breyta vöxtum að svo stöddu,“ sagði í svari Haraldar Guðna Eiðssonar, upplýsingafulltrúi Arion banka. „Landsbankinn metur sífellt vaxtastig á innlánsreikningum og útlánum, m.a. með hliðsjón af vöxtum Seðlabankans, vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum. Ekki er greint frá vaxtaákvörðunum fyrr en þær liggja fyrir,“ segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans. Þessir vextir hækka hjá Íslandsbanka Íslandsbanki hefur ekki greint frá hækkununum á heimasíðu sinni enn sem komið er. Í svari við fyrirspurn Viðskiptablaðsins kemur fram hvaða lán munu breytast, og hvernig: Verðtryggð húsnæðislán með vaxtaendurskoðun hækka úr 1,95% í 2,05% Verðtryggð viðbótarhúsnæðislán með vaxtaendurskoðun hækka úr 1,95% í 2,05% Fastir óverðtryggðir vextir húsnæðislána til 36 mánaða hækka úr 3,95% í 4,10% Fastir óverðtryggðir vextir viðbótarhúsnæðislána til 36 mánaða hækka úr 5,05% í 5,2% Fastir óverðtryggðir vextir húsnæðislána til 60 mánaða hækka úr 4,05% í 4,40% Fastir óverðtryggðir vextir viðbótarhúsnæðislána til 60 mánaða hækka úr 5,15% í 5,5% Fréttin var uppfærð. Í svar Arion banka til fréttastofu vantaði orðið ekki sem breytti algjörlega svari bankans. Í fyrri útgáfu stóð að bankinn hefði vextina til skoðunar. Hið rétta er að svo er ekki. Þetta var lagað um leið og Arion banki leiðrétti svar sitt.
Íslenskir bankar Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira