Hjónabandið ekki komið svo langt að mikið sé rifist Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2020 16:46 Þorvaldur Sigurðsson og Halldór Örn Tryggvason ræddu við Henry Birgi Gunnarsson. stöð 2 sport „Við eigum eftir að fara upp brekkur og niður þær en stigin munu koma, ég skal lofa því,“ segir Þorvaldur Sigurðsson, annar tveggja þjálfara handboltaliðs Þórs á Akureyri. Eftir að samstarfi Þórs og KA um Akureyri Handboltafélag lauk hófu Þórsarar að spila á ný undir eigin merkjum á síðustu leiktíð, og komust beint upp í Olís-deildina. Þorvaldur og Halldór Örn Tryggvason stýra liðinu saman og hafa farið ágætlega af stað með nýliðana á stóra sviðinu, en Þór er með tvö stig eftir fyrstu fjóra leikina. Henry Birgir Gunnarsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, tók þjálfarana tali í Akureyrarheimsókn sinni á dögunum: „Samstarfið gengur mjög vel. Við höfum gert þetta áður og þá gekk það mjög vel. Valdi hefur kannski aðra sögu að segja,“ sagði Halldór léttur. Þorvaldur tók undir og sagði þá lítið hafa rifist: „Þetta hjónaband er nú ekki alveg komið svo langt. Það hlýtur nú örugglega að koma sá tími hjá okkur að við lendum eitthvað uppi á móti hvor öðrum, en ég held að við séum það miklir félagar að við leysum það bara í bróðerni.“ Þórsarar eru mættir í deild þeirra bestu að nýju undir eigin merkjum.stöð 2 sport Búast má við því að Þórsarar verði í fallbaráttu í vetur en Henry spurði þjálfarana út í það hver framtíðarsýnin væri hjá félaginu og hvað það hefði í för með sér ef liðið félli: „Það er rosalega erfitt að segja núna, en við höldum bara áfram að byggja upp. Við erum með flotta yngri flokka, fullt af ungum drengjum sem eru tilbúnir að berjast fyrir klúbbinn,“ sagði Halldór. Vel gangi með rekstur yngri flokka í samkeppni við KA og aðrar íþróttagreinar. „Þetta er okkar annað ár undir merkjum Þórs. Fyrir mér hefur þetta mikla þýðingu. Ég er borinn og barnfæddur hérna upp frá og það er bara voðalega krúttlegt „concept“ að vera kominn heim og aftur undir merki Þórs. Við erum að búa til okkar gildi og okkar farveg, og það tekur bara tíma. Við höldum bara áfram,“ sagði Þorvaldur. Excel-skjalið segir eitt félag en skemmtilegra að hafa tvö Aðspurður hvort söknuður væri að Akureyri Handboltafélagi svaraði Þorvaldur: „Auðvitað er alltaf söknuður að einhverju sem að var gott og skemmtilegt, og samstaða um á sínum tíma, en maður þarf að kunna að setja það ofan í skúffu þegar það er búið. Það var flott „concept“ á meðan það var.“ Halldór viðurkenndi að líklega væri skynsamlegra að eitt handboltafélag væri á Akureyri í stað tveggja: „Excel-skjalið segir eitt en upp á skemmtilegheitin er betra að hafa tvö. Það er mjög þungur róður að hafa tvö lið en við getum það núna og þá höldum við áfram.“ Innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Þorvaldur og Halldór Olís-deild karla Þór Akureyri Seinni bylgjan Tengdar fréttir Kominn í Olís deildina eftir hryggbrot og meira en tíu ára fjarveru frá handbolta Aðalsteinn Ernir Bergþórsson hefur vakið athygli í vörn Þórsara í Olís deild karla í handbolta en hann á allt aðra sögu en flestir leikmenn deildarinnar. 27. október 2020 14:00 Topp fimm hjá Jóhanni Gunnari: Traustir menn í Olís deildinni sem gætu séð um börnin hans ef hann félli frá Jóhann Gunnar Einarsson setti saman fróðlegan topp fimm lista undir dramatískum formerkjum í Seinni bylgjunni í gærkvöldi. 27. október 2020 12:30 Martha: Gat ekki hætt án þess að fá að njóta þess að spila síðasta leikinn Martha Hermannsdóttir gengur vel að spila handbolta í Olís deildinni meðfram því að reka tannlæknastofu. Hún hefur verið á leiðinni að hætta í mörg ár en er samt enn að spila með liði KA/Þór. 27. október 2020 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
„Við eigum eftir að fara upp brekkur og niður þær en stigin munu koma, ég skal lofa því,“ segir Þorvaldur Sigurðsson, annar tveggja þjálfara handboltaliðs Þórs á Akureyri. Eftir að samstarfi Þórs og KA um Akureyri Handboltafélag lauk hófu Þórsarar að spila á ný undir eigin merkjum á síðustu leiktíð, og komust beint upp í Olís-deildina. Þorvaldur og Halldór Örn Tryggvason stýra liðinu saman og hafa farið ágætlega af stað með nýliðana á stóra sviðinu, en Þór er með tvö stig eftir fyrstu fjóra leikina. Henry Birgir Gunnarsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, tók þjálfarana tali í Akureyrarheimsókn sinni á dögunum: „Samstarfið gengur mjög vel. Við höfum gert þetta áður og þá gekk það mjög vel. Valdi hefur kannski aðra sögu að segja,“ sagði Halldór léttur. Þorvaldur tók undir og sagði þá lítið hafa rifist: „Þetta hjónaband er nú ekki alveg komið svo langt. Það hlýtur nú örugglega að koma sá tími hjá okkur að við lendum eitthvað uppi á móti hvor öðrum, en ég held að við séum það miklir félagar að við leysum það bara í bróðerni.“ Þórsarar eru mættir í deild þeirra bestu að nýju undir eigin merkjum.stöð 2 sport Búast má við því að Þórsarar verði í fallbaráttu í vetur en Henry spurði þjálfarana út í það hver framtíðarsýnin væri hjá félaginu og hvað það hefði í för með sér ef liðið félli: „Það er rosalega erfitt að segja núna, en við höldum bara áfram að byggja upp. Við erum með flotta yngri flokka, fullt af ungum drengjum sem eru tilbúnir að berjast fyrir klúbbinn,“ sagði Halldór. Vel gangi með rekstur yngri flokka í samkeppni við KA og aðrar íþróttagreinar. „Þetta er okkar annað ár undir merkjum Þórs. Fyrir mér hefur þetta mikla þýðingu. Ég er borinn og barnfæddur hérna upp frá og það er bara voðalega krúttlegt „concept“ að vera kominn heim og aftur undir merki Þórs. Við erum að búa til okkar gildi og okkar farveg, og það tekur bara tíma. Við höldum bara áfram,“ sagði Þorvaldur. Excel-skjalið segir eitt félag en skemmtilegra að hafa tvö Aðspurður hvort söknuður væri að Akureyri Handboltafélagi svaraði Þorvaldur: „Auðvitað er alltaf söknuður að einhverju sem að var gott og skemmtilegt, og samstaða um á sínum tíma, en maður þarf að kunna að setja það ofan í skúffu þegar það er búið. Það var flott „concept“ á meðan það var.“ Halldór viðurkenndi að líklega væri skynsamlegra að eitt handboltafélag væri á Akureyri í stað tveggja: „Excel-skjalið segir eitt en upp á skemmtilegheitin er betra að hafa tvö. Það er mjög þungur róður að hafa tvö lið en við getum það núna og þá höldum við áfram.“ Innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Þorvaldur og Halldór
Olís-deild karla Þór Akureyri Seinni bylgjan Tengdar fréttir Kominn í Olís deildina eftir hryggbrot og meira en tíu ára fjarveru frá handbolta Aðalsteinn Ernir Bergþórsson hefur vakið athygli í vörn Þórsara í Olís deild karla í handbolta en hann á allt aðra sögu en flestir leikmenn deildarinnar. 27. október 2020 14:00 Topp fimm hjá Jóhanni Gunnari: Traustir menn í Olís deildinni sem gætu séð um börnin hans ef hann félli frá Jóhann Gunnar Einarsson setti saman fróðlegan topp fimm lista undir dramatískum formerkjum í Seinni bylgjunni í gærkvöldi. 27. október 2020 12:30 Martha: Gat ekki hætt án þess að fá að njóta þess að spila síðasta leikinn Martha Hermannsdóttir gengur vel að spila handbolta í Olís deildinni meðfram því að reka tannlæknastofu. Hún hefur verið á leiðinni að hætta í mörg ár en er samt enn að spila með liði KA/Þór. 27. október 2020 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Kominn í Olís deildina eftir hryggbrot og meira en tíu ára fjarveru frá handbolta Aðalsteinn Ernir Bergþórsson hefur vakið athygli í vörn Þórsara í Olís deild karla í handbolta en hann á allt aðra sögu en flestir leikmenn deildarinnar. 27. október 2020 14:00
Topp fimm hjá Jóhanni Gunnari: Traustir menn í Olís deildinni sem gætu séð um börnin hans ef hann félli frá Jóhann Gunnar Einarsson setti saman fróðlegan topp fimm lista undir dramatískum formerkjum í Seinni bylgjunni í gærkvöldi. 27. október 2020 12:30
Martha: Gat ekki hætt án þess að fá að njóta þess að spila síðasta leikinn Martha Hermannsdóttir gengur vel að spila handbolta í Olís deildinni meðfram því að reka tannlæknastofu. Hún hefur verið á leiðinni að hætta í mörg ár en er samt enn að spila með liði KA/Þór. 27. október 2020 11:00