Allt að 3,5 milljarðar í tekjufallsstyrki til ferðaþjónustunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2020 10:41 Ferðamenn njóta sumarsins á Þingvöllum. Vísir/Vilhelm Áætlað er að tekjufallsstyrkir vegna kórónuveirufaraldursins til minni ferðaþjónustufyrirtækja, leiðsögumanna og fleiri geti numið um 3,5 milljörðum króna. Umræddir ferðaþjónustuaðilar munu geta sótt um styrkina samkvæmt frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um tekjufallsstyrki, sem hefur verið samþykkt í ríkisstjórn og er nú til umfjöllunar á Alþingi. Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að styrkirnir muni jafngilda rekstrarkostnaði (þ.m.t. reiknuðu endurgjaldi) á tímabilinu frá 1. apríl 2020 til 30. september 2020 en geti þó ekki orðið hærri en 400 þús.kr. fyrir hvert stöðugildi á mánuði á tímabilinu. Verði frumvarpið að lögum þurfa rekstraraðilar að uppfylla eftirtalin skilyrði: Að hafa orðið fyrir minnst 50% tekjufalli á tímabilinu frá 1. apríl til 30. september 2020. Að hámarki þrír launamenn starfi hjá rekstraraðila. Umsækjendur þurfa að auki að uppfylla skilyrði um skattskyldu á Íslandi, lágmarksveltu, skilvísi á opinberum gjöldum og gögnum til Skattsins og áframhaldandi rekstur. Tekjufallstyrkir geti orðið allt að 3,5 milljarðar króna ef öll fyrirtæki nýta sér þá. Upphæðin miðast við að öll félög uppfylli skilyrðin um minnst 50% tekjufall fyrir nýtingu úrræðisins. Þannig getur hámarksstyrkur til hvers fyrirtækis numið 1,2 milljónum króna á mánuði í þá 18 mánuði sem gert er ráð fyrir að úrræðið gildi, eða alls 21,6 milljónum króna. Tekjufallsstyrkir eru liðir í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Áður hafa verið kynntar 4,6 milljarða króna aðgerðir í þágu ferðaþjónustunnar auk almennra aðgerða ríkisstjórnarinnar fyrir rekstraraðila vegna heimsfaraldursins. Á meðal sértækra aðgerða má nefna alþjóðlegt markaðsátak, átak til að hvetja landsmenn til að ferðast innanlands, Ferðagjöf til landsmanna sem enn er hægt að nýta og afnám gistináttaskatts til ársloka 2021. Ferðaábyrgðasjóður hefur einnig verið settur á laggirnar og er umsóknarfrestur í hann til 1. nóvember næstkomandi. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Áætlað er að tekjufallsstyrkir vegna kórónuveirufaraldursins til minni ferðaþjónustufyrirtækja, leiðsögumanna og fleiri geti numið um 3,5 milljörðum króna. Umræddir ferðaþjónustuaðilar munu geta sótt um styrkina samkvæmt frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um tekjufallsstyrki, sem hefur verið samþykkt í ríkisstjórn og er nú til umfjöllunar á Alþingi. Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að styrkirnir muni jafngilda rekstrarkostnaði (þ.m.t. reiknuðu endurgjaldi) á tímabilinu frá 1. apríl 2020 til 30. september 2020 en geti þó ekki orðið hærri en 400 þús.kr. fyrir hvert stöðugildi á mánuði á tímabilinu. Verði frumvarpið að lögum þurfa rekstraraðilar að uppfylla eftirtalin skilyrði: Að hafa orðið fyrir minnst 50% tekjufalli á tímabilinu frá 1. apríl til 30. september 2020. Að hámarki þrír launamenn starfi hjá rekstraraðila. Umsækjendur þurfa að auki að uppfylla skilyrði um skattskyldu á Íslandi, lágmarksveltu, skilvísi á opinberum gjöldum og gögnum til Skattsins og áframhaldandi rekstur. Tekjufallstyrkir geti orðið allt að 3,5 milljarðar króna ef öll fyrirtæki nýta sér þá. Upphæðin miðast við að öll félög uppfylli skilyrðin um minnst 50% tekjufall fyrir nýtingu úrræðisins. Þannig getur hámarksstyrkur til hvers fyrirtækis numið 1,2 milljónum króna á mánuði í þá 18 mánuði sem gert er ráð fyrir að úrræðið gildi, eða alls 21,6 milljónum króna. Tekjufallsstyrkir eru liðir í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Áður hafa verið kynntar 4,6 milljarða króna aðgerðir í þágu ferðaþjónustunnar auk almennra aðgerða ríkisstjórnarinnar fyrir rekstraraðila vegna heimsfaraldursins. Á meðal sértækra aðgerða má nefna alþjóðlegt markaðsátak, átak til að hvetja landsmenn til að ferðast innanlands, Ferðagjöf til landsmanna sem enn er hægt að nýta og afnám gistináttaskatts til ársloka 2021. Ferðaábyrgðasjóður hefur einnig verið settur á laggirnar og er umsóknarfrestur í hann til 1. nóvember næstkomandi.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira