Hvetur stjórnvöld til að huga betur að lagaheimildum sóttvarnaaðgerða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. október 2020 12:42 Samkvæmt þeim upplýsingum sem forsætisráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið veittu umboðsmanni Alþingis er vinna hafin við að endurskoða sóttvarnalög. Vísir/Vilhelm Þar sem vinna er hafin við endurskoðun sóttvarnalaga telur Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ekki tilefni að svo stöddu til að fjalla almennt um gildandi lagaheimildir til þeirra sóttvarnaaðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til vegna kórónuveirufaraldursins. Hins vegar kemur umboðsmaður þeirri ábendingu á framfæri að metið verði í hvaða mæli sé þörf á að bæta eins fljótt og kostur er úr þeim atriðum sem séu meira aðkallandi en önnur. „Mál af þessum toga kunna þó áfram að koma til umfjöllunar umboðsmanns vegna kvartana sem berast en þeim sem hafa borist fram að þessu hefur lokið þar sem kæruleiðir innan stjórnsýslunnar hafa ekki verið tæmdar,“ segir í umfjöllun um málið á vef umboðsmanns. Þar greinir frá bréfaskiptum umboðsmanns við forsætisráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið varðandi lagaheimildir til sóttvarnaaðgerða vegna Covid-19. Á meðal þess sem kemur fram í bréfi umboðsmanns til ráðuneytanna sem sent var í lok síðustu viku er að stjórnvöld þurfi að gæta þess að fullnægjandi lagaheimildir séu þeim tiltækar til þeirra ráðstafana sem talin er þörf á að grípa til: Lagaleg umgjörð þurfi að vera skýr „Ég tek að lokum fram um þetta atriði að þótt vissulega hvíli á hlutaðeigandi stjórnvöldum ríkar skyldur til þess að gera nauðsynlegar sóttvarnaráðstafanir til að verjast og takast á við smitsjúkdóm af því tagi sem COVID-19 er þurfa stjórnvöld engu að síður, og sérstaklega þegar sleppir upphafsaðgerðum til að leggja mat á og takast á við farsótt, að gæta þess að fullnægjandi lagaheimildir séu þeim tiltækar til þeirra ráðstafana sem þau telja nauðsynlegt að grípa til. Heimild ráðherra til að hafa frumkvæði að flutningi lagafrumvarpa á Alþingi er einmitt ætlað að tryggja ráðherra úrræði til að kalla eftir þeim heimildum sem hann telur sig þurfa og eru ekki þegar í lögum eða eru ekki fyllilega skýrar. Þótt ég hafi talið tilefni til þess að hvetja stjórnvöld til þess að huga betur að lagaheimildum til umræddra ráðstafana hef ég ekki tekið afstöðu til þess hvort lagaheimildir hefur skort til einstakra ráðstafana. Það verður ekki gert nema skoða þau einstöku tilvik sem koma upp og meta aðstæður í ljósi þeirrar lagaheimildar sem reynir á, og þá m.a. með tilliti til þeirra hagsmuna sem sóttvarnaráðstöfunum og inngripum stjórnvalda er ætlað að þjóna og tilvist og líkum á smiti. Á vettvangi umboðsmanns Alþingis kann að reyna á slíkt við úrlausn þeirra kvartana sem berast,“ segir í bréfi umboðsmanns. Lagaleg umgjörð þessara mála verði að vera alveg skýr og það séu almannahagsmunir að lagaþrætur leiði ekki til þess að ónýta þann árangur sem sóttvarnaaðgerðum sé ætlað að ná: „Það leiðir hins vegar af eðli þeirra inngripa og áhrifa sem sóttvarnaaðgerðir vegna COVID-19 hafa haft bæði fyrir einstaklinga og atvinnufyrirtæki þar sem m.a. hefur reynt á stjórnarskrárvarin réttindi og fjárhagslegar afleiðingar að ég tel að stjórnvöld eigi að því er varðar lagalega umgjörð þessara mála að gæta þess fyrir sitt leyti að hún sé eins skýr og kostur er. Það er svo vitanlega Alþingis að taka endanlega afstöðu til þess hvaða heimildir stjórnvöld eigi að hafa í þessu efni. Það eru líka almannahagsmunir að lagaþrætur um þessi mál leiði ekki til þess að ónýta þann árangur sem sóttvarnaaðgerðum til að hemja bráðsmitandi sjúkdóm, sem í senn getur reynst lífi fólks hættulegur og sett starfsemi heilbrigðiskerfisins úr skorðum, er ætlað að ná,“ segir í bréfi umboðsmanns. Á vef umboðsmanns er jafnframt fjallað um kvartanir sem honum bárust vegna ákvörðunar um sóttkví annars vegar og grímuskyldu í framhaldsskólum hins vegar. Nánar má lesa um það hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Umboðsmaður Alþingis Alþingi Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Þar sem vinna er hafin við endurskoðun sóttvarnalaga telur Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ekki tilefni að svo stöddu til að fjalla almennt um gildandi lagaheimildir til þeirra sóttvarnaaðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til vegna kórónuveirufaraldursins. Hins vegar kemur umboðsmaður þeirri ábendingu á framfæri að metið verði í hvaða mæli sé þörf á að bæta eins fljótt og kostur er úr þeim atriðum sem séu meira aðkallandi en önnur. „Mál af þessum toga kunna þó áfram að koma til umfjöllunar umboðsmanns vegna kvartana sem berast en þeim sem hafa borist fram að þessu hefur lokið þar sem kæruleiðir innan stjórnsýslunnar hafa ekki verið tæmdar,“ segir í umfjöllun um málið á vef umboðsmanns. Þar greinir frá bréfaskiptum umboðsmanns við forsætisráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið varðandi lagaheimildir til sóttvarnaaðgerða vegna Covid-19. Á meðal þess sem kemur fram í bréfi umboðsmanns til ráðuneytanna sem sent var í lok síðustu viku er að stjórnvöld þurfi að gæta þess að fullnægjandi lagaheimildir séu þeim tiltækar til þeirra ráðstafana sem talin er þörf á að grípa til: Lagaleg umgjörð þurfi að vera skýr „Ég tek að lokum fram um þetta atriði að þótt vissulega hvíli á hlutaðeigandi stjórnvöldum ríkar skyldur til þess að gera nauðsynlegar sóttvarnaráðstafanir til að verjast og takast á við smitsjúkdóm af því tagi sem COVID-19 er þurfa stjórnvöld engu að síður, og sérstaklega þegar sleppir upphafsaðgerðum til að leggja mat á og takast á við farsótt, að gæta þess að fullnægjandi lagaheimildir séu þeim tiltækar til þeirra ráðstafana sem þau telja nauðsynlegt að grípa til. Heimild ráðherra til að hafa frumkvæði að flutningi lagafrumvarpa á Alþingi er einmitt ætlað að tryggja ráðherra úrræði til að kalla eftir þeim heimildum sem hann telur sig þurfa og eru ekki þegar í lögum eða eru ekki fyllilega skýrar. Þótt ég hafi talið tilefni til þess að hvetja stjórnvöld til þess að huga betur að lagaheimildum til umræddra ráðstafana hef ég ekki tekið afstöðu til þess hvort lagaheimildir hefur skort til einstakra ráðstafana. Það verður ekki gert nema skoða þau einstöku tilvik sem koma upp og meta aðstæður í ljósi þeirrar lagaheimildar sem reynir á, og þá m.a. með tilliti til þeirra hagsmuna sem sóttvarnaráðstöfunum og inngripum stjórnvalda er ætlað að þjóna og tilvist og líkum á smiti. Á vettvangi umboðsmanns Alþingis kann að reyna á slíkt við úrlausn þeirra kvartana sem berast,“ segir í bréfi umboðsmanns. Lagaleg umgjörð þessara mála verði að vera alveg skýr og það séu almannahagsmunir að lagaþrætur leiði ekki til þess að ónýta þann árangur sem sóttvarnaaðgerðum sé ætlað að ná: „Það leiðir hins vegar af eðli þeirra inngripa og áhrifa sem sóttvarnaaðgerðir vegna COVID-19 hafa haft bæði fyrir einstaklinga og atvinnufyrirtæki þar sem m.a. hefur reynt á stjórnarskrárvarin réttindi og fjárhagslegar afleiðingar að ég tel að stjórnvöld eigi að því er varðar lagalega umgjörð þessara mála að gæta þess fyrir sitt leyti að hún sé eins skýr og kostur er. Það er svo vitanlega Alþingis að taka endanlega afstöðu til þess hvaða heimildir stjórnvöld eigi að hafa í þessu efni. Það eru líka almannahagsmunir að lagaþrætur um þessi mál leiði ekki til þess að ónýta þann árangur sem sóttvarnaaðgerðum til að hemja bráðsmitandi sjúkdóm, sem í senn getur reynst lífi fólks hættulegur og sett starfsemi heilbrigðiskerfisins úr skorðum, er ætlað að ná,“ segir í bréfi umboðsmanns. Á vef umboðsmanns er jafnframt fjallað um kvartanir sem honum bárust vegna ákvörðunar um sóttkví annars vegar og grímuskyldu í framhaldsskólum hins vegar. Nánar má lesa um það hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Umboðsmaður Alþingis Alþingi Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira